Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 5
hvílir á læknunum, að þeir gefi
ekki fólki „recept" upp á alkohol
í einhverri mynd sem lyf við sjúk-
dómum, því að fyrst og fremst
er það í hér um bil öllum tilfell-
um skaðlegt lyf, og í öðru lagi gét-
ur það hæglega leitt til drykkju-
skapar. Og það er áreiðanlegt, að
margir hafa leiðst inn á drykkju-
mahnsbrautina með þeim hætti
og ekki átt afturkvæmt þaðan.
Það er auðséð, að hér sem annars
staðar er það fávizkan, sem er
aðal-iv’arnargarður B'accusar, en
með vaxandi menningu og þroska
hlýtur hann að falla og þá er stig-
ið stórt spor í áttina að útrýmingu
alkohols, eiturvökvans, sem allt
frá því að sögur hófust, hefir haft
svo miklar og geigvæniegar af-
leiðingar fyrir einstaklinga og
heilar þjóðir.
K. Trijggvason.
Frá Sambandsþinginu
Fyrsta ársþing Sambands bind-
indisfélaga í skólum íslands var
haidið í Reykjavík, dagana 24. og
25. nóv. síðastliðinn. Voru þar
mættir fulltrúar frá 6 félögum,
en í Sambandinu eru alls 10 fé-
lög. Gátu hin ekki sent fulltrúa,
því þau eru starfandi við skóla
úti álandi. Meðlimatala félaganna
samanlögð mun vera ca. 600.
Sambandið var stofnað seint á
síðastiiðnum vetri. Er því eigi á-
stæða til að ætla, að mikil störf
liggi eftir það — á svo stuttum
tíma. En verkefni þess er bæði
stórt og margþætt. Drykkjuskap-
urinn hefir farið dagvaxandi upp
á síðkastið, og þó einkum meðal
æskulýðsins. Starf Sambandsins
er í því fólgið, að fylkja þeim
hluta æskumannanna, sem enn
hefir ekki látið leiðast út á svall-
götur áfengisnautnarinnar til
sameiginlegra varna gegn hætt-
unni, og sameiginlegrar baráttu
gegn því, að fá hina til að láta
H VÖT
af villu sinni og gerast bindindis-
menn. — Seinasta Alþingi skildi
þessa þörf. Það veitti Sambandinu
2500 króna styrk til starfsemi
sinnar. Ef þessi styrkuf héfði eigi
fengizt, hefði því verið lítt kleift
að vinna málefni sínu nokkurt
verulegt gagn.
Það sem mestu skiftir í upphafi
hvers félagsskapar er, að honum
séu markaðar þær starfsaðferðir,
sem leiði af sér tilætlaðan árang-
ur. Má því segja með réttu, að
fyrir þessu fyrsta ársþingi Sam-
bandsins hafi legið mikið og á-
byrgðarríkt verk, þar sem það
átti að ákveða um starf Sam-
bandsins nú fyrst um sinn.
Það virðist þvi ekki úr vegi, að
í þessu fyrsta blaði, sem gefið er
út af Sambandinu, sé minnst á
þau drÖg, sem ársþingið lagði að
framtíðarstarfi þess. En það eru
tillögur þær, sem þar voru sam-
þykktar og sambandsstjórninni
var falið að framkvæma.
Til þess að gera þingstörfin
umfangsminni, voru fyrri daginn
kosnar þrjár nefndir til að gera
tiliögur um helztu atriðin í fram-
tíðarstarfi Sambandsins. — Það
sem nefndirnar voru sérstaklega
kjörnar til að athuga, var blaða-
útgáfa Sambandsins, útbreiðslu-
starfsemi þess og útvegun á
fræðslukvikmyndum um skaðsemi
áfengis. Verður þá fyrst vikið að
tillögum nefndanna.
Tillögur blaðnefndar voru þær,
að Sambandið gæfi út blað á kom-
andi starfsári, og það oftar en
einu sinni, ef æskilegt þætti. —
Stjórn Sambandsins var falið að
sjá um blaðið. Enn fremur, að
stjórnin útvegaði, ef fjárhagsá-
stæður leyfðu, góðar bækur um
bindindismál og dreifði þeim út
á meðai félaganna, og kæmi því
til leiðar, ef hægt væri, að slíkar
bækur yrðu þýddar á íslenzku. Til-
lögur þessar voru samþykktar.
Tillögur útbreiðslunefndar voru
þær, að stjórninni væri falið að
5
sjá um, að haldnir yrðu almenn-
ir umræðufundir um bindindis-
mál fyrir skólafólk, þar sem hægt
væri að kohia því við. Stjórninni
væri heimilað að ráða menn til
að ferðast milli skólanna og halda
fyrirlestra um bindindismál.
Skora á kennslumálaráðherra, að
hlutast til um, að þegar verði tek-
in upp bindindisfræðsla í skólum
landsins, annaðhvort sem sér-
grein, ellegar í sambandi við hiil-
ar ýmsu námsgreinar, þar sem
hægt er að koma því við. Enn
fremur, að veita þeim mönnum,
að öðru jöfriu, kennaraembætti
við skóla ríkisins, sem eru bind-
indismerin. Tillögur þesSar voru
samþykktar.
Till. kvikmyndanefndar voru
þær, að fela stjórninni að leita
upplýsinga um, hvað fáanlegt
mundi af kvikmyndum og skugga-
myndum, sem fræðahdi væru um
áfengismál. Áð þeim upplýsingum
fengnum, útvegaði stjórnin slík-
ar myndir og lánaði skólunum
þær ókeypis tii sýninglar fyrir
nemendur. Enn fremur, að leita
samvinnu við þá nefnd, sem ann-
ast um útvegun skólakvikmynda
fyrir fræðslumálastjórn, um út-
vegun slíkra mynda, sem sýndar
vrðu nemendum skólanna. Tillög-
ur þessar voru samþykktar.
Auk þessarra tillagna, er fram
komu frá nefndum, komu margar
aðrar tillögur, sem hlutu sam-
þykki. Verður hér getið þeirra
helztu:
Fela sambandsstjórninni að
koma á námsskeiðum í bindindis-
fræðslu, helzt í sambandi við skól-
ana, og þá til að byrja með hér í
Reykjavík. Var stjórninni í því
sambandi falið að leita eftir sam-
starfi við ungmenna.félög og ann-
an bindindissinnaðan félagsskap,
til að taka þátt í framkvæmd
slíkra námsskeiða. Feia stjórn-
inni að hlutast til um, að efnt
verði til sérstakrar útbreiðsluviku
á þessum vetri. Fela stjórninni