Morgunblaðið - 07.04.2020, Page 6

Morgunblaðið - 07.04.2020, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is S igríður Jónsdóttir, fjármála- stjóri Slippsins á Akureyri, hefur séð tímana tvenna á þeim tíma sem hún hefur komið að starfseminni, en hún hóf störf hjá Slippstöðinni árið 1998 og störfuðu þá um 150 hjá því fyrirtæki. Hún hafði aðeins starfað hjá fyrir- tækinu í stuttan tíma þegar það undir lok ársins 1999 sameinaðist Stál- smiðjunni og Kælismiðjunni frosti undir nafninu Stáltak, sem varð við sameininguna stærsta málmiðnaðar- fyrirtæki landsins. Hið sameinaða félag var með um tveggja milljarða veltu árið 2000 og tæplega 300 starfsmenn, en það leið ekki langur tími þar til fór að bera á erfiðum rekstri. Í september 2001 óskaði Stáltak eftir greiðslustöðvun en þá hafði starfsmönnum fækkað í 180 og nam tap á fyrsta árshelmingi 167 milljónum króna. Það var síðan í mars 2002 sem atkvæðismenn sam- þykktu nauðungasamninga. „Þetta stóð bara yfir í um tvö ár. Þá var hver framkvæmdastjórinn á fæt- ur öðrum sem rann hér í gegn. Síðan var þessu aftur sundrað og þá varð þetta aftur Slippstöðin og hvert fyrir- tæki aftur starfandi fyrir sig,“ segir Sigríður. Var þá rekstur Slippstöðvarinnar hafinn á ný undir eigin merkjum en það það átti ekki eftir að endast lengi og fór Slippstöðin í þrot árið 2005. „Þá vorum við búin að vera í verkefnum í kringum Kárahnjúkavirkjun sem fór dálítið illa með okkur,“ segir Sigríður. En upphaf erfiðleika Slippstöðvar- innar mátti rekja til ýmissa fjárhags- legra vandamála sem fyrirtækið lenti í þegar það vann við samsetningu á þrýstipípum í aðfallsgöngum Kára- hnjúkavirkjunar. Slippstöðin var und- irverktaki hins þýska fyrirtækis DSB Stalbau sem gerði kröfu í þrotabú Slippstöðvarinnar, þó að hún hafi ekki verið tekin fyrir þegar búið var gert upp. Mikið verk að endurreisa starfsemina „Í kjölfarið var fyrirtækið endurreist af einstaklingum og fyrirtækjum sem voru tengd Slippstöðinni og þá varð til Slippurinn Akureyri útskýrir fjár- málastjórinn. Það fyrirtæki einbeitti sér að kjarnastarfsemi Slippstöðvar- innar sem fólst í viðhaldi og endur- bótum á skipum og bátum og síðan ýmissi vinnu fyrir stóriðjur, virkjanir og fleiri landverkefni. „Þá var reynt að hafa þetta eins lítið og hægt var, byrjuðum um 40 starfsmenn sem allir höfðu unnið hjá Slippstöðinni og reyndum að vera eins fá og við mögu- lega gátum. Síðan hefur þetta bara vaxið og við erum komin í sama fjölda og þegar ég byrjaði eða í kringum 150.“ Spurð hvort ekki hafi verið mikið verk að endurreis starfsemina í kjöl- far falls Slippstöðvarinnar, svarar Sigríður því játandi. „Tveir fyrrver- andi starfsmenn Slippstöðvarinnar sem höfðu mikla reynslu reistu þetta við ásamt fyrirtækjum á svæðinu og fengu í lið með sér vana og góða starfsmenn sem allir höfðu starfað í Slippstöðinni áður og sumir hverjir jafnvel alla sína starfsævi. Mörg verkefni að undanförnu Hún segir það hafa skipt Akureyringa miklu máli að starfseminni hafi verið komið á laggirnar á nýjan leik. „Þetta eru mest Akureyringar [sem starfa hjá fyrirtækinu] og margir sem hafa átt mjög langa starfsævi hér, þetta hafa verið mjög tryggir starfsmenn í gegnum tíðian. Þó það sé orðin ein- hver breyting á starfsaldri, og ég finn að það er að verða ákveðin kynslóða- skipti.