Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 16

Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í slenskar sjávarafurðir hafa sótt á jafnt og þétt í Suð-Austur Asíu og munar ekki síst um framlag Icelandic Asia, sem í dag er dótturfélag Brims. Agnes Guðmundsdóttir er markaðs- og innkaupastjóri Icelandic Asia, auk þess að vera formaður Félags kvenna í sjávarútvegi og segir hún að undanfarin ár hafi þróunin ver- ið hröð, og þá ekki síst á Kína- markaði. Icelandic Asia er með fimmtán manns að störfum í Japan og níu í Kína og stýrir þaðan sölustarfi sem spannar alla Asíu, í góðu samstarfi við framleiðendur og dreifingaraðila á Íslandi. „Stærsta breytingin á neyt- endamarkaði í þessum heimshluta er að millistéttin er að stækka og samhliða því eru neytendur að gera vaxandi kröfur um gott fram- boð af heilnæmri matvöru,“ út- skýrir Agnes. „Erum við núna að skoða með hvaða hætti við getum styrkt stöðu okkar enn frekar á lykilmörkuðum eins og Japan og Kína og færast frá því að vera söludrifin yfir í að vera meira markaðsdrifin og komast nær neytandanum frekar en að hrær- ast fyrst og fremst í heildsölu.“ Heilluð af Íslandi Er Agnes ekki í nokkrum vafa um að með úthugsuðu markaðsstarfi, þar sem eignleikum íslensk fisks er hampað og neytandinn fræddur um sjálfbærni íslenskra fiskveiða og sérstöðu þessarar hreinu, hollu og náttúrulegu vöru, megi gera enn betur og á íslenskur sjávar- útvegur ekki síst mikið inni t.d. á Kínamarkaði. „Almenningur í Jap- an og Kína er mjög hrifinn af Ís- landi og tengir landið við hreina náttúrufegurð norðurslóða, og sést áhugi þeirra á landinu m.a. á því hvað komum kínverskra ferða- manna til Íslands hefur fjölgað ört. Einnig hafa aðrar íslenskar afurðir í Japan verið að gera vel eins og lambakjötið og svo er skyrið að koma sterkt inn núna.“ Að mati Agnesar er töluvert svigrúm fyrir íslenskan fisk að sækja á í Japan en önnur As- íulönd horfa mikið til kauphegð- unar þeirra þar eð Japanir þykja mjög kröfuharðir á gæði. Kín- verska hagkerfið hefur hins vegar vaxið með ógnarhraða undanfarin ár og áratugi og þar eiga sér stað örar breytingar bæði á efnahag al- mennings og mataræði, en Agnes undirstrikar að laga þurfi vöru- framboðið að smekk heimamanna og yrði t.d. seint líklegt til árang- urs að ætla að gera Kínverjum að borða soðna ýsu með kartöflum og smjöri, eða japönum að elda plokkfisk á rammíslenska vísu. „Í Japan sjáum við mikla breytingu í átt frá heilum fiski yfir í tilbúna fiskrétti, en japanskir og kín- verskir kaupendur eru einkum að sækjast eftir feitari fisktegundum eins og makríl, loðnu, síld, karfa og grálúðu en t.d. þorskurinn er enn ekki mjög sterk vara á þess- um slóðum. Reynum við samt jafnt og þétt að koma nýjum tegundum inn í sjónsvið neyt- enda.“ Þriggja áratuga uppbygging Agnes segir mikla ánægju með gæði íslenskra sjávarafurða í Asíu og eykst salan jafnt og þétt. „Suður-Kórea og Taívan hafa einn- ig verið öflugir markaðir samhliða stærstu mörkuðunum okkar sem eru Japan og Kína, en við erum ávallt að horfa til nýrra markaða eins og Taílands, Malasíu og Indónesíu,“ segir hún. „Er gaman að nefna að ágætlega gengur að byggja upp í Kína markað fyrir ýmsar aukaafurðir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, s.s. hausa og hryggi, sem nýtast vel í kín- verskri matargerð. Í um 30 ár höf- um við byggt upp gott orðspor fyr- ir íslenskan fisk í Asíu og er Icelandic Asia orðið sterkt vöru- merki sem þekkt er fyri gæði og úrvals þjónustu.