Morgunblaðið - 14.04.2020, Side 14

Morgunblaðið - 14.04.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Okkur þykirflestum aðveturinn hafi verið bæði þaulsetinn og þrá- látur. En nú er hann loks að láta undan síga. Sama gegnir um kórónuvírusinn sem hefur setið um okkur öll síðustu mánuði. Hann á það svo sem bersýnilega til að fara mildum höndum um þá sem hann leggst á, jafnvel allan þorra þeirra, og er í undantekningartilvikunum algjörlega miskunnarlaus. En þegar horft er með leikmanns- augum á ókræsileg línuritin sem sýna dauðsföll á Ítalíu, Spáni og Bretlandi eru þau óhugnanleg og eiginlega skelfi- lega brött á leið sinni upp. En nú eru þau tekin að falla og fall- ið er bratt, og ekkert síður en ógnarfartin sem var upp á við. Haldi sú þróun virðist sem ógn- arskeiðið muni standa til- tölulega stutt, þótt flestum hafi þótt þessar vikur vera lengi að líða. Heimurinn hefur ekki áður farið í svo samhentar aðgerðir gegn heimsfaraldri til að ná lágmarksstjórn á honum og eru þær þó algjörlega ósam- ræmdar, en hafa fallið í svipað far. Ítalir voru seinir til enda urðu þeir fyrr fyrir en aðrir og heilbrigðiskerfi þeirra varð undir skriðunni. Það sama má sennilega segja um Spán. Bret- um tekst sennilega að vernda sitt spít- alakerfi að mestu frá því að stíflast. En þar er þó ekki allt sem sýnist því að öldrunarheimili hafa verið skilin eftir næsta varnarlaus, og bæði íbúar þar og umönnunarfólk staðið á heilbrigðislegum ber- angri. Nú þegar kúrfa dánar- tilkynninga sjúkrahúsa fellur hratt verður vonandi bætt úr þótt seint sé. Megininntak varnaraðgerða ríkja hefur beinst að því að fletja út kúrfuna. Nú birtist hún okkur sem tindur og gæti því sýnst að áætlanir hafi brugðist. En það er ekki svo. Þær hafa augljóslega náð að tryggja að kúrfan fór ekki í hæstu hæðir og einnig að hún varð ekki föst og flöt þar. Tálm- anir á för hennar hafa lukkast í meginatriðum. Vissulega eru spurningar á sveimi um hversu takist til þegar að „hjarð- smitun“ hefur verið slegið á frest, en það er sú smitun sem gefur varanlegasta vörn. Takist í framhaldinu að tryggja að hún eigi sér nánast alfarið stað í þeim hópum sem líklegastir eru til að standa veikina best af sér og oftast hjálparlaust, þá hefur vel tekist til. Það er þó enn of fljótt að fagna sigri. En eins og skáldið sagði: Maður á alltaf von. Kúrfur sýnast vera að ná hámarki og ætla að hrapa fljótt. Það er góðs viti en ekki án spurninga} Kúrfur ná hámarki Samkomulagiðsem náðist um helgina á milli OPEC, samtaka ol- íuframleiðsluríkj- anna, Rússlands, Bandaríkjanna og G20 ríkja- hópsins sýnir glöggt þá alvar- legu stöðu sem efnahagur heimsins er kominn í. Ekki er langt síðan Donald Trump, for- seti Bandaríkjanna, beitti sér fyrir lækkuðu olíuverði og hann hefur lengi haft horn í síðu OPEC fyrir að vinna gegn hagsmunum almennings. Nú fær hann hins vegar hrós fyrir að hafa tekist að koma á sam- komulagi um verulegan sam- drátt olíuframleiðslunnar, um 10% af því sem framleiðslan stóð í þegar kórónukreppan skall á. Viðbrögð olíumarkaða við þessu sögulega samkomulagi voru engu að síður óljós. Verð olíu hefur hrunið um 60% á árinu en þegar markaðir voru opnaðir í gær sveiflaðist verðið ýmist upp eða niður, sem end- urspeglar eflaust ýmiskonar vantrú á samkomulagið. Framleiðendur vonuðust eft- ir verðhækkun vegna tíðind- anna en stað- reyndin er sú að eftirspurn eftir olíu hefur hrunið svo mjög að tíu prósent samdráttur í fram- leiðslu dygði alls ekki til að mæta minni eftirspurn. Þess vegna er ljóst að staða birgða- tanka heimsins mun halda áfram að hækka á næstunni og útlit er fyrir að þeir fyllist á næstu vikum. Þegar það gerist er ekkert annað eftir en að draga enn frekar úr framleiðsl- unni. Þá hafa olíukaupendur efasemdir um að allir þeir sem sömdu um helgina haldi sig við samkomulagið. Hingað til hefur ýmsum þeirra reynst erfitt að halda sig við samkomulag um mun minni framleiðsluskerð- ingu. Á hinni hlið peningsins eru neytendurnir. Þeir fagna al- mennt lægra olíuverði á heims- markaði, en þó með mjög blendnum hug nú þegar ástæð- an er djúpstæður vandi í efna- hagskerfi heimsins. Það breytir því þó ekki að þegar olíuverð lækkar er eðlilegt að neytendur njóti þess, hver sem ástæða lækkunarinnar er. Viðbrögð við sam- komulagi helgar- innar voru óljós} Söguleg tíðindi af olíu A lþjóðlegur dagur lista er í dag. Víða um veröld hefur menningin gert það sem hún gerir best á erfiðum tímum; veitt huggun, af- þreyingu og innblástur. Íslend- ingar eru listhneigðir og menningarneysla hér á landi er meiri en víðast annars staðar. Í ferðalögum okkar innanhúss höfum við nýtt tímann til að lesa góðar bækur, horfa á kvik- myndir og þáttaraðir og njóta tónlistar. Skoða má heilu myndlistar- og hönnunarsýning- arnar gegnum streymisveitur og fjölmiðla. Ekkert af þessu er þó sjálfsagt. Menningar- líf verður að rækta og viðhalda. Núverandi að- stæður hafa til dæmis komið illa við tónlist- armenn og sviðslistafólk sem hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna viðburða, sýninga og tónleika sem fallið hafa niður. Í könnun sem Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) gerði meðal fé- lagsmanna sinna sögðust um 70% sjálfstætt starfandi listamanna hafa orðið atvinnu- og verkefnalausir vegna COVID-19. BÍL spáir því að á þremur mánuðum muni þetta eiga við um 90% þeirra. Vegna mikilvægis menningar hefur ríkisstjórnin ákveðið að veita strax viðspyrnu og verður yfir hálfum milljarði í fyrsta aðgerðapakkanum varið til menningar, lista og skapandi greina. Þessu fjármagni er ætlað að brúa bilið fyrir listafólkið okkar þar til hjól samfélags og atvinnulífs fara að snúast á nýjan leik. Með aðstoð mið- stöðva lista og skapandi greina fer fjármagnið í gegnum sjóði og fagstjórnir þeirra sem taka munu við umsóknum og úthluta styrkjum strax í maí. Þá fer hluti fjármagnsins til mikilvægra verkefna sem snúast um menningarminjar og að gera menningararf okkar aðgengilegri. Afrakstur þessarar fjárfestingar er óum- deildur. Menning og listir eru auðlind sem skilar efnahagslegum gæðum til samfélags- ins í formi atvinnu, framleiðslu á vöru og þjónustu til neyslu innanlands og útflutnings. Við þurfum ekki annað en að horfa til þeirra landa sem fremst eru, þar sem rannsóknir sýna að skapandi atvinnugreinar eru ekki einungis hratt vaxandi burðargreinar, heldur eru þær sveigjanlegri, vaxa hraðar en aðrar atvinnugreinar, skapa aukið virði innan ann- arra atvinnugreina og eru oft nátengdar því sem helst virðist horfa til framtíðar. Þessi lönd hafa með ýmsum hætti reynt að greiða leið frum- kvöðla og fyrirtækja á sviði skapandi greina með hvetj- andi aðgerðum. Nú er rétti tíminn til að sækja fram. Menningin verður efld og við reiðum okkur á skapandi greinar til fram- tíðar. Ljóst er að þar er einn okkar mesti auður og viljum við rækta hann áfram. Þrátt fyrir mikla ágjöf vegna far- sóttarinnar, þá munum við komast í gegnum þetta eða eins og fram kemur í texta Jóns R. Jónssonar: „Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Það styttir alltaf upp og lygnir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Anthony Fauci, sem stýrt hef-ur sóttvarnarteymi Do-nalds Trump Bandaríkja-forseta vestanhafs, sagði í samtali við hlaðvarp Wall Street Jo- urnal stuttu fyrir páskahátíðina að mannkynið myndi mögulega aldrei aftur takast í hendur vegna kórónuveirufaraldursins. Ummælin vöktu mikla athygli og þegar gengið var á Fauci nánar sagð- ist hann nú hafa verið að tala af „nokk- urri“ alvöru þar sem ljóst væri að far- aldurinn myndi hafa umtalsverð og