Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 4
4
H VÖT
sem misst hefir alla lífslöngun,
og loks ofdrykkjumaðurinn sjálf-
ur, vesall ræfill, spilltur á sál og
líkama og andlega dauður. Marg-
ir halda því fram, að hófdrykkja
sé hreint ekki vítaverð, öllu frem-
ur æskileg. Það þykir meira að
segja „fínt“ að fá sér í staupinu,
„að geta verið með“, eins og það
er orðað. En mörgum hefir orðið
hált á því. Flestir ofdrykkjumenn
hafa byrjað á þennan hátt. Bezt
er að vera eindregið á móti —
vera bindindismaður.
Margir eru þ,ðir einnjig, sem
telja það sjálfsagt, að kvenfólk
drekki og reyki. Þeir telja víst
jafnrétti þeirra við karlmennina
aðallega fólgið í því, að þeim leyf-
