Morgunblaðið - 14.04.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 14.04.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2020 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is PÁSKAPERLUR Vefuppboð nr. 475 Lýkur 15. apríl Jón Stefánsson vefuppboð á uppbod.is Úrval góðra verka Sigurbjörn Jónsson 40 ára Hólmar er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hann er lög- fræðingur og persónu- verndarfulltrúi hjá Landlækni og sinnir persónuverndaráðgjöf. Maki: Valgerður Hún- bogadóttir, f. 1983, lögfræðingur hjá Rauða krossinum. Börn: Huginn Örn, f. 2006, Herdís, f. 2013, og Edda, f. 2015. Foreldrar: Finnur Örn Marinósson, f. 1943, framreiðslumeistari, og Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, f. 1943, húsmóðir. Þau eru búsett á Akureyri. Hólmar Örn Finnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur verið til bóta að nálgast verkefni úr nýrri átt þegar gömlu aðferð- irnar eru hættar að duga. Treystu því að þú fáir þínu framgengt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Oft fer mikill tími í áhyggjur hjá þér, en taktu eftir að þær breyta engu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlutunum og dettur auðveldlega í dag- drauma. Þeir draumar eiga alveg rétt á sér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leystu eigin vandamál áður en þú skiptir þér af öðrum. Leitaðu frekar eftir samstarfi við aðra en samkeppni. Þú færð skemmtilega sendingu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Tekjumöguleikar leynast í skapandi hugmynd sem þú hefur lumað á um nokk- urt skeið. Hugur þinn stefnir til útlanda í nám í framtíðinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef ágreiningur rís upp meðal fjöl- skyldumeðlima þarf að komast að mála- miðlun. Allir ættu að hafa atkvæðisrétt. Ná- grannar koma á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það verður lokauppgjör í fjölskyldunni – flækjur leysast fyrr en varir. Komdu þér út í náttúruna og borðaðu hollara en þú hefur gert síðustu vikur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki er gott að átta sig á því hvar landið liggur í samskiptum við yfir- mennina núna. Allir heimilismeðlimir ættu að sinna þrifum, ekki bara sumir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Notaðu keppnis- skapið til að reka þig áfram í útivistinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur átt í ákveðnum erfið- leikum sem nú eru að baki. Makinn er eitt- hvað afbrýðisamur, reyndu að finna út af hverju það stafar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að gefa þér tíma til þess að gaumgæfa fjármálin, þótt ekki væri nema til þess að tryggja að engar misfellur séu fyrir hendi. Ný sambönd verkja spennu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reynið að fegra í kringum ykkur því þægilegt umhverfi hvetur til betri vinnu- bragða og góðra afkasta. varð formaður félagsins 2010. Báran stéttarfélag er félag verkafólks í mörgum starfsgreinum og nær fé- lagssvæðið yfir Árnessýslu utan Ölf- uss og eru félagsmenn tæplega 4.000 talsins. Skrifstofa Bárunnar er á Selfossi. „Báran er öflugt og vaxandi stétt- arfélag. Ég hugsaði mig ekkert um þegar ég var beðin um að bjóða mig fram til formanns heldur sagði ég strax já og hef ekkert séð eftir því. Þetta er rosalega skemmtilegt, ögr- andi og fjölbreytt starf. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað það er viðamikið en það er bara skemmti- legra fyrir vikið. Það er alltaf eitt- hvað nýtt að gerast og allt nýtt finnst mér spennandi. Verkefnin eru mörg, vinnan við kjarasamninga tekur mikinn tíma og er stór partur af verkefnum stéttarfélaganna. Maður kynnist mörgum og fólk sem starfar í verkalýðshreyfingunni er almennt gott fólk.