“ Spurð að hvaða marki kórónu- veirufaraldurinn kunni að setja strik í reikninginn segir Agnes að eðlilega sé mikil óvissa um fram- haldið. Dregið hefur úr pöntunum en sölumenn Icelandic Asia leyfa sér að vera vongóðir. „Eins og við er að búast hefur orðið samdráttur í sölu til hótela og veitingastaða og þýðir það að við verðum að færa okkur meira inn í matvörubúð- irnar, og þá ekki síst að skoða möguleika í sölu sjávarafurða í gegnum netverslanir.“ Gaman væri ef beint flug yrði að veruleika Eitt má telja nokkuð víst, og það er að kínversk flugfélög muni blása af áætlanir sínar um að bjóða upp á beint eða hálf-beint flug til Ís- lands. Ætlaði Juneyao Air að hefja flug á vordögum frá Íslandi til Kína með viðkomu í Helsinki, og var vonast til að fleiri kínversk flugfélög myndu fylgja í kjölfarið. Eygðu framleiðendur möguleika á að nota nýjar flugtengingar til að sækja inn á Kínamarkað með kældan fisk en í dag er nær ein- göngu einfrystur íslenskur fiskur seldur á þessu markaðssvæði. „Ég hef mikla trú á frysta fiskinum enda hágæðavara, en að því sögðu þá væri það að opna íslenskum framleiðendum leið inn á mjög spennandi markaði fyrir kældan fisk ef einn góðan veðurdag yrði í boði bein flugtenging við borgir á borð við Sjanghæ eða Tókýó.“ Íslenskur fiskur á mikið inni í Asíu Asíulöndin horfa til kauphegðunar Japana enda eru þeir þekktir fyrir að gera miklar kröf- ur um gæði. Kínamark- aður hefur vaxið með ógnarhraða og neyt- endur þar vilja hollan og góðan mat. Morgunblaðið/RAX Mynd úr safni af löndun í Ólafsvík. Leitt er að væntanlega verður ekki af beinum flugtengingum til Asíu í bráð, en með því hefðu mögulega skapast ný sölutækifæri. Morgunblaðið/Eggert „Japanskir og kínverskir kaupendur eru einkum að sækjast eftir feitari fisktegundum eins og makríl, loðnu, síld, karfa og grálúðu en t.d. þorskurinn er enn ekki mjög sterk vara á þessum slóðum,“ segir Agnes Guðmundsdótir. Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað 2013 og er í dag orðið að stórum félagsskap kvenna með fjölbreyttan bakgrunn og ólíkar tengingar við greinina. Agnes var kjörin formaður KIS 2018 og segir hún einkar ánægjulegt hve vel starfið hefur gengið. „Þetta er uppbyggjandi og skemmtilegur félagsskapur þar sem konum gefst kostur á að miðla þekkingu, heimsækja fyrirtæki og kynnast því sem er efst á baugi í sjávarútveginum hverju sinni,“ útskýrir hún og bætir við að síðustu misseri hafi félagsmeðlimum fjölgað hratt. Eins og lesendur þekkja var það lengi raunin að konur voru lítt áberandi í íslenskum sjávar- útvegi, nema þá helst í vinnslu- störfum. Hafa kynjahlutföllin breyst hægt og bítandi og þegar svipast er um innan greinarinnar í dag má sjá að víða má finna konur ofarlega í skipuritum sjávarútvegsfyrirtækja. Agnes segir þetta m.a. koma til vegna viðhorfsbreytingar hjá kynsystr- um hennar sem sjáist m.a. á því hve áhugasamar ungar konur eru um nám í sjávarútvegs- tengdum greinum. „Þær hafa komið auga á hvað sjávar- útvegur er áhugaverður starfs- vettvangur og atvinnutækifærin góð, og nýtur greinin í dag góðs af starfskröftum fjölda snjallra kvenna sem eru hreint út sagt rosalega flottar.“ Agnesi þykir ekki síst ánægju- legt þegar konur með menntun og reynslu af öðrum sviðum koma inn í greinina. Á það við um Agnesi sjálfa að hún lauk listrænu stjórnunarnámi frá er- lendum háskóla en fann mennt- un sinni farveg í sjávarútveg- inum. „Það er magnað að sjá hvað konurnar í KIS mynda fjöl- breyttan hóp og spannar þekk- ing þeirra og störf allt frá veið- um og vinnslu yfir í fjármál og nýjustu tækni, og bera allar hag íslensks sjávarútvegs fyrir brjósti.“ Fjölbreyttur og öflugur hópur snjallra kvenna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.