Morgunblaðið - 14.04.2020, Page 12
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
544 5151tímapantanir
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
Í LJÓSI AÐSTÆÐNA COVID19
Við hjá Bíljöfur höfum tekið upp nýjar vinnureglur varðandi bifreiðar sem
koma til viðgerða, bæði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina.
Bifreiðar sprittaðar fyrir og eftir viðgerðir.
Einnig bjóðum við upp á að:
• Fólk borgi reikning með símgreiðslu/millifærslu.
• Bifreið sé sótt heim eða í vinnu til eiganda á höfuðborgarsvæðinu og henni
skilað aftur eftir viðgerð.
Er kominn tími til að fara með bílinn í bifreiðaskoðun?
Við getum séð um það fyrir þig.
Sjá nánara fyrirkomulag á facebooksíðunni okkar
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
OPEC-ríkin, Rússland og aðrar sam-
starfsþjóðir komust á sunnudag að
samkomulagi um að draga úr olíu-
framleiðslu sinni. Munu þau minnka
framboð af olíu um 9,7 milljónir fata á
dag í maí og júni, og nemur það nærri
10% samdrætti í olíuframleiðslu á
heimsvísu. Gildir samkomulagið fram
til apríl 2022 og miðar að því að koma
á stöðugleika á olíumarkaði, en olíu-
verð lækkaði skarplega fyrstu þrjá
mánuði ársins og er fatið enn um
helmingi ódýara nú en það var í árs-
byrjun.
Að sögn FT er reiknað með að ríki
sem standa utan OPEC en voru fylgj-
andi samkomulaginu muni á næst-
unni auka olíubirgðir sínar til að
minnka olíuframboð enn frekar.
Fyrstu drög að samkomulagi um
minnkaða framleiðslu lágu fyrir á
fimmtudag og nutu stuðnings G20
ríkjanna. Var óttast að samkomulagið
rynni út í sandinn þegar Mexíkó bað
um undanþágu frá ákvæðum samn-
ingsins en þökk sé þrýstingi frá
Bandaríkjunum lét Sádi-Arabía, sem
leiðir OPEC, það eftir Mexíkó að
minnka olíuframleiðslu sína hlutfalls-
lega minna en aðrar þjóðir sem að
samkomulaginu koma. Segir FT að
það þyki til marks um hve mjög
Bandaríkjastjórn var í mun að ná
samkomulaginu í höfn að þarlendir
embættismenn hótuðu bæði tollum á
sádiarabíska olíu og að binda enda á
hernaðarlegan stuðning við þessa
mikilvægu bandalagsþjóð sína.
Kostar olíufatið nú um 30 dali en
markaðsgreinendur höfðu spáð að án
aðgerða gæti olíuverð farið niður í allt
að 10 dali. Á eftir að koma í ljós hvaða
áhrif nýja samkomulagið mun hafa til
langframa og benda greinendur á að
aðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveir-
unnar hafi lamað atvinnulíf þjóða víða
um heim og þannig dempað eftir-
spurn eftir olíu. ai@mbl.is
AFP
Aðhald Nú verður skrúfað fyrir.
Munu draga úr
olíuframleiðslu
G20-ríkin fylgjandi samningi OPEC
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að að-
lagast kórónuveirufaraldrinum á
einu augabragði og breyta vinnu-
brögðum til að lágmarka smithættu.
Þar til veiran hefur verið kveðin í
kútinn má vænta þess að á flestum
vinnustöðum muni samskipti við við-
skiptavini og koll-
ega mestmegnis
fara fram í gegn-
um síma, tölvu-
póst og á spjall-
forritum.
Margrét Reynis-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
ráðgjafar- og
námskeiðafyrir-
tækisins Gerum
betur, segir aldrei
hafa verið brýnna að starfsfólk kunni
að nota þessa miðla rétt, enda alls
ekki sama hvernig svarað er í símann
eða hvernig tölvupóstar eru orðaðir.
