Morgunblaðið - 14.04.2020, Blaðsíða 20
✝ Bjarni Tóm-asson fæddist
á Fljótshólum í
Gaulverjabæj-
arhreppi 7. febr-
úar 1937. Hann
lést 14. mars síð-
astliðinn á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum, Sel-
fossi.
Foreldrar hans
voru Tómas Tóm-
asson og Guðríður Jónsdóttir,
bændur á Fljótshólum. Systkini
Bjarna í aldursröð eru Jóna
Sigríður, Jón Guðmundur,
Gunnar Yngvi og Þuríður Sig-
urbjörg.
Hinn 19. nóvember 1960
17.5. 1967, börn hans eru
Bryndís og Guðmundur Bjarni,
móðir þeirra er Steinunn Alda
Guðmundsdóttir, f. 1970.
Bjarni ólst upp á Fljóts-
hólum og sinnti þar bústörfum
þar til hann fluttist til Selfoss
árið 1957. Hann starfaði í
Mjólkurbúi Flóamanna þar til
hann hóf störf hjá Kaupfélagi
Árnesinga 1966 og samhliða
því hóf hann nám í rafvirkjun.
Hann lauk námi í rafvirkjun
árið 1970 og síðar meistara-
gráðu í iðninni. Árið 1986 hóf
hann störf hjá Rafseli hf. á Sel-
fossi og starfaði þar til ársins
1994 en þá varð hann að hætta
störfum vegna heilsubrests.
Útför Bjarna fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 14. apríl
2020, klukkan 14. Streymt
verður frá athöfninni út í bíla
á útvarpsrás 101,6.
kvæntist Bjarni
eiginkonu sinni,
Hjördísi Þorsteins-
dóttur, f. á Sel-
fossi 16. mars
1942. Foreldrar
hennar eru Þor-
steinn Bjarnason
og Ingigerður
Þórðardóttir. Börn
Bjarna og Hördís-
ar eru: 1) Þor-
steinn, f. 4. júní
1961, eiginkona hans er Janni
Högh, f. 1964. 2) Laufey Ása, f.
26. október 1965, eiginmaður
hennar er Guðmundur Þorri
Jóhannesson, f. 1966. Börn
þeirra eru Hjördís Ásta, Jó-
hannes og Þórunn. 3) Arnar, f.
„Elsku afi, takk fyrir allar dýr-
mætu stundirnar. Okkur systk-
inunum þótti alltaf gott að koma
á Selfoss. Þú sast ávallt yfirveg-
aður í hægindastól að lesa frétt-
irnar og gafst okkur hlý knús. Á
sama máta og knúsin fékk skop-
skynið að njóta sín enda var
sjaldan dauf stund með þér.
Nokkur sumur skipulagðir þú
ferðir í Veiðivötn og kenndir okk-
ur systkinunum að veiða. Á
ferðalögum okkar fjölskyldunnar
flúðum við tjaldvagninn inn í
hlýja góða húsbílinn ykkar
ömmu. Þar beið okkar alltaf ynd-
islegur félagsskapur, góð knús og
konfektmolar.
Hjördís minnist allra stund-
anna úti í hesthúsi þar sem þið
amma leyfðuð þeim Bryndísi
frænku að kynnast hestunum og
þá sérstaklega Rúbín. Mér þótti
alltaf rosalega mikið sport að fá
að gista hjá ykkur ömmu á Sel-
fossi og var algjör harðstjóri í að
láta ömmu kenna mér nýjar bæn-
ir. Svo fékk ég að tína rifsber al-
veg eins og mig lysti. Ég man að
einu sinni vaknaði ég um nóttina
og brá svo því ég hafði aldrei
heyrt neinn hrjóta jafn hátt, en
fannst það samt óstjórnlega
fyndið líka. Á seinni árum fannst
mér alltaf gott að hafa þig í hæg-
indastólunum þar sem þú fylgd-
ist með okkur öllum spila rommí í
fjölskylduboðum og ég veit að þið
langamma sitjið ábyggilega á
einhverjum góðum stað með bros
á vör og fylgist með næstu
rommíspilum. Mér þykir ótrú-
lega gaman að þú skulir hafa
kennt mér að elda skötu, þú
skildir ekkert í því hvað mér þótti
það merkilegt. Ég eldaði hana í
fyrsta skipti sjálf síðustu jól og
þykir vænt um að geta haldið
áfram að gera það. Þú kenndir
mér eitt annað sem er ekki síður
mikilvægt; að mennt verður aldr-
ei frá þér tekin. Ég mun vonandi
nýta mína menntun svo fleiri fái
að hafa yndislega afa hjá sér jafn
lengi og við.