“ Eðli verkefnanna hafa einn- ig breyst með tímanum að sögn Sig- ríðar. „Þetta voru mun fleiri minni bátar, meðal annars fleiri trébátar sem komu á vorin í klössun, fastir viðskiptavinir. Nú eru þetta fleiri plastbátar að sinna þessum veiðum og til okkar koma þá stærri skip og reyndar hvalaskoðunarbátarnir líka. Einnig erum við að hanna, smíða og setja upp vinnsludekk fyr- ir útgerðarfyrirtæki úti um allan heim, það er orðinn stór hluti af Slippnum og hefur vöxturinn verið mjög mikill á undaförnum árum. Síðan var DNG keypt árið 2007 og framleiðum við nú færavindur undir merkjum þeirra.“ Mörg verkefni er snúa að því að koma fyrir vinnslulínum í skipum hafa verið undanfarið hjá Slippnum Akureyri og hefur fyrirtækið meðal annars þjónustað ný skip Bergs- Hugins, dótturfélags Síldarvinnsl- unnar, Vestmannaey VE og Bergey VE. Auk þess var unnið að millidekki Harðbaks EA, nýs skips Útgerðar- félags Akureyringa. Það eru þó ekki bara innlend skip sem sækja þjón- ustu Slippsins að sögn Sigríðar sem bendir á að einnigkoma verkefni frá útlöndum, meðal annars frá Græn- landi, Rússlandi, Kanada og Þýska- landi. „Þetta fyrirtæki hefur alltaf gengið vel, að undanteknu einu eða tveimur árum. […] Þetta er stærsti og best búni slippurinn á landinu og sú þjón- usta sem við veitum er fyrsta flokks,“ segir hún. Fjölga þurfi iðnmenntuðum á vinnumarkaði Sigríður segir aðalmáli skipta að hafa trygga og góða starfsmenn með mikla reynslu og að fyrirtækið hafi verið lánsamt að búa yfir slíkum ein- staklingum. Hins vegar er viðvarandi vandi að skortur sé á iðnmenntuðu fólki í landinu. „Það hefur verið þann- ig ástandið að það er sjaldgæft að það komi iðnmenntaður einstaklingur til þess að biðja um vinnu. Það er miklu frekar þannig að það þurfi að leita að þeim, þannig að það er mikilvægt að halda í góða starfsmenn.“ Þá hefur Slippurinn unnið mark- visst að því að fjölga iðnmenntuðu fólki, bætir hún við. „Við erum með nema á hverju ári hérna af véltækni- sviði Verkmenntaskólans á Akureyri. Hjálpum þannig til við það að fjölga þeim. Við erum alltaf með þó nokkuð marga nema, milli tíu og tuttugu. Greiðum fyrir þá sveinsprófið og með þessu getum við styrkt stöðu okkar með því að fá fleiri iðnaðarmenn og um leið sveitarfélagið og Eyjafjarðar- svæðið. Það skiptir okkur miklu máli að hafa öfluga iðnaðarmenn.“ Hvetur fjármálastjórinn fleiri fyrirtæki til þess að gera sitt ýtrasta til þess að fjölga fólki á vinnumarkaði með iðnmenntun, en segir að meira þurfi til. „Það er alveg greinilegt að það þarf að fara að gera eitthvað til þess að styðja við iðnmenntun. Það er alltaf verið að ræða um það en það þarf virkilega að fara að grípa til að- gerða sem fjölga iðnmenntuðu fólki.“ Starfsmennirnir skipta mestu máli Fyrirrennarar Slippsins á Akureyri fóru í gegnum mikinn ólgusjó áður en starfsemin var endur- reist árið 2005 á grunni Slippstöðvarinnar og geta Akureyringar nú státað af stærsta og best búna slipp á landinu. Sigríður Jónsdóttir, fjármálastjóri Slippsins Akureyri, segir það hafa skipt Akureyringa miklu máli að starfseminni var komið á lagg- irnar eftir fall Slippstöðvarinnar. Umfangsmikil starfsemi er viðhöfð á athafnasvæði Slippsins Akureyri. Vinna við stærri skip hefur sett svip á starfsemina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.