Morgunblaðið - 07.04.2020, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
V
ið erum alþjóðlegt fyrirtæki
og erum að veita heildar-
lausnir fyrir fiskiðnaðinn
sem er ótrúlega spennandi
iðnaður sem er sífellt að færast í
átt að meiri sjálfvirknivæðingu. Ég
sé fyrir mér að við munum stíga
hröð skref núna eftir að fyrstu ró-
bótalausnirnar eru komnar í góða
keyrslu hjá mörgum framleið-
endum. Maður sér alltaf hvernig
markaðurinn þróast, þetta fer
hægt af stað en svo allt í einu tek-
ur hann kipp,“ segir Guðbjörg
Heiða Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fiskiðnaðarsviðs hjá
Marel.
Hún segir að eftir að FleXicut-
lausn Marel kom á markað fyrir
um fimm árum hafi farið af stað
hröð þróun í sérhæfðum skurði eft-
ir pöntunum. Jafnframt eykst sí-
fellt eftirspurn eftir auknum rekj-
anleika afurða sem tryggja aukin
gæði. Hvað gæði varðar telur Guð-
björg hvítfiskinn eiga eftir að
marka sér skýrari spor sem há-
gæðavara. „Þetta er náttúrlega
dásamlegt hráefni,“ segir hún og
vísar til þess hvernig laxinn hefur
orðið alþjóðlega viðurkennd há-
gæðavara.
Þá er ástandið sem skapast hef-
ur vegna útbreiðslu kórónuveir-
unnar líklegt til þess að ýta enn
frekar undir þessa þróun að mati
Guðbjargar. „Þeir sem þegar eru
búnir að stíga með tærnar út í
þetta sjá hvaða tækifæri felast í ró-
bótunum og hugbúnaðinum munu
vilja taka þetta áfram.“
Kallar á sveigjanleika
Ljóst er að þeir aðilar sem hafa
lagt áherslu á vinnslu ferskra af-
urða til útflutnings eru að ganga í
gegnum erfiðleika, en þær afurðir
hafa af mikið ratað í veitingageir-
ann og hafa aðgerðir stjórnvalda í
Evrópu og Bandaríkjunum leitt til
þess að veitingahús og hótel hafa
lokað dyrum. Auk þess hafa stórar
verslunarkeðjur í Bretlandi eins og
Tesco og Sainsbury‘s í Bretlandi
lokað fiskborðum sínum og hefur
uppboðsmarkaði fyrir fisk í
Grimsby einnig verið einnig verið
lokað.
Guðbjörg segir þessa þróun lík-
lega til þess að hvetja fyrirtæki,
sem hafa einblínt á framleiðslu
ferskra afurða, til þess að sækjast
eftir auknum sveigjanleika sem
Ástandið til þess fallið að auka
áherslur vinnslna á sveigjanleika
Nýr framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel telur
sjálfvirknivæðinguna fá byr undir báða vængi á
komandi misserum. Samhliða eru mikil tækifæri á
þeim mörkuðum sem ekki eru komnir á það stig,
að sögn hennar.
Morgunblaðið/Eggert
„Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er að verða
mjög öflugt og klárlega þarf að styðja við frekari
nýsköpun, það græða allir á aukinni þekkingu.“
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T