Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 1

Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 1
D=awcD)Tr ÚTGEFANDI: SAMBAND BINDINDISFÉLAGA í SKÓLUM ÍSLANDS ÁBYRG RITSTJÓRN: STJÓRN SAMBANDSINS I. árg. Reykjavík í desember 1932 1. tbl. Ávarp. í lögum Sambandsins er svo fyrír mælt, að stjórnin sJculi gefa út rit, ef peningar séu fyrir hendi. — Á Sambandsþinginu var sam- þykkt að gefa út blað, sem kæmi vt 2—3 sinnum á þessu skólaári. Stjómin hefir nú framkvæmi samþykkt þessa, og kemur nú 1. tbl. fyrir almenningssjónir. Við vonum, að blaðið verði les- ið með eftirtekt af skólafólki, og efnið tekið til íhugunar. Bindind- ismálin eru vandamál, sem nern- eudur verða að taka tillit til. Eng- inn getur verið hlutlaus, því hér er um stórmál að ræða, og heill þjóðarinnar er að mörgu leyti komin undir því, hvemig tekið er í þau. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á því að rita greinar í blaðið, geta sent handritin til forseta Sambandsins, Helga Scheving, Menntaskólanum í Reykjavík. — Slíkar gremar eru kærkomnar,; því æskilegt væri, að sem flestir riti í blaðið, sjóndeildarhringur- inn verður þá víða-ri og blaðið skemmtilegra aflestrar. Okkur er Ijóst, að blaðið er ekki svo úr garði gert, sem skyldi. En við vonum, að lesendumir skilji tilgang- þess, og vilji eitthvað á sig leggja, til að vinna bindindis- málinu gagn. Og þá hefir ekki verið unnið fyrir gýg, með þvíað ráðast í útgáfu blaðsins. Ákveðið hefir verið, að sendia Uemendum blaðið endurgjalds- laust. Með því ætti það að geta orðið all-útbreitt meðal íslenzkra æskumanna, sem skólana sækja. Sambandsstjórnin. Bindindjshreyfingin. Bindindishreyfingin hefir á undanförnum árum áðallega ver- ið borin uppi af hinni eldri kyn- slóð. Það hefir verið hún, sem unnið hefir stefnunni það fylgi, sem hún á. Æskan, unga kyn- slóðin, hefir ekki látið þessi mál til sín taka. Hún, sem átti að ganga á undan, hefir látið hvatn- ingarorð eldri bindindismanna af- skiftalaus. Og ef ekki er hægt að fá æskuna til að vinna fyrir þessi mál, þá er bindindishreyfingunni bráður bani búinn. Hinir eldri endast ekki, þeir falla í valinn, en engir virðast koma í staðinn. Öllum hugsandi mönnum hlýtur því að vera þetta mikið áhyggju- efni, að einhver fegursta hug- sjónin skuli deyja ú't, vegna skiln- ingsleysis æskunnar. En örlítið virðist vera að rofa til í þessum málum. Nýir inenn hafa komið fram á sjónarsviðið og reynt að vinna bindindisstefn- unni fylgi. Hér á eg við þá hreyf- ingu, sem aðallega hófst á síðasta ári, í skólum landsins. Eg hygg að öllum, sem um þessi mál hugsa, sé þetta gleðiefni. Eg vona, að þessi hreyfing sé vorboði, sem eigi eftir að þroskast og koma miklu til leiðar meðal þjóðar vorrar. Þessi bindindisstarfsemi í skól- um landsins er með öðrum hætti en t. d. Góðtemplarareglan. Aðal- verkefnið er, að útbreiða bind- indi meðal æskumanna. Og þess vegna varð að grípa til annarra ráða, nota önnur vopn í barátt- unni, en fyrr hefir verið tízka. Stúkur hafa aldrei þrifizt í skól- um, þess vegna hafa þær ekki ver- ið stofnaðar í skólunum, heldur bindindisfélög, sem halda fundi og ræða þau mál, sem fyrir ligeja. Enginn skilji þó orð min svo, aö eg vilji á nokkurn hátt lasta Regluna, sem lið í bindindisstarf- seminni. Eg er henni þakklátur fyrir starfið, sem hún hefir unn- ið. Og hún á skilið þakkir alþjóð- ar. Því marga drykkjumenn hefir hún gert að bindindismönnum, og mörg tár hefir hún þerrað. En þeim, sem þekkja nokkuð til skóla er það ljóst, að vegurinn til að efla bindindissemi í skólum, er ekki að stofna stúkur, heldur bindindisfjelög, sem nemendurn- ir bera sjálfir algjörlega uppi. Eg held, að allir geti verið sammála um þetta atriði. Aðal-verkefnið er, að vekja bindindishreyfingu í landinu, með hvaða aðferð, sem unnt er að nota. Vorboðar eru vorboðar, hvaðan sem þeir koma.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1932)
https://timarit.is/issue/409212

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1932)

Aðgerðir: