Morgunblaðið - 14.04.2020, Side 17
9,9%
fretta-
bladid.is
14,0%
Fréttablaðið
8,8%
visir.is
9,7%
ruv.is
6,1%
RÚV:
útvarp/
sjónvarp
2,8%
Bylgjan/
Stöð 2
4,2%
DV
6,4%
dv.is
38,0%
38,0% allra frétta frá tíu stærstu fréttamiðlum landsins koma
frá fréttastofu Morgunblaðsins og mbl.is. Þessi elsta fréttastofa
landsins er mönnuð reynslumiklu fagfólki sem hefur aðeins eitt
markmið — að miðla vönduðum fréttum og fjölbreyttu efni til
lesenda á hverjum degi.
Ekki missa af því sem skiptir máli.
Komdu
í áskrift
strax
í dag
Sím
i 569 1100
m bl.is/a s kri
ft
Við skrifum fleiri fréttir
Heimild: Creditinfo - Fjölmiðlavaktin 2020
18,8%
Morgun-
blaðið
19,2%
mbl.is
Það er í raun sorg-
arsaga að skoða kjara-
samningasögu lög-
reglumanna frá því að
ríkið tók alfarið yfir
löggæslu á Íslandi af
sveitarfélögunum.
Í eldri kjarasamn-
ingum lögreglumanna,
við sveitarfélögin, má
sjá að lögreglumenn
voru á pari við aðrar
stéttir opinberra starfsmanna í laun-
um – sem n.b. voru einnig starfsmenn
sveitarfélaganna – en frá yfirtöku rík-
isvaldsins á þessari grunnþjónustu
samfélagsisns, að skapa og tryggja
öryggi almennings, hefur leiðin legið
niður á við gagnvart lögreglumönn-
um! Því miður!
Í kjölfar allsherjarverkfalls BSRB,
árið 1984, lagði ríkisvaldið umtalsvert
á sig við það að afnema verkfallsrétt
lögreglumanna. Það tókst að lokum
árið 1986!
Í kjarasamningum það ár var sam-
ið um það við hið sama algóða ríkis-
vald að laun lögreglumanna skyldu
taka meðaltalshækkunun tiltekinna
hópa opinberra starfsmanna.
Sá samningur stóð ekki lengi því
ríkisvaldinu þótti „sjálfvirkar launa-
hækkanir stéttarinnar of miklar“.
Það lagði því – um leið og alls ekki
stóð til að standa við gerða samninga
– talsvert á sig til að afnema áður
gerðan samning við lögreglumenn!
Hið sama ríkisvald, sem gefið hef-
ur út og náð um leið að haka við í
ákveðin falleg box – en innihaldslitla
starfsmannastefnu um það að ríkið sé
„fyrirmyndavinnustaður“ – lagði nótt
við nýtan dag að reyna að hafa fyrri
kjarasamning (svokallaðan „viðmið-
unarsamning“) af lögreglumönnum.
Illu heilli tókst sú áætlun ríkisvalds-
ins, sem n.b. hafði og sennilega í raun
aldrei ætlað sér að uppfylla fyrri
þann kjarasamning sem það gerði við
lögreglumenn!
Það verða þeir hinsvegar að eiga
við samvisku sína sem að þeim mál-
um komu af hálfu ríkisvaldsins. Við,
lögreglumenn, getum einungis vonað
að þeir hinir sömu sofi vel og að sam-
viska þeirra sé ekki að naga þá!
Þsð eru aumir einstaklingar sem
vega úr launsátri og ganga gegn betri
samvisku!
Það er allt í senn dapur- og öm-
urlegt að eiga samskipti við ofur- og
ægivald ráðherra, sem engan áhuga
hafa á velferð eða afkomu launþega
sinna og starfsmanna! Engan áhuga
hafa á að ræða við starfsmenn sína og
þeirra fulltrúa um stöðu starfsmanna
sinna, hvort sem það eru ráðherrar
fjár- eða dóms-
mála!
Þögnin er al-
ger!
Áhuginn er
enginn!
Samskiptin eru
engin!
Á sama tíma er það
dapurlegt að eiga sam-
skipti við vald sem nýtir
og um leið misnotar vald
sitt gagnvart ein-
staklingum og stéttum
sem ekki njóta þeirra
sjálfsögðu mannréttinda
sem felast í þeim heim-
ildum að gera verkfall!
Á sama tíma er það
ömurlegt til þess að
hugsa að „sá sem valdið
hefur“ skuli misbjóða
því. Að sá sem valdið
hefur skuli ekki kannast
við heiðursmannasamkomulag (hand-
sal) um ákveðna vegferð til að leið-
rétta hlut þeirra sem gert hefur verið
á!
Á sama tíma er það dapurlegt að
sjá ægivaldið leita allra leiða til að
komast hjá því að efna fyrri loforð sín
og drengskaparheit!
Á sama tíma er það ömurlegt að
vera gerður að ómerkingi orða sinna
fyrir tilstilli orð annarra einstaklinga,
á forræði ráðherra, sem smæla svo
bara framan í heiminn! Smæla eins
og þeir sjálfir beri enga ábyrgð á
orðnum hlut! Hafa jafnvel, bréflega, í
hótunum um lögsókn við þá sem
benda á strákinn Tuma!
Já það er undarlegt þetta ríkisvald,
sem í krafti yfirburða sinna og afl-
smuna skuli ekki geta staðið í lapp-
irnar og hreinlega viðurkennt orðinn
hlut. Viðurkennt rangindi sín og
óheilindi gagnvart heilli stétt opin-
berra starfsmanna. Staðið í lappirnar
og hreinlega sagt hlutina eins og þeir
eru. Hreinlega staðið í lappirnar og
sagt við sjálft sig hingað og ekki
lengra – þessi rangindi okkar þarf að
laga!
Langlundargeð lögreglumanna er
ansi langt – svo ekki sé meira sagt –
en staðan er einfaldlega orðin þannig
að það er á enda komið langlundar-
geðið! Þolinmæðin er löngu þrotin!
Svik, á svik, á svik ofan ríkisægi-
valdsins, gagnvart stéttinni eru ein-
faldlega komin á það stig að spurning
er hvort ekki sé rétt að velta þeim
hlutum og spurningum upp hvort hér
sé ekki um alvarleg mannréttinda-
brot að ræða?
Á sama tíma velta því fyrir sér
hvort ekki sé rétt að fara með málefni
stéttarinnar fyrir mannréttinda-
dómstól Evrópu! Það yrði þá enn
einn myllusteinninn á brokkgengri
slóð íslenskra stjórnvalda á sviði
mannréttinda gagnvart þegnum sín-
um.
Eftir Snorra
Magnússon
Snorri
Magnússon
»Kjarasamningar lög-
reglumanna lausir
enn eitt skiptið og ríkis-
valdið ekki á þeim bux-
unum að leiðrétta laun
lögreglumanna!?
Höfundur er formaður Lands-
sambands lög-
reglumanna.
Allt illt eigum við,
þessir gömlu Íslend-
ingar skilið, sem dáð-
umst að andans mönn-
um á okkar tíð eins og
Halldóri Laxness,
Tómasi Guðmunds-
syni, Kristmanni,
Steini Steinarr, Guð-
mundi Hagalín og öll-
um þeim hinum, sem
ég gleymi að nefna – en
man þó og dýrka. Þeg-
ar Ríkissjónvarpið að kvöldi 8. apríl
birti myndskreytingu frá heimili
Nóbelsskáldsins okkar, sem sýndi
vinsælan og vel metinn leikara í
skrípalátum innan um húsbúnað og
búsmuni Halldórs Laxness eins og
hann skildi við þá fyrir andlátið.
Eins og væri hann að draga dár að
látnum rithöfundi með hljómtæki á
eyrunum, klæddur í hvíta skyrtu og
viðhafnarbúning velmetinna og með
lakkskó á fótum, patandi og potandi
út í loftið, baðandi báðum höndum út
og suður, aftur og fram, gizka alvar-
legur á svip, ekki mælandi eitt orð
frá munni en stöðugt á hreyfingu frá
herbergi til her-
bergis, upp og
niður stiga, út
og suður á sund-
laugarlóð, gizka
alvarlegur á svip –
auðsjáanlega búandi
yfir mikilli visku og
þekkingu, sem aldrei
var þó látin í ljós. Ekki
mælt eitt orð um eða til
þessa höfuðsnillings
orðsins listar.
Kunna það ekki
Þessi kynning ef
kynningu skal kalla var
hneyksli. Hneykslanleg
fyrir okkur, sem kynnt-
umst og dáðum Halldór
Laxness. Hneykslanleg
fyrir þá, sem ekki þekkja hann – en
þeir munu víst vera til hérlendis og
þeir allmargir.
Hneykslanleg
fyrir Ríkisút-
varpið og þá
menningar-
starfsemi, sem
RÚV er ætlað að
standa vörð um
og sinna. Ég veit
að það er ekki
mitt hlutverk –
en má ég samt
biðja samborg-
ara mína afsök-
unar fyrir hönd
RÚV. Þeir munu
nefnilega ekki
gera það sjálfir.
Kunna það víst
ekki. Þannig er
málum komið.
Beðist
afsökunar
Eftir Sighvat
Björgvinsson
» Þessi kynning, ef
kynningu skal kalla,
var hneyksli. Hneyksl-
anleg fyrir Ríkisútvarp-
ið og þá menningar-
starfsemi, sem RÚV er
ætlað að standa vörð um
og sinna.
Sighvatur
Björgvinsson
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
Höfundur er
fv. alþingis-
maður og
ráðherra.
Á sama tíma…