Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 3
H VÖT
3
stundum, svo nemendur hans sjái
til. —
Ríkið ætti að krefjast þess af
öllum starfsmönnum sínum, að
þeir hefðu ekki áfengi um hönd.
Því vínmönnum er ekki hægt að
treysta fyllilega; þeir geta brugð-
ist, þegar minnst varir.
Vér íslendingar höfum mátt
sjá marga af okkar beztu mönn-
um falla í valinn vegna áfengis-
nautnar. Vér verðum að byggja
fyrir það, eins og vér getum,
að slíkt endurtaki sig oftlega
fyrir augum vorum. Baccus mun
aldrei flytja þjóð vorri ham-
ingju. Hann mun alltaf vera
steinn í götu, allra sannra þjóð-
ar þrifa.
Sambandið hefir nú yfir tölu-
verðu fé að ráða. Síðasta Alþingi
veitti því 2500 kr. styrk til efl-
ingar bindindisfræðslu í landinu.
Vil eg þakka þingmönnum það
traust, sem þeir sýndu Samband-
inu, þá alveg óreyndu. Og eg vona,
að Sambandið hafi sýnt og sýni,
að það var þess trausts maklegt.
Brynleifur Tobiasson kennari
á Akureyri hefir umsjón með
þeim styrk, sem ríkið veitir til
bindindisfræðslu í skólum áþessu
ári. Hann hefir.veitt Sambandinu
af fé þessu 600 kr. Eg vil nota
tækifærið, og þakka honum fyr-
ir hönd Sambandsstjórnarinnar,
fyrir fé þetta. Hann hefir sýnt
með þessu, að hann ber hlýjan
hug til Sambandsins og væntir
góðs af starfsemi þess í framtíð-
inni.
Verkefnin eru mörg fyrir hönd-
um. Aldrei hefir verið drukkið
eins mikið hér á landi og aldrei
hefir verið meiri þörf á ungum
og efnilegum mönnum til að
vinna fyrir bindindi. Sérhver
hugsandi ungur maður hlýtur að
finna hvöt hjá sér, til að vinna
fyrir þessi mál. Það þarf að
breyta almenningsálitinu, bind-
indisstefnunni í hag. Það þarf að
gera æskulýðinn bindindissaman.
En það verður aldrei gert nema
með fræðslu, uppeldi. — Að því
vill Samband bindindisfélaganna
vinna. Og eg veit, að hugur
margra manna mun fylgja því
með einlægum árnaðaróskum, er
það leggur nú á örðugasta hjall-
an, út í baráttuna fyrir tilveru
sinni.
Helgi Scheving.
Bindindi og æska.
Bernska, hugljúfa bernska!
Margar minningar eru tengdar
við þig, nokkrar sárar, en flestar
bjartar. Gæti maðurinn nokkru
sinni verið sæll á þessari jörð, þá
er hann það, þegar hann er'barn.
Barnið hefir engar áhyggjur.
Það lifir fyrir líðandi stund. Það
þekkir ekki dægurþras eða á-
hyggjur þær, er fylgja barátt-
unni fyrir afkomunni. Það er
eins og blómið, brosir þegar sól-
in skín, en grætur, þegar rignir.
Það gleður aðra með því einu að
vera til. Hver, sem sér, heilbrigt,
saklaust barn, hlýtur að finna til
lotningar og aðdáunar. Og þá
kemur ósjálfrátt ráðgátan mikla
fram í hugann. Getur það verið,
að eftir nokkra áratugi verði
betta barn ekki lengur til, verði
horfið í haf óendanleikans, ef til
vill án þess að nokkur störf liggi
eftir það? Og svarið hlýtur að
verða: Nei, þeð getur ekki átt
sér stað. Lífið væri þá hörmu-
lega óréttlátt og tilveran öll sem
út í bláinn. — Litla, daklausa
barn, þú brosir, og í augum þín-
um liómar sakleysi og trúnaðar-
traust. Engar alvarlegar spurn-
ingar, engar efasemdir varpa
skugga á hreina sál þína. Þú
þekkir ekki ennþá daglegar á- •
hyggjur, pabb|i og mamma siá
um það. Þú ert enn í paradís.
„Dit Paradis var kun da du var
Iille“, segir danska skáldið,
Paludan-Miiller.
En barnið vex og verður full-
tíða maður eða kona. Það er
gangur lífsins. Og þá lokast para-
dísin. — Daglega lífið, með störf-
um, kröfum og skyldum tekur
við.
Æskumaður, þú finnur þrótt-
inn ólga í æðum þínum. Landið
kallar þig til starfa. Það hvetur
alla syni og dætur til þess að
vinna fyrir land og þjóð. Margt
fer aflaga. Mein þjóðfélagsins
eru mörg. Styrka lund og sterka
mund þarf til þess að ráða bót á
þeim. En þú vilt fús leggja hönd
á plóginn. Þú þráir að reyna
krafta þína. En meinin eru mörg,
og áhugamálin eru líka mörg.
Oft ertu ef til vill í vafa um,
hvaða afstöðu þú átt að taka til
einhvers máls. Áttu að vera með
eða móti ? Eitt mál er það þó, sem
þú þarft ekki að vera í vafa um,
hvort þú átt að vera með eða
móti. Því máli skalt bú eindregið
fylgja. Það er bindindismálið.
Það er sorgleg revnsla, hversu
margir nýtir íslendingar hafa
farið illa vegna drykkjuskapar.
En íslendingar eru fámenn þjóð.
Þeir mega sannarlega ekki við
því, að margir góðir drengir eyði-
leggi sjálfa sig á drykkjuskap.
Þjóðin á fullan rétt á kröftum
hvers einasta manns, heilum og
óskiftum. Ættjörðin hefir ekki
fóstrað þá til þess að verða að
vesölum drýkkjuræflum, heldur
nýtum og góðum mönnum.
Drykkpuskapur er þjóðarböl.
Hver einasti maður, sem lætur sér
annt um sóma sinn og hag ætt-
jarðar sinnar, ætti að vera bind-
indismaður. Vafalaust er óþarfi
að lýsa öllu því böli, sem stafar af
ofdrykkjunni. Svo mikið hefir
verið um það ritað og rætt. En á-
hrifamest mun þó vera að sjá með
eigin augum afleiðingar ofdrykkj
unnar. Sjá hvernig heimili of-
drykkjumannsins lítur út: Hungr-
uð og klæðlítil börn, sárþjáð kona,