Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 8
8
H VÖT
vinningi bindindishreyfingar-<-
innar í hugum almennings og
lögfestir hann.
En því ber aldrei að gleyma,
að það er bindindisstarfsemin
og þekkingin, sem kippir burtu
grundvellinum undan áfengis-
framleiðslunni og um leið steyp-
ir áfengisnautninni í hin yztu
myrkur gleymskunnar, svo að
eftirkomendur okkar einungís
finni vott þess, að hún nokkurn-
tíma hafi átt sér stað, á gulnuð-
um blöðum gamallar sögu.
F. Á. B.
Kennarar og bindindi
Á þinginu, sem „Samband
bindindisfélaga í skólum íslands“
hélt núna í haust, var gerð og
samþykkt tillaga þess efnis, að
skora á fræðslumálastjórnina að
hlutast til um það, að ekki yrðu
veitt kennaraembætti við opin-
bera skóla nema bindindismönn-
um. —•
Þessi tillaga kom fram í þeim
tilgangi, að reyna með aðstoð
kennaranna að byggja áfenginu
út úr landinu sem nautn. Það eru
allir bindindismenn sammála um,
að eitthvað þurfi að gera í þessu
efni, og var samþykkt á þinginu,
að fara þessa leið m. a.
Menn gera sér ekki nægilega
ljóst, hvað mikla þýðingu það hef-
ir, að þeir, sem eiga að fræða
óþroskað fólk, börn og unglinga,
séu til fyrirmyndar á sem flest-
um sviðum. — En við þekkjum
drykkjumanninn. Þótt hann geti
látið börnin læra mikið í lærdóms-
bókunum, og svo þáu kunni það
vel, þá eru ekki fengin nóg skil-
yrði fyrir því, að hann sé góður
kennari. Fyrsta skilyrðið til þess
að kennari sé góður, er það, að
hann hafi bætandi áhrif á nem-
endur sína. En þar með er það
útkljáð mál, að maður, sem notar
áfengi til drykkjar, getur ekki ver
ið eins góður kennari eins og sá,
sem er bindindismaður. í flestum
tilfellum hlýtur hann að vera
slæmur kennari, því börnin hafa
hann sem fyrirmynd, og „eftir
höfðinu dansa limirnir“.
Það er leiðinleg staðreynd, að
lestirnir eru. jafnan auðlærðastir.
Það kemur bezt í ljós hjá kennur-
um og nemendum. Það er hægt
að hugsa sér kennara, sem kem-
ur í fyrsta skifti inn í kennslu-
stofu til barna, og hann er drukk-
inn eða timbraður. Þau börnin,
sem mest frjálsræði vilja hafa,
nota sér þetta, og afleiðingin get-
ur orðið sú, að þau bragði á víni,
sumpart af monti,vog til þess að
vera eins og fyrirmyndin, hins-
vegar af ístöðuleysi, þegar eldri
félagar bjóða þeim það, og þegar
ekkert er, sem mælir á móti af
kennarans hálfu.
Það er því einkennilegt að vita
til þess, að þegar sumir af þeim,
sem hafa valið sér það hlutverk
að ætla sér að fræða aðra og
yngri kynslóð, skuli vera það
grunnhyggnir að halda, að for-
eldrar barna og unglinga, sem
bera velferð skjólstæðinga sinna
fyrir brjósti, taki með þökkum á
móti þeim, þegar þeir berjast með
hnúum og hnefum á móti bind-
indisstarfsemi.
Það munu fáir foreldrar finn-
ast, sem vilja að börnin sín séu
drykkjumenn eða drykkjukonur.
En það eiga þau á hættu, með því
að setja börnin í skóla hjá þeim,
sem neyta áfengis.
Hér er eitt verkefni af mörg-
um, sem bindindismenn verða að
vinna að: Beitum kröftum okkar
í það, að sjá um, að hverjum þeim
kennara eða kennaraefni, sem á-
fengis neytir, verði ekki veitt
kennarastaða við opinbera barna-
skóla og unglingaskóla.
Einnig verðum við að halda
fast við þá kröfu, að reglulegri og
fullkomnari fræðslu um áfengi
og bindindismál verði komið á í
skólum landsins, þá sérstaklega í
barnaskólunum. Við getum reitt
okkur á það, að við verðum að
byrja á meðal þeirra yngstu, og
fá þá til þess að skilja nauðsyn
bindindis og taka virkan þátt í
baráttunni við áfengið, því „það
ungur nemur, það gamall temur“.
Við skulum byrja strax, því það
liggur fyrir okkur, ungu menn,
að ráða bót á þessu þjóðar- og al-
heimsböli. — Og framtíðin mun
vissulega bera góðan árangur í
skauti sínu.
S. Ólafsson.
Upton Sinclair, hinn heims-
frægi rithöfundur, hefir sagt
eftirfarandi: „Alla mína ævi
hefi eg orðið þess var, að áfeng-
ið hefir sent gáfaða og duglega
menn út í dauðann. Eg tel, að
áfengið sé sú versta gildra, sem
nokkuru sinni hefir verið lögð
fyrir fætur snillinganna".
í þýzku' bindindisblaði er
skýrt frá því, að maður að nafni
Dr. Kraut, er dvaldi hér á landi
sumarið 1931, hafi geíið blað-
inu þær upplýsingar, að
drykkjuskapur fari mikið í
vöxt hér á landi meðal unga
fólksins, og þó sérstaklega með-
ar stúdenta. Fallegur vitnis-
burður um unga, íslenzka
menntamenn, en því miður sann-
ur (!)
Próf. A. Grotjan, læknir í
Berlín, sem nú er nýlátinn, seg-
ir í'bók sinni er heitir „Alkohol
og sjúkdómar“ eftirfarandi.
„Það er varla til nokkuð líffæri
eða vefur í líkama mannsins,
sem dagleg notkun áfengra
drykkjar veiklar ekki að meira
eða minna leyti“.
ísáfoldarprentsmiðja h.f.