Morgunblaðið - 14.04.2020, Qupperneq 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
Ragnhildur Þrastardóttir
Snorri Másson
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir hefur sent Svandísi Svavarsdótt-
ur heilbrigðisráðherra tillögur um
hvaða skref skuli tekin í afléttingu
aðgerða þegar þar að kemur, 4.
maí.
„Tillögurnar innihalda í rauninni
það sem við höfum sagt áður: Við
förum í öfuga röð, þ.e.a.s. aðgerð-
unum sem voru síðast settar verð-
ur fyrst aflétt,“ sagði Þórólfur á
blaðamannafundi Almannavarna í
gær.
„Mér er það algjörlega ljóst að
við munum sæta gagnrýni fyrir að
fara of hægt og jafnvel líka frá
sumum fyrir að fara of hratt.“
Þórólfur gaf lítið uppi um það
hvað fælist í tillögunum.
Einungis tíu smit kórónuveiru
greindust á páskadag en svo fá
smit hafa ekki greinst síðan níunda
mars þegar níu smit greindust. Þó
aðútlit sé fyrir að faraldurinn sé í
mikilli rénun hérlendis er ekki út-
lit fyrir að takmörkunum á dag-
legu lífi landsmanna verði aflétt
fyrir fjórða maí, að sögn Þórólfs.
Öll smitin sem greindust á
sunnudag voru greind á sýkla- og
veirufræðideild Landspítala. Mun
færri smit hafa greinst síðustu
daga en áður en sýnum hefur einn-
ig fækkað mikið.
Spurður hvort líklegt væri að
mun fleiri smit myndu greinast
eftir páska vegna minni sýnatöku
yfir páskana sagði Þórólfur: „Ég á
bágt með að trúa því að fá sýni
komi frá sjúklingum vegna þess að
það séu páskar. Það kann að vera
en ég veit það ekki. Þetta eru held-
ur færri sýni en áður hafa komið
frá veirufræðideildinni. Það kann
líka að vera að þessar aðgerðir
minnki einnig smit af öðrum toga í
samfélaginu,“ sagði Þórólfur sem
benti á að öðrum sýkingum væri
líklega einnig að fækka vegna
þeirra takmarkana sem settar hafa
verið á daglegt líf fólks vegna kór-
ónuveirunnar.
„Það eru aðrar öndunarfærasýk-
ingar, aðrar kvefsýkingar í gangi
og það er ekkert ólíklegt að þessar
aðgerðir minnki almennt séð sýk-
ingar þó að það séu reyndar aðrar
sýkingar sem ég ætla ekki að tala
um hér sem hafa vaxið, en við ræð-
um um það síðar,“ sagði Þórólfur
en hið síðasta í máli hans var
reyndar mismæli.
Hann átti við að þessar „aðrar
sýkingar“ væru að minnka en ekki
vaxa, eins og hann leiðrétti þegar
hann var inntur eftir meiri upplýs-
ingum um þessar sýkingar. Þór-
ólfur vildi þó ekki svara því hvaða
sýkingum væri að fækka.
Af þessum fáu greindu smitum
að dæma lítur út fyrir að sam-
félagslegt smit hérlendis sé lítið.
Spurður hvort af þeim sökum væri
ekki hægt að aflétta einhverjum
þeim takmörkunum sem settar
hafa verið á líf fólks fyrir fjórða
maí, þegar samkomubannið á að
taka enda, sagði Þórólfur:
„Nei. Það er ekki hægt held ég.
Eins og ég hef margrakið áður þá
er þetta langhlaup, við þurfum að
fara hægt. Annars förum við bara
að fá eitthvert bakslag í þetta. Það
væri ekki gaman að gera það og
þurfa að fara að herða á öllu upp á
nýtt.“
Halda sig við upprunalegt plan
Þórólfur sagðist telja að Íslend-
ingar ættu að halda sig við upp-
runalegt plan.
„Ég held að það sé eins og í
íþróttunum, við erum með ákveðið
leikskipulag í gangi, við erum með
ákveðið plan um það hvernig við
vinnum leikinn, hvernig hver og
einn á að spila. Við höldum því
nema eitthvað annað gerist og þá
þurfum við að breyta taktík en ég
sé ekki ástæðu til að gera það
núna.“
Þórólfur var þá inntur eftir því
hvort nægilegt mið væri tekið af
áhrifum samkomubannsins á efna-
hag, lýðheilsu og aðra þætti, hvort
hætta væri á því að meiri skaði
verði af samkomubanninu en far-
aldrinum sjálfum.
