Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 7
H V Ö T
1
fyrir það opinbera af áíengis-
verzlun, er hreinn skinhagnað-
ur, sem dreginn er úr vösum
borgaranna sjálfra. Og jafnvel
í þeim þjóðfélögum, þar sem á-
fengisframleiðsla er talsvert
mikilsverð atvinnugrein, sem
bindur í sér mikið auðmagn,
skaffar mörgu fólki atvinnu og
greiðir mikil gjöld til þess opin-
bera, verður ávinningurinn einn
ig aðeins skinhagnaður, vegna
þess, að þjóðfélagið verður að
gjalda allan kostnað, beinan og
óbeinan, sem af áfengisnautn-
inni leiðir — og þar við bætast
svo öll önnur mein, siðferðislegs,
hagfræðislegs og heilsufarslegs
eðlis, sem áfengisnautninni fylg-
ir og menningarsamfélagið á
engan hátt getur skotið sér und-
an. Það liggur því í augum uppi,
að því magni, sem lagt er í á-
fengisrekstur, er illa — þ. e. ó-
hagfræðilega, varið. Væri því
beint að öðrum atvinnurekstri,
sem gæfi sama fjölda atvinnu
og afkomumöguleika, en fram-
leiddi gagnlega vöru, þá væri
fyrir það fyrsta beinlínis byrð-
um létt af samfélaginu, og auk
þess væri því færð bein verð-
mæti og þar af leiðandi aukinn
styrkur.
Af þessu leiðir, að hægt er að
skipa áfengisframleiðslunni og
áfengisverzluninni á bekk með
öðrum þeim fyrirtækjum nú-
tímans eða liðna tímans, sem
eru — eða hafa verið — lög-
heimiluð, en eru samt sem áð-
ur beinlínis skaðleg fyrir sam-
félag siðaðra manna. — Má t.
d. af slíkum nútíma fyrirtækj-
um nefna vopna- og hergagna-
framleiðsluna, þar sem eigin-
hagsmunir atvinnurekendanna
vitanlega eiga mjög mikinn
þátt í stríðum og sífellt yfirvof-
andi ófriðarhættu í heiminum.
Og frá liðna tímanum má nefna
sem hliðstætt dæmi þrælahald
og þrælaverzlun, sem einnig var
fyrirtæki er hafði auðmagn að
bakhjarli og var haldið uppi í
lengstu lög sökum eiginhags-
muna þeirra ,,atvinnurekenda“
sem græddu fé á því. — Eng-
um, sem þekkir sögu þjóðanna,
blandast hugur um, að þræla-
haldið og þrælaverzlunin, sem
við nú teljum einn hinn svívirði-
legasta vott villimennskunnar,
var talið ekki einungis sjálfsagt
og nauðsynlegt, heldur jafnvel
fyrirskipað frá öndverðu af
guðlegri forsjón(!) og því væri
á engan hátt hægt að breyta. —
Það er nú samt sem; áður horfið
úr sögu hins hvíta kynþáttar
— sjálfsagt að því er snertir
sum þjóðfélög mest vegna þess,
að tímarnir breyttust á þann
hátt, að hinum hagfræðilega
grundvelli var kippt burtu —
það borgaði sig ekki lengur, eins
og sagt er, — en samt sem áður
verður að telja það einn meðal
hinna mestu sigra þeirrar þró-
unar, sem stefnir að því að
göfga mannkynið og auka
mannúðina í heiminum — og
baráttulaust var það ekki! —
Það getur ekki leikið vafi á því,
að það er trú og skoðun allra
sannra mannvina og framfara-
manna, að sömu örlög eigi að
liggja fyrir þeim lögheimiluðu,
en samvinnufélagsskaðlegu fyr-
irtækjum, sem enn eru eftir í
heiminum. —
Að því er áfengi snertir er að
svo komnu máli eiginlega ekki
að ræða um nema eina leið,
nefnilega að skapa almenna og
ákveðna andstöðu gegn því, og
þá fyrst og fremst að fá sem
allra flesta til að hætta við að
neyta þess. —. Það er í þessa átt
sem bindindishreyfingin í öllum
þjóðfélögum fyrst og fremst
stefnir en það er óneitanlegt,
að yrði bindindishreyfingin
nægilega öflug, svo öflug að
enginn eða sárafáir neyttu á-
fengis, þá væri lausn málsins
fengin, því að þá -borgaði sig
ekki að framleiða eða verzla
með áfengi. En það er jafn ó-
neitanlegt, að eins og stendur
virðist þessi hugsjón eiga nokk-
uð langt í land. — Áfengisat-
vinnurekendurnir hafa ,,afl
þeirra hluta, sem gera skal“ —
og máttur auðmagnsins er mik-
ill. — Þeir hafa efni á að halda
við hinum gömlu siðvenjum, af-
vegaleiddum hugsunarhætti,
hleypidómum og fáfræði fjöld-
ans — en það er þetta, sem
drykkjuskapurinn aðallega
grundvallast á. — Þeir hafa
efni á að hafa heilan her leigðra
skjaldsveina, sem aftur safna í
kjölfar sitt óteljandi sjálfboða-
liðum, sem tízkutildrið og fá-
fræðin leiðir undir fána „Bakk-
usar“ gamla. — það má því svo
heita, að hér sé við óvígan her
að etja. — En þess ber að gæta,
að það er her afturhaldsins,
hinna úreltu siða, leyfa villi-
mennskunnar, sem berst gegn
áframhaldandi þróun mann-
kynsins, og er því dæmdur til að
hníga að lokum — og það jafn-
vel þó hann virðist vinna á um
skeið.
En til þess að standast áhlaup
áfengisauðmagnsins í þjóðfé-
lögunum hafa flest þeirra skil-
ið það, að þau yrðu að hagnýta
sér ávöxt bindindishreyfingar-
innar, og það er ekkert annað en
það, sem kemur fram í hinni
svonefndu áfengislöggjöf, sem
flest siðuð þjóðfélög hafa kom-
ið á — það er ekkert annað en
viðleitni þjóðfélaganna til að
fara eftir línu bindindishreyfing
arinnar, og vernda sig á þeim
grundvelli, sem hún hefir bent
á. Hér skal ekki farið út í nein
einstök atriði viðvíkjandi þess-
ari hlið málsins. — En styzta
leiðin að takmarkinu virðist ó-
neitanlega vera öflug bindindis-
starfsemi og löggjöf, sem fet
fyrir fet fylgir eftir hverjum