Morgunblaðið - 14.04.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
www.flugger.is*Tilboðið gildir frá 6.-30. apríl 2020 á meðan birgðir endast á öllum
stærðum og gljástigum af áðurnefndum vörum í tilboðinu
Langar þig að lakka
glugga, húsgögn eða
innréttingar?
Flügger Interior Fix Primer og Interior
High Finish leysir það verkefni með þér. 30%
afsláttur
út apríl*
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum viljað að innflytjendur
heilbrigðisvara fari eftir svipuðu fyr-
irkomulagi og innflytjendur lyfja,“
segir Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu (SVÞ). Vísar hann í máli
sínu til ósamræmis er varðar endur-
greiðslu ríkisins til innflutningsaðila
heilbrigðisvara vegna gengisveiking-
ar íslensku krónunnar. Sökum mik-
illar veikingar íslensku krónunnar
undanfarnar vikur ákvað íslenska
ríkið að koma til móts við innflytjend-
ur lyfja og fá þeir nú örari uppgjör
vegna þessa. Var þetta gert til að
tryggja nægar birgðir lyfja hér á
landi.
Slíkt stendur innflytjendum ann-
arra heilbrigðisvara ekki til boða.
„Þetta nær eingöngu til lyfja og því er
einungis verið að koma til móts við
innflytjendur í þeim flokki. Sambæri-
legar forsendur eiga ekki við um inn-
flutning á öðrum heilbrigðisvörum,“
segir Andrés og bætir við að miðað sé
við miðgengi Seðlabanka Íslands.
Gert er upp einu sinni í mánuði, en
sökum þess hafa umrædd fyrirtæki
orðið af háum fjárhæðum. „Við höfum
sagt að miða eigi gengið við sölugeng-
ið þannig að fyrirtækin beri ekki
skarðan hlut frá borði. Viðkomandi
fyrirtæki hafa verið að tapa gífurleg-
um fjárhæðum vegna gengisáhrifa.
Okkur finnst eðlilegt að það sé komið
til móts við þau enda eru þetta fyrir-
tæki sem þurfa að birgja sig upp
vegna ástandsins,“ segir Andrés.
Gríðarleg veiking krónunnar
Að sögn Andrésar er alvarleiki
málsins fólginn í því að umrætt mið-
gengi dekkar ekki veikingu íslensku
krónunnar, en hún hefur veikst um-
talsvert á skömmum tíma. Þá segir
Andrés að fyrirtækin séu að flytja inn
mikilvægar vörur fyrir heilbrigðis-
kerfið sem nýtast eiga í baráttunni
við kórónuveiruna.
„Þetta er gríðarlega mikil veiking á
stuttum tíma eða í kringum 15%.
Þetta eru jafnframt vörur sem verið
er að flytja inn fyrir heilbrigðiskerfið.
Okkur finnst að koma eigi móts við
þessa innflytjendur á sambærilegum
forsendum og innflytjendur lyfja,“
segir Andrés.
Ósamræmi í
endurgreiðslu
Veiking krónunnar hefur mikil áhrif
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Einasta vonin að útrýma kór-
ónaveirunni er að nægilega stór
fjöldi fólks verði með mótefni. Sú
náttúrulega vörn fæst eingöngu
með bólusetningu eða smiti. Þeg-
ar nógu stór hópur er kominn
með mótefni á veiran erfiðara
með að dreifa sér. Slíkt kallast
hjarðónæmi. Í þessu máli þurfa
þjóðir að setjast niður og skipu-
leggja málin. Sitthvað er því til í
þeim orðum menntamálaráð-
herra í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum dögum að ósennilegt sé
að opnast muni fyrir flæði fólks
til og frá landinu fyrr en hægt
verður að bólusetja fólk gegn
kórónuveirunni,“ segir Svein-
björn Gizurarson prófessor í
lyfjafræði við Háskóla Íslands.
Skynsamlegar
aðgerðir á Íslandi
Kórónuveikifaraldurinn og
COVID-19 er mál málanna og til
þeirra þekkir Sveinbjörn vel sem
vísindamaður. Hann hefur í tím-
ans rás komið að margvíslegu
vísindastarfi og þróun lyfja jafn-
framt því að þekkja vel til heil-
brigðismála almennt. Í lok janúar
síðastliðins kallaði Sveinbjörn ör-
yggisnefnd HÍ til, þar sem að
kórónafaraldurinn væri að fær-
ast allur í aukana í Kína og gæti
valdið skaða víða um heim, sam-
anber viðbrögð Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO).
Þetta varð til þess að öryggis-
nefndin boðaði neyðarstjórn skól-
ans saman í byrjun febrúar og
setti í gang vinnuhóp til að fara
yfir þann hluta neyðaráætluna
sem snýr að farsóttum . Hefur
því plaggi verið fylgt síðan.
„Mér finnast aðgerðir hér á
Íslandi, í ljósi reynslunnar af öðr-
um faröldrum, hafa verið mjög
skynsamar og vel hugsaðar. Það
er líka ánægjulegt að sjá hve vel
ráðamenn hafa tekið mark á Al-
mannavörnum, sóttvarnarlækni
og landlækni sem hafa þurft að
taka erfiðar ákvarðanir sem mik-
il ábyrgð fylgir.“
Vírusar margfalda sig
Hvað er kórónuveira? Spurn-
ingin er stór og Sveinbjörn svar-
ar þannig að vírusar eða veirur
einkennist af því að þær hertaka
ákveðnar frumur, sem þær nýta
til að margfalda sjálfa sig. Kór-
ónuveiran sé gott dæmi um
þetta. Hún sé með brodda, sem
mynda eins konar kórónu, sem
bindast viðtökum sem er að finna
á yfirborði frumna í nefi og lung-
um, og þaðan fara þær inn í
þessar frumur.