varanleg áhrif á samfélag okkar. Á sama tíma viðurkenndi Fauci að hann ætti þó ekki endilega von á því að handabandið myndi leggjast af, jafnvel þó að svo yrði „í fullkomnum heimi“. Heilsuðust á níundu öld f.Kr. Efasemdir Faucis eru skiljanlegar í ljósi þess að mannkynið virðist hafa tekist í hendur í fjölmargar aldir. Ein elsta heimildin um slíkt athæfi er að finna á lágmynd frá níundu öld f.Kr, en þar má sjá Shalenezzar III., kon- ung Assyríu, grípa í útrétta hönd ónefnds konungs Babýlóníu og munu þeir félagar þannig hafa staðfest bandalag konungsríkja sinna. Forn-Grikkir voru einnig mjög hrifnir af þeim sið að takast í hendur og má finna nokkrar vísanir í Hóm- erskviðum um að vinir heilsist á þenn- an óheilnæma hátt. Handabandið sést einnig oft í forngrískri list, og má þar nefna aðra lágmynd, þar sem gyðj- urnar Hera og Aþena heilsast en sú lágmynd er hin elsta sem vitað er um nú sem sýnir tvær konur taka í hönd- ina á hvor annarri. Þá átti handabandið sér vissan sess í grafsiðum Forn-Grikkja en í högg- myndum þeirra mátti sjá hinn látna heilsa ættmennum sínum með sinni hinstu kveðju. Opin hönd og vopnlaus Þar sem handabandið virðist hafa fylgt manninum frá forsögulegum tíma hafa spunnist margar tilgátur um hvers vegna mannkyn sá ástæðu til þess að taka í útréttan lófa sem kveðju. Ekki eru allir sammála um þær, en ein lífseigasta tilgátan er sú að opin hönd sé jafnframt vopnlaus, og þannig hafi menn getað sýnt fram á trúnaðartraust sín á milli. Þessi tilgáta útskýrir jafnframt hvers vegna jafnan er heilsast með hægri hendi því áætlað er að 90% mannkyns sé rétthentur og beiti því jafnan hægri hendinni til þess að munda vopn sín. Hin vopnlausa hönd hefur þó ekki ein og sér dugað til þess að sannfæra alla um friðsamlegan ásetning þess sem hana réttir út því að í Rómaveldi til forna tíðkaðist að grípa með hinni hendinni um framhandlegginn og kanna þannig hvort einhverjir rýt- ingar leyndust þar innanklæða. Um leið var höndunum í handabandinu sveiflað hratt upp og niður til þess að hrista út úr ermunum önnur leynd vopn sem hægt væri að nýta til að koma höggi á andstæðinginn. Handaband merki jafningjans En þó að handabandið væri þannig almenn og jafnvel vinsæl leið til að inn- sigla bandalög og sýna fram á vopn- leysi mun sá siður að nota það sem al- menna kveðju manna á meðal vera fremur nýtilkominn, eða „einungis“ frá um 17. öld. Hefur það meðal annars verið rakið til kvekara á Englandi en kvekarar litu svo á að handabandið væri kveðja sem sýndi það að báðir aðilar væru jafningjar en áður hafði sá sem lægra var settur þurft að hneigja sig fyrir hinum. Það er því spurning ef handabandið líður undir lok hvað geti tekið við sem almenn kveðja á milli manna sem upp- fylli öll þau skilyrði sem handabandið hefur gert í allar þessar aldir? Mun handabandið leggjast alveg af? Handaband Hér sést fyrsta skrásetta handaband sögunnar, þar sem Shalmanessar III. Assyríukonungur innsiglaði bandalag við Babýlóníu. Ýmsar tillögur hafa verið settar fram um mögulega „arftaka“ handabandsins, sem ekki krefjast eins mikillar snertingar á tímum kórónuveirunnar. Þannig hefur verið lagt til að fólk slái saman fótum eða olnbogum í staðinn en einnig hefur verið stungið upp á kveðjum sem þarfnast engrar snertingar við, eins og hin hefð- bundna kveðja hindúa, namaste, þar sem viðkomandi setur lófa sína saman og hneigir höfuðið lít- illega. Þá hefur einnig verið lagt til að fólk heilsist að hætti „Vúlkana“ úr Star Trek-sjónvarpsþáttunum, en leikarinn Leonard Nimoy, sem fann upp á henni, byggði kveðjuna á blessunartilburðum rabbína. Namaste eða Vúlkan? HVAÐ KEMUR Í STAÐINN? Ljósmynd/Paramount Ný heilsa Leonard Nimoy heilsar að hætti „Vúlkana“ í Star Trek.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.