Þórólfur svaraði því til að yf-
irvöld vildu hvorki gera of mikið
né of lítið.
„Við erum í raun með miklu
vægari aðgerðir en margar þjóðir.
Ég held að við ættum ekki að flýta
okkur of hratt.“
Það að faraldurinn virðist vera í
rénun segir Þórólfur vera tilefni til
að gleðjast en ekki til að berja sér
á brjóst yfir árangrinum.
„Við eigum langt í land, enn er
langt eftir til þess að geta virkilega
hrósað sigri. Í hönd fer sá tími að
mikilvægt er að fara hægt í að af-
létta þeim samfélagslegu aðgerð-
um sem eru hér í gangi.“
Þórólfur tók fram að Íslendingar
stæðu sig vel í alþjóðlegum sam-
anburði, þannig væri Ísland í
þriðja lægsta sæti í Evrópu hvað
varðar fjölgun smita á íbúa frá
byrjun mars. Einungis Færeyjar
og Liechtenstein sýna fram á
minni fjölgun. Þá er dánartíðni
hérlendis hlutfallslega mörgum
sinnum lægri en hjá flestum öðrum
Evrópuþjóðum. Ef litið er til Norð-
urlanda er dánartíðnin einungis
hlutfallslega lægri í Finnlandi en
hérlendis. Dánartíðnin hérlendis
er hlutfallslega svipuð og í Noregi
en dánartíðnin er hærri í Dan-
mörku og mun hærri í Svíþjóð.
Aflétting á borði ráðherra
Tillögur um afléttingar liggja fyrir en verða kynntar á næstunni Einungis tíu smit greindust á
páskadag Eigum samt langt í land, að sögn sóttvarnalæknis Engu verður aflétt fyrir 4. maí
Ljósmynd/Lögreglan
Íþróttir „Ég held að það sé eins og í íþróttunum, við erum með ákveðið leik-
skipulag í gangi,“ sagði Þórólfur um komandi þrjár vikur samkomubanns.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 50 156
Útlönd 1 0
Austurland 7 27
Höfuðborgarsvæði 1.225 1.695
Suðurnes 77 111
Norðurland vestra 35 19
Norðurland eystra 47 101
Suðurland 168 248
Vestfirðir 71 290
Vesturland 30 64
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
35.788 sýni hafa verið tekin
933 einstaklingar hafa náð bata
8 einstaklingar eru látnir
39 eru á sjúkrahúsi 9 á gjör-gæslu
770 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 12. apríl
Heimild: covid.is
1.711 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.711
770
feb.
1.650
1.375
1.100
825
550
275
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
80%
54%
10,6% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,72% sýna tekin hjá ÍE
15.978 hafa lokið sóttkví2.711 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars apríl
„Litlir hlutir skapa stóra sigra,“
sagði Þorgrímur Þráinsson rithöf-
undur á blaðamannafundi Al-
mannavarna í gær en þar vísaði
hann í fyrrverandi þjálfara íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu,
Lars Lagerbäck.
„Einhvern tímann þegar við vor-
um í verkefni í janúar með marga
nýliða og einn kom til Lars og
spurði hann hvað hann meinti með
þessum litlu hlutum. Þá sagði hann:
Klukkan hvað vaknarðu á morgn-
ana? Bjóstu um rúmið þitt? Hvað
fékkstu þér í morgunmat? Ertu bú-
inn að hrósa einhverjum í dag? Ertu
búinn að gera góðverk? Mætirðu á
réttum tíma á æfingu? Tekurðu sér
æfingu? Hvernig kemurðu fram við
konuna þína og börnin þín? Pass-
arðu upp á svefninn þinn?‘ Lars
sagði að ef þú passar upp á þessa
hluti dagsdaglega, þá mun vel-
gengnin elta þig,“ sagði Þorgrímur.
Þorgrímur taldi þetta vel heim-
færanlegt á aðstæður í þjóðfélaginu
í dag, þar sem tilefni væri að líta í
eigin barm og þannig gæti maður
jafnvel tekið eitthvað „jákvætt úr
úr þessari skrítnu lífsreynslu.“
Ljósmynd/Lögreglan
Rithöfundur Þorgrímur ræddi einnig um mikilvægi læsis fyrir ungmenni.
Að taka eitthvað
jákvætt frá faraldri
Vísaði í þjálfarann Lars Lagerbäck