„Veiran hertekur frumuna
og breytir allri próteinfram-
leiðslu sér í hag. Veiran myndar
ákveðin prótein sem hindra hina
sýktu frumu frá því að framleiða
þau vopn sem hún myndi annars
framleiða til að verjast árás.
Fruman verður því nánast varn-
arlaus. Síðan er prótein sem kall-
ast ORF7b sem klippir gat á
sýktu frumuna, þegar nýfram-
leiddu veirurnar vilja dreifa sér.
Við þessa aðgerð setur veiran
einnig í gang ferli þar sem frum-
an slekkur á sér og deyr og með
því myndast mörg þau einkenni
sem við heyrum um meðal ann-
ars bólgur í öndunarfærum með
tilheyrandi öndunarerfiðleikum.“
Löng reynsla vísindamanna
gefur þeim hugmyndir um hvaða
hlutar veirunnar séu ákjósanleg-
astir að horfa til við þróun bólu-
efnis. Mikilvægast er að mót-
efnasvarið sem myndast geti
stöðvað og eytt veirunni. Hins
vegar tekur mörg ár og jafnveg
áratugi að þróa nýtt lyf, segir
Sveinbjörn. Bætir við að því sé
nú verið að prófa hvort lyf sem
eru nú þegar á markaði, geti
nýst til að minnka þann skaða
sem kórónaveiran veldur eða
jafnvel stöðvað hana. Í öðrum til-
fellum sé verið að prófa lyf sem
hafa verið þróuð til dæmis við
ebólu en ekki náð á markað, svo
sem hjá lyfjafyrirtækinu Gilead
en ekki náð á markað. Þá séu
vísindamenn við lyfjafræðideild
HÍ með ýmis mál þessu viðvíkj-
andi í skoðun.
Samskipti við aðrar
þjóðir breytast
„Nei, ég tel ólíklegt að kór-
ónuvírusinn deyi út og hann á
efalítið eftir breyta mjög mörgu í
samskiptum okkar á Íslandi til
dæmis við aðrar þjóðir,“ segir
Sveinbjörn Gizurarson og að
lokum:„Ekki kæmi á óvart að í
framtíðinni verði þess óskað að
fólk sýni fram á mótefni gegn
veirunni þegar ferðast er milli
landa. Erfitt að segja hvenær við
getum vænst þess að lyf verði
komið gegn veirunni. Ekki eru
nema rétt rúmir þrír mánuðir frá
því að veiran kom fram í Wuhan
í Kína, svo vísindasamfélagið er
allt að vinna saman að því koma
með nothæfar og öruggar með-
ferðir gegn sjúkdómnum CO-
VID-19 sem svo miklum skaða
hefur valdið.“
Kórónuvírusinn mun breyta mörgu í samskiptum þjóða og ólíklegt að hann deyi út
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lyfjafræði Ekki kæmi á óvart að í framtíðinni verði þess óskað að fólk
sýni fram á mótefni þegar ferðast er milli landa, segir Sveinbjörn.
Bólusetning er einasta vonin
Sveinbjörn Gizurarson er
fæddur árið 1962. Hann nam
lyfjafræði við Háskóla Íslands
og stundaði svo framhalds-
nám í Danmörku og í Japan.
Hefur einnig sinnt kennslu við
HÍ frá 1991, en einnig við er-
lenda háskóla, svo sem í
Bandaríkjunum, Danmörku og
Malaví.
Hefur sinnt margvíslegum
verkefnum við lyfjaþróun og
verið prófessor við lyfjafræði-
deild HÍ frá 1999.
Hver er hann?
Framkvæmdir hefjast snemma sum-
ars við tvöföldun Vesturlandsvegar
milli Skarhólabrautar og Langatanga
í Mosfellsbæ. Vegagerðin auglýsti út-
boð á þessu verkefni fyrir nokkrum
dögum og verða tilboð opnuð
snemma í maí. Í kjölfar þess verður
hafist handa, en verkefnið felst í að
breikka vegsvæðið á kaflanum milli
Skarhólabrautar og Langatanga,
koma þar fyrir fjórum akreinum og
aðskilja akstursstefnur með vegriði.
Vegkaflinn er 1,1 km að lengd og
hefur reynst flöskuháls þegar umferð
er mikil en við framkvæmdina eykst
jafnframt umferðaröryggi til muna.
Samhliða verða byggðir hljóðvarn-
arveggir, hljóðmanir, biðstöð fyrir
Strætó og tengingar við stígakerfi
Mosfellsbæjar, en sveitarfélagið og
Vegagerðin standa sameiginlega að
verkinu. Það er sagt fela í sér miklar
samgöngubætur, bæði innanbæjar í
Mosfellsbæ og eins fyrir þá sem fara í
gegnum bæinn.
„Með breikkun Vesturlandsvegar í
gegnum Mosfellsbæ verður brátt úr
sögunni einn mesti flöskuhálsinn á
þjóðvegi 1,“ segir Haraldur Sverr-
isson bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
„Langar raðir sem myndast hafa í
Mosfellsbæ á álagstímum heyra þá
sögunni til. Þessi framkvæmd hefur
verið baráttumál Mosfellinga lengi og
er ánægjulegt að af henni verði nú.“
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mosfellsbær Vegurinn verður
breikkaður nærri Hulduhólum.
Breikkað í
Mosfellsbæ
Taka flöskuháls
af hringveginum