Við munum ávallt líta aftur
með hlýjum augum á heimsókn-
irnar í Vallholti. Við minnumst
þess þegar við byggðum okkar
eigin heima í sandinum við bíl-
skúrinn. Þú fylgdist með og gafst
okkur ýmsar hugmyndir á meðan
þú grillaðir. Við minnumst lam-
bakótilettanna sem komu ein-
hvern veginn alltaf af grillinu
fullkomlega eldaðar. Heimsókn-
irnar til ykkar ömmu þurftu allt-
af að enda og þá var alltaf erfitt
að kveðja. Myndin af ykkur
ömmu í dyragættinni að veifa á
eftir okkur systkinunum þegar
við renndum úr hlaði er brennd í
minni okkar, okkur þykir sú
mynd einstaklega dýrmæt og fal-
leg. Nú er kominn tími til að
kveðja þig elsku afi. Hvíldu í
friði.
Hjördís Ásta,
Jóhannes og Þórunn.
Bjarni Tómasson
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020
✝ Sigrún Hjart-ardóttir fædd-
ist 31. maí 1942.
Hún lést á heimili
sínu Hátúni 12,
Rvk. 30. mars
2020. Foreldrar
hennar voru þau
Hjörtur Jóhanns-
son, bóndi og síðar
vörubílstjóri í
Reykjavík, f. 1901,
d. 1996, og Guð-
mundína Guðmundsdóttir, hús-
freyja f. 1899, d. 1997. Systkini
Sigrúnar: 1) Einar Hafsteinn f.
1925, d. 1995, kvæntur Guð-
björgu Guðjónsdóttur, f. 1928,
d. 2013, 2) Unnur, f. 1928, gift
Jóhanni K. Guð-
mundssyni f. 1913,
d. 1998. 3) Oddur
Rúnar, f. 1931,
kvæntur Soffíu
Ágústsdóttur, f.
1935. Sigrún bjó
nánast alla tíð í
foreldrahúsum, en
við andlát foreldra
sinna fluttist hún
að Hátúni 12 í
Reykjavík og var
búsett þar til æviloka. Sigrún
var ógift og barnlaus.
Í ljósi aðstæðna fór útför
Sigrúnar fram í kyrrþey frá
Fossvogskapellu hinn 6. apríl
2020.
Nú hefur hún elsku Sigga föð-
ursystir mín lokið lífsgöngu sinni.
Lífið var henni oft erfitt þar
sem hún var fötluð frá fæðingu og
varð hún oft fyrir aðkasti. Sem
betur fer hefur það breyst til hins
betra og höfum við fullorðna fólkið
lært margt síðan þá og vitum að
við hefðum oft mátt sýna Siggu
meiri skilning á okkar yngri árum.
Húm missti mikið þegar amma
dó, enda var umhyggja hennar
fyrir Siggu mikil alla tíð og hennar
helsta áhyggjuefni var að Sigga
gleymdist ekki þegar hún félli frá.
Sigga átti heilmikið safn bóka
um ástir og örlög sem voru mjög
vinsælar á þeim tíma, það var
spennandi fyrir okkur yngri kyn-
slóðina að fá lánaða bók hjá
frænku og alltaf skrifaði hún nöfn
lántakenda í stílabókina sína og
minnti mann svo á að nú þyrfti að
fara að skila ef henni fannst vera
orðinn langur lánstíminn.
Henni þótti mjög gaman að
spila við okkur frændfólkið og
best var að hún ynni, því hún var
frekar tapsár blessunin.
Á sunnudagsmorgnum kl. 11
var messa í útvarpinu, þá var heil-
ög stund, hún var búin að skrifa
númerin á sálmunum og söng
með.