„Þegar kemur að samskiptum í
gegnum tölvupóst þá þurfum við að
tileinka okkur annan tón en í sam-
skiptum augliti til auglitis. Skrifuðum
texta fylgir ekkert látbragð eða blæ-
brigði í röddinni og jafnvel fólk sem
þekkist vel og hefur unnið mikið sam-
an getur móðgast þegar kollegar
þeirra senda tölvupóst sem er skrif-
aður í sama talsmáta og ef verið væri
að spjalla augliti til auglitis,“ segir
Margrét og bendir á að Íslendingar
tali mikið í boðhætti sem geti virkað
ruddalegt þegar samskiptin eru
skrifleg. „Ágætis þumalputtaregla er
að byrja tölvupóstinn á stuttri kveðju
og biðja frekar en að skipa fyrir.“
Samið um samskiptamátann
Þá verður að halda góðu skipulagi
á samskiptum yfir tölvupóst og t.d.
gæta þess að yfirskrift tölvupóstsins
sé lýsandi fyrir innihaldið. „Ef sam-
skiptin fara svo að snúast um eitt-
hvað allt annað er vissara að senda
ferskan póst með nýrri yfirskrift, og
henda út því gamla sem kemur nýja
umræðuefninu ekki við. Sömuleiðis
er gott að hafa hugfast að ef útséð er
að tölvupóstur sé að breytast í langar
samræður fram og til baka þá er
sennilega best að taka einfaldlega
upp símann frekar en að skrifast á.“
Margrét minnir líka á þá reglu að
þegar mjög stutt erindi eru send í
tölvupósti, þá má spara öllum tíma
með því að setja erindið í yfirskriftar-
línuna (e. subject), og enda með
tveimur skástrikum eða skammstöf-
uninni EOM (e. end of message). Á
þetta við t.d. þegar viðtakandinn er
beðinn um að hringja þegar hann á
lausa stund, eða látinn vita hvernig
tilteknu verkefni vindur fram. „Orð-
sendingin ætti þá ekki að vera lengri
en 5-7 orð, því lengri yfirskrift en það
er orðin of löng til að fólk geti lesið
skeytið í fljótheitum í símanum.
Svona knöpp samskipti ætti samt
fyrst að semja um innanhúss því ann-
ars gæti sumum þótt svona skeyti
snubbótt og dónalegt.“
Sama gildir um samskipti starfs-
manna í spjallforritum, að starfs-
menn og stjórnendur verða að móta
reglurnar sín á milli, í takt við verk-
efni vinnustaðarins. „Það á við um
spjallforrit eins og Teams og Slack að
fyrirspurnir og fyrirmæli þurfa að
vera skýr. Þó talsmátinn þar verði oft
óformlegri en í tölvupósti þá má ekki
fara milli mála hvað er verið að biðja
um, hvenær því á að vera lokið, og að
hverjum erindið beinist,“ segir Mar-
grét og bætir við að á sumum vinnu-
stöðum hafi það reynst vel að hafa
sérstakt svæði eða þráð fyrir glens
og grín á milli starfsmanna.
