Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 6
6
H V ö T
að athuga, hvort eigi væri tiltæki-
legt að taka upp sérstakt einkenn-
ismerki fyrir meðlimi Sambands-
ins. Þá var stjórninni einnig fal-
ið, að leita eftir samstarfi við
ungmennafélögin í landinu, og fá
þau til að vinna, ásamt Samband-
inu, að útrýmingu heimabruggs.
Hefir þá verið minnst á þær
tillögur, sem nokkru máli skifta,
er samþykktar voru á ársþinginu.
Starf Sambandsins á næsta ári
verður fyrst og fremst það, að
koma tillög'um þessum í fram-
kvæmd. Allir meðlimir Sambands-
ins verða að hjálpast til um, að
það megi takast. Og takist það,
hefir fyrsta ársþingið leyst það
verk af hendi, sem vel mætti verða
til þess að margfalda starfskrafta
þe;ss fá[lagsskaþar, sem vera á
vernd íslenzkrar æsku gegn því
böli, sem öllum heiminum stend-
ur ógn af.
Þór. Þórarinsson.
Sambandsstjórnin.
Á Sambandsþinginu voru þess-
ir kosnir í stjórn:
Forseti: Helgi Scheving,
Menntaskólanum.
Ritari: Þórarinn Þórarinsson,
Samvinnuskólanum.
Gjaldk.: Klemens Tryggvason,
Menntaskólanum.
Meðstjórnendur:
Friðrik Á. Brekkan, kennari,
Gagnfr.sk. Rvíkur.
Sigurður Ólafsson,
Gagnfr.sk. Reykvíkinga.
Haukur Þorsteinsson,
Gagnfr.sk. Rvíkur.
Hermann Guðmundsson,
Flensborg, Hafnarfirði.
Bréf til Sambandsstjórnarinn-
ar má senda til forseta, Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Áfengið
i þjóðfélagi nútimans.
Þegar litið er á áfengismálin
svo nefndu í heild, eins og þau
liggja fyrir nú, verður því ekki
neitað, að flestum eru þau ljós-
ari nú í sínu rétta samhengi, en
fyr á tímum. — Þegar einhver
nú á tímum slær því fram —
eins og oft er gert — að áfeng-
ið sé í sjálfu sér óskaðlegt —
allt komi undir því, hvernig það
sé notað, þá þykir slíkt naum-
ast svaravert. — Vitanlega er
áfengið óskaðlegt, þegar litið
er á það sem hvern annan dauð-
an hlut, það er fyrst, þegar lit-
ið er á það sem neyzluvoru, að
hægt er að tala um skaðsemi
þess, og nú er sú skaðsemi al-
mennt viðurkennd í heiminum,
og það svo, að það mál má heita
stöðugt og allerfitt viðfangs-
efni fyrir lækna, stjórnmála-
menn, siðfræðinga, hagfræð-
inga og sósíal-endurbótamenn
víðsvegar í veröldinni. — Það er
nú orðið almennt viðurkennt af
öllum hlutlausum mönnum, sem
við þessi mál fást, að ómögu-
legt sé að hafa áfengi um hönd
í nokkru samfélagi á þann hátt,
að hægt sé að komast fram hjá
hinum óumflýjanlegu afleiðing-
um, og að jafnvel þó til séu þeir
einstaklingar, sem geti neytt
þess ,,í hófi“, sem kallað er —
eða réttara: sem kallað hefir
verið — þá hafi það ekkert
gildi, þegar litið er á allan
fjöldann frá sjónarmiði samfé-
lagsins. — Áfengið, eða öllu
heldur áfengisframleiðsla og á-
fengisverzlun sé þar af leiðandi
samfélagsmeinsemd, böl, sem
ekki hvílir á þeim einstakling-
um einum, sem ofurseldir eru
beinlínis áfengisnautn sinni eða
annara, heldur einnig á öllu við-
komandi þjóðfélagi sem heild.
Allir vitrustu og beztu menn
eru efalaust sammála um að
ráða þurfi bót á þessari mein-
semd; og fljótt á litið kann það
meira að segja að virðast und-
arlegt, hversu skammt menn
eru á veg komnir í því efni.
En málið er ekki eins einfalt
og það e. t. v. lítur út á yfirborð-
inu, og það er sýnilega einkum
tvennt, sem veldur hve erfitt er
að ráða því til lykta fyrir fullt
og allt:
Fyrir það fyrsta eru það
aldagamlar, rótgrónar siðvenj-
ur, með öllum þeim aragrúa af
falsrökum, afvegaleiddum í-
myndunum og hleypidómum,
sem þeim eru samfara, — og
í öðru lagi: eiginhagsmunir
fjÖlda manna og fyrirtækja,
sem standa að framleiðslu á-
fengis á margvíslegan hátt, ann-
aðhvort sem beinir framleiðend-
ur og milliliðir við úthlutun
þess (verzlun), sem eiga af-
komu sína og velmegun undir
því, eða sem hluthafar, og fjár-
magnsstofnanir er leggja fram
fé í þessa framleiðslu og verzl-
un.
Vitanlega er síðara atriðið
langtum erfiðara viðfangs en
það fyrra; því það sýnir sig á-
vallt, að siðvenjurnar breytast,
gleymast og týnast, þegar tím-
arnir og framþróunin hefir
kippt burtu þeim grundvelli,
sem þær upprunalega hvíldu á.
En hér er ekki því að heilsa:
Eiginhagsmunir þeirra, er að á-
fengisiðnaðinum standa, hvetur
þá einmitt til að halda þessum
grundvelli við lýði í lengstu lög.
Það þarf ekki að eyða miklum
tíma eða rúmi til þess að sýna
fram á, að hagsmunir áfengis-
framleiðendanna eigi engan rétt
á sér frá sjónarmiði heildarinn-
ar, þ. e. samfélagsins. 1 þjóðfé-
lögum, þar sem þessir hagsmun-
ir eru ekki til, segir það sig
sjálft, að öll áfengisverzlun er
beint fjárhagslegt tap fyrir
heildina, og mögulegar tekjur