Sigga fór oft með foreldrum
sínum til ættingja vestur á Snæ-
fellsnes, en föðurbræður hennar
bjuggu á Þingvöllum og Helga-
felli. Voru þessar ferðir mikil upp-
lifun fyrir hana.
Sigga keypti sér sjónvarp strax
og sjónvarpssendingar hófust
1966. Það var fjölmenni í stofunni í
Stórholtinu þegar ríkissjónvarpið
sendi út fyrstu útsendinguna.
Eftir lát ömmu og afa fluttist
hún í Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni,
sem varð hennar gæfa. Þar leið
henni vel með heimilisfólki og
starfsfólki sem er einstakt og ber
virðingu fyrir íbúum, það sá ég og
ber að þakka.
Sigga var bráðskemmtileg, dá-
lítið stjórnsöm eins og hún á kyn
til, var húmoristi og átti til að
svara skemmtilega og hafði smit-
andi hlátur.
Hún kvartaði aldrei, var nægju-
söm og bað aldrei um neitt og þeg-
ar ég spurði „hvernig líður þér
Sigga mín“ svaraði hún alltaf
„bara vel“.
Við áttum dýrmætar stundir
saman. Hún gladdist þegar við
fórum í bíltúr, alltaf sama leiðin,
upp í kirkjugarð til að kanna hvort
nokkur væri kominn í leiðið henn-
ar, sem er við hliðina á ömmu og
afa, og á heimleiðinni keyptum við
ís. Eftir að hún var komin í hjóla-
stól var pantaður bíll frá ferða-
þjónustu fatlaðra og fórum við þá í
Smáralind og Kringluna, fengum
okkur að borða, keyptum glitrandi
hálsmen eða fallegan bol, dásam-
legar ferðir.
Sigga bauð fjölskyldunni allri
til veislu í Sjálfsbjargarhúsinu
þegar hún varð 75 ára. Hún var
svo fín og sæl þar sem hún horfði
yfir hópinn sem hún reyndi að
fylgjast með eins og hún gat. Nú í
seinni tíð átti hún erfiðara með
mál en við skildum hvor aðra, það
dugði, héldumst í hendur og hlóg-
um saman.
Þegar ég hugsa um Siggu
frænku hlýnar mér um hjartaræt-
ur, hún var sannkölluð hetja.
Ég sakna Siggu minnar, sem
kenndi mér svo margt.
Við leiðarlok kveð ég frænku
mína í hinsta sinn og kalla á eftir
henni eins og hún kallaði á eftir
mér, „farðu varlega, bið að heilsa“.
Margrét G. Einarsdóttir.
Ég á margar minningar um
Siggu frænku frá því í æsku.
Fyrstu minningarnar eru frá því
þegar ég kom í heimsókn til lang-
ömmu, langafa og Siggu í Stór-
holtinu.
Þangað var alltaf gott að koma.
Langamma Guðmundína söng við
bakstur í eldhúsinu. Hjörtur afi að
hlusta á fréttirnar og Sigga hafði
nægan tíma til að spila við litlu
frænku sína. Seinna flutti Sigga
tímabundið á heimili Unnar ömmu
og afa Jóa á Háteigsveginum. Ég
bjó líka hjá þeim.
Allt var í föstum skorðum og
reglusemi og öryggi aðalsmerki
heimilisins. Fiskur þrisvar í viku,
kótelettur á laugardögum og læri
eða hryggur á sunnudögum. Glað-
værð og spaug var þó ríkjandi. Jói
afi og Hjörtur bróðir mömmu
voru miklir stríðnispúkar. Mikið
var brallað og alltaf nóg að gera. Í
þá daga var alltaf verið að spila
borðspil og við Sigga spiluðum oft
ólsen ólsen, rússa eða manna. Ef
þrír voru við spilaborðið var spil-
aður Hornafjarðarmanni. Ef það
voru fjórir við spilaborðið þá var
það vist. Sigga var mikill lestrar-
hestur og við Sigga áttum sameig-
inlegt að lesa þær bækur sem við
höfðum áhuga á upp til agna.
Ekki var hægt að færa Siggu
betri gjöf en bók. Sigga hefði
sannarlega geta lagt Íslendingum
lið í keppninni sem er núna í sam-
félaginu sem er „Heimsmet í
lestri“ Einu sinni í viku fór Sigga í
strætó til Siggu vinkonu sinnar á
Langholtsveginum og ég fór
stundum með henni.
Hetjan hún Sigga með sína fötl-
un., lifði sínu lífi án þess að kvarta.
Um langan tíma vann hún í bók-
bandi. Hún gekk niður á Hlemm
og niður á Laugaveg.
Ég skynjaði það ekki þá hvað
hún var mikil hetja en vissulega
núna. Hún gekk í ýmis heimilis-
störf, vaskaði upp, þurrkaði af og
bakaði pönnukökur á laugardög-
um.
Þegar ég hugsa til Siggu finn
ég fyrst og fremst til aðdáunar.
Hún var mikill karakter, það var
heilmikið skap í henni, hún var þó
oftast glöð í bragði og hafði gaman
af að að hitta ættingja og vini.
Sigga tókst á við sína fötlun með
æðruleysi sem við gætum öll tekið
okkur til fyrirmyndar.
Ég ylja mér við minningarnar
og kveð þig, elsku Sigga. Hvíl þú í
friði.
Elísabet Axelsdóttir.
Ég á mér draum
um betra líf.
Ég á mér draum
um betri heim.
Þar sem allir eru virtir,
hver á sínum stað,
í sinni stétt og stöðu.
Þar sem allir eru mettir
gæðum sannleikans.
Þar sem allir fá að lifa
í réttlæti og friði.
Þar sem sjúkdómar,
áhyggjur og sorgir
eru ekki til.
Og dauðinn aðeins upphaf
að betri tíð.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Við þökkum samferðina og
notalegar stundir í gegnum árin.
Minning þín lifir hjá okkur um
ókomna tíð.
Ágúst og Elísabeth.
Sigrún
Hjartardóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ANNA G. STEPHENSEN EGILSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 53,
lést 8. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Egill Stephensen
Stefán Stephensen Guðrún K. Aðalsteinsdóttir
Íris Stephensen
Gunnlaugur Hans Stephensen
Aðalsteinn Stefán Stephensen
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ G.H. MARINÓSDÓTTIR,
textíllistakona og kennari,
Löngumýri 34, Akureyri,
lést á heimili sínu að morgni páskadags.
Rúnar Sigþórsson
Heiðar Þór Rúnarsson Birna Málmfríður Guðmund.
Oddur Már Rúnarsson Iona Morris
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR,
lést á Öldrunarheimilinu Hlíð 8. apríl.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey 16. apríl
sökum aðstæðna.
Svandís Gunnarsdóttir Einar Árnason
Ósk Ársælsdóttir Kjartan Heiðberg
Þorbjörg Ársælsdóttir Valdimar Sigurjónsson
Vigdís Sigrún Ársælsdóttir Kristján Ármannsson
Magnús Ársælsson Elísabet Arnoddsdóttir
Hreggviður Ársælsson Berglind Ingólfsdóttir
Ástkær móðir okkar tengdamóðir amma og
systir,
ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á
Akureyri föstudaginn 3. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Björn Ævar Sigurbergsson Aðalheiður Sigtryggsdóttir
Friðrik Þór Birgisson Elísabet Sigmundsdóttir
Valdimar Birgisson
barnabörn
systkini
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS LÍNDAL HAFLIÐADÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 8. apríl.
Í ljósi aðstæðna verður útförin aðeins fyrir
nánustu aðstandendur en minningarathöfn
verður haldin síðar.
Starfsfólki á Minni-Grund þökkum við kærleika og hlýju.
Hafliði Nielsen Skúlason Valdís Kristjánsdóttir
Snorri Már Skúlason
Svava Skúladóttir Ragnar J. Bogason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir,
GUÐNI MAGNÚS SVEINSSON,
Leirubakka 28, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 8. apríl.
Guðrún Gísladóttir
Guðgeir Magnússon Unnur Berg
Gísli Ragnarsson Guðbjörg Ósk Baldursdóttir
Kristín Lára Ragnarsdóttir Tómas Örn Stefánsson
og aðrir aðstandendur