Glímt við sjálfvirk símkerfi
Samskipti gegnum síma kalla líka
á ákveðin vinnubrögð og segir Mar-
grét að stjórnendur þurfi að vera sér-
staklega á verði nú þegar mikið álag
kann að vera á skiptiborði og síma-
veri, og stór hópur starsfmanna vinn-
andi heiman frá sér. „Það þarf t.d. að
vera hægt að fá gefið samband við
starfsmann vandræðalaust þó að
hann vinni að heiman.“
Að mörgu þarf að huga þegar kem-
ur að símsvörun og segir Margrét að
síminn eigi t.d. helst ekki að hringja
oftar en þrisvar áður en einhver svar-
ar, og þá þurfi að svara símanum með
bros á vör enda heyrist brosið í gegn-
um símann. Góða símsvörun þarf að
kenna og þjálfa og aldrei verið mik-
ilvægara en nú þegar símtalið er í
mörgum tilvikum eina andlit fyrir-
tækja út á við. Minnir Margrét á að
fræðslusjóðir margra stéttarfélaga
niðurgreiði námskeið á þessu sviði að
stórum hluta. „Með réttri þjálfun
getur fólk tamið sér alls kyns góð
vinnubrögð og lært að stýra samtal-
inu í rétta átt. Það gerir t.d. strax
mikið til að bæta þjónustuna að
spyrja í upphafi samtals „hvernig get
ég aðstoðað?“ frekar en „get ég að-
stoðað?“ og leiðir þann sem hringir
beint að erindinu. Að sama skapi þarf
að enda samtalið rétt, og ganga úr
skugga um að sá sem hringdi hafi
fengið öllum sínum spurningum svar-
að.“
Það gæti verið góð regla fyrir
stjórnendur að merkja í dagatalið sitt
að hringja endrum og sinnum inn í
fyrirtækið og sjá hvort sjálfvirk síms-
vörun og símsvörunartækni starfs-
fólks er í lagi, sem og að samskipta-
leiðir eins og netspjall virki hratt og
vel. Margrét bendir á að fara þurfi
varlega við að nota símkerfið til að
létta starsfólki lífið en mörg fyrirtæki
nota símsvara sem reyna t.d. að beina
þeim sem hringja inn að t.d. leita
frekar upplýsinga á netinu. Er fátt
erglilegra en að hlusta á löng sjálf-
virk skilaboð og þurfa að fara í gegn-
um flókinn frumskóg valmöguleika til
að ná sambandi við manneskju af
holdi og blóði. „Og raunin er að flestir
sætta sig ekki við að fá ekki svör
strax, svo að ef ekki tekst að ná í
starfsmann í gegnum síma, eða fá
svar í netspjalli með hraði, þá leitar
fólk annarra leiða til að fá spurning-
um sínum svarað og eykur þannig
áreiti og álag á starsfólk. Þannig
sendi ég t.d. bankanum mínum fyr-
irspurn í gegnum netspjall, en svarið
kom ekki fyrr en tveimur dögum síð-
ar og í millitíðinni hafði ég hringt inn
til að fá svar. Þýddi það bæði aukna
fyrirhöfn fyrir mig, en líka tvíverkn-
að hjá bankanum.“
Boðhátturinn getur
virkað ruddalegur
Nota þarf réttan talsmáta þegar rætt er við kollega og við-
skiptavini í síma eða tölvupósti Hætta á að fólk móðgist
Kúnst Starfsmenn þjónustuvers í Panama við öllu búnir. Aðrar reglur
gilda um fagleg samskipti yfir síma en samskipti augliti til auglitis.
AFP
Margrét
Reynisdóttir
AFP
Kreppa Flugfélögin eru með alla anga úti.
● Bandarísku flugfélögin United og
Delta eiga í viðræðum við JPMorgan
Chase og American Express um að
selja þeim flugpunkta fyrr en ella og
með afslætti. Bankinn og greiðslukorta-
fyrirtækið verðlauna viðskiptavini sína
með flugpunktum sem innleysa má hjá
flugfélögunum. Með því að selja punkt-
ana á undan áætlun myndu flugfélögin
fá fjármagnsinnspýtingu til að hjálpa
þeim að takast á við þær þrengingar
sem kórónuveirufaraldurinn hefur vald-
ið í rekstri þeirra. Í skiptum fyrir að
kaupa með góðum fyrirvara myndu
JPMorgan og AmEx fá afslátt af punkt-
unum og þar með minnka kostnað sinn
af því þegar viðskiptavinir innleysa
punkta sína seinna meir.
Wall Street Journal greinir frá þess-
um þreifingum og segir að enn sé ekki
ljóst hvort verði af punktakaupunum.
Kortaútgefendur eiga mikið undir því að
flugfélögin komist tiltölulega klakklaust
út úr veirufaraldrinum enda höfðar það
sterkt til neytenda að geta safnað flug-
punktum og eykur kortanotkun. Sam-
starfið við kortafyrirtækin er mikilvæg
tekjulind fyrir flugfélögin en WSJ segir
áætlað að AmEx hafi á síðasta ári keypt
punkta frá Delta fyrir 4 milljarða dala
og JPMorgan keypt punkta fyrir 3,2
milljarða frá United. ai@mbl.is
Athuga sölu flugpunkta á afsláttarkjörum
STUTT