“ H alldóra Sigríður Sveinsdóttir er fædd 14. apríl 1960 í Reykjavík en ólst upp í Þorlákshöfn. „Það var gott að alast upp í Þorlákshöfn,“ segir Halldóra. „Þar var mikil vinna og lífsbaráttan nokkuð hörð á þess- um tíma. Samfélagið var að byggjast upp með duglegu, áræðnu og ósér- hlífnu fólki. Við krakkarnir vorum mikið á ferðinni þar sem eitthvert líf var, í bátunum, fiskhúsunum og fengum að vinna með fólkinu þegar við gátum staðið í lappirnar. Við byrjuðum að vinna strax eftir skóla 12 ára. Ég var aldrei send í sveit. Það vantaði í uppeldið hjá mér en mað- urinn minn er úr sveit svo ég náði mér í sveitastrák í staðinn. Ég fór samt í heyskap í Selvogi en þar átti móðuramma mín kot þar sem hún var á sumrin.“ Halldóra hefur alltaf búið í Þorlákshöfn fyrir utan smá- tíma í Reykjavík þegar hún var í námi. „Ég hef aldrei viljað búa ann- ars staðar en í Þorlákshöfn.“ Halldóra gekk í Barna- og ungl- ingaskóla Þorlákshafnar, Héraðs- skólann í Skógum, Verzlunarskóla Íslands, hún hefur stundað nám við Háskóla Íslands og Akureyri auk ótal námskeiða af ýmsum toga. Öflugt stéttarfélag Halldóra hefur unnið við fisk- vinnslu, verslunarstörf og skrif- stofustörf. Hún vann hjá Glettingi hf. í Þorlákshöfn bæði við fisk- vinnslu og skrifstofustörf, reiknaði út laun sjómanna á daginn og gerði að fiskinum þeirra á kvöldin og um helgar. „Á þeim árum voru allar hendur vel þegnar og störfuðu um 250-300 manns hjá fyrirtækinu bæði á sjó og í landi.“ Halldóra stofnaði ásamt vinkonu sinni verslunina Kerlingakot í Þorlákshöfn. „Þar voru haldin námskeið og höndlað með ýmsar gagnlegar og ógagnlegar vörur á árunum 1995-2002. Heim- ilisleg verslun þar sem hægt var að hitta fólk og spá í allt það sem skipti máli í samfélaginu.“ Halldóra byrjaði að vinna hjá Bár- unni, stéttarfélagi síðla árs 2002 og Halldóra situr í framkvæmda- stjórn Starfsgreinasambands Ís- lands, miðstjórn ASÍ auk ýmissa nefnda og ráða sem tengjast verka- lýðshreyfingunni. Halldóra hefur setið í skólanefnd og félagsmála- nefnd í Ölfusi. Ósnortnir staðir í náttúrunni Áhugamál Halldóru eru að stórum hluta allt sem tengist vinnandi fólki, pólitík, sakamálasögur og göngu- ferðir. „Íslensk náttúra er eitthvað það stórkostlegasta sem hægt er að leyfa sér að skoða og njóta. Ósnortn- ir staðir eru eitthvað það albesta sem ég veit. Móðir mín var alin upp í Selvogi og togar sá staður alltaf í mig og þeir staðir sem friður og ró ríkir og hægt er að njóta fugla, sela og sjávar. Ein besta ferðin, hreint ógleymanleg, sem við hjónin höfum farið í er norður á Strandir síðast- liðið sumar í fimm daga ferð í 4-10 stiga hita.“ Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags – 60 ára Stórfjölskyldan Halldóra og Hörður á heimili sínu í Þorlákshöfn fyrir stuttu sásamt dætrum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Á myndina vantar Kristin Hlífar. Ögrandi og fjölbreytilegt starf Í Djúpuvík Halldóra í sínum týpísku gönguferðum meðfram sjónum. 30 ára Þorgeir er Vestmanneyingur, fæddur þar og upp- alinn. Hann er háseti á Herjólfi. Maki: Elín Inga Hall- dórsdóttir, f. 1990, verslunarstjóri Icewear í Eyjum. Dóttir: Hildur Þorgeirsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Anna Davíðsdóttir, f. 1955, sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Suður- lands í Vestmannaeyjum, og Friðgeir Þorgeirsson, f. 1956, sundlaugar- vörður. Þau eru búsett í Vestmanna- eyjum. Þorgeir Þór Friðgeirsson Til hamingju með daginn Vestmannaeyjar Hildur Þorgeirs- dóttir fæddist 24. ágúst 2019. Hún vó 3.650 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Þorgeir Þór Friðgeirsson og Elín Inga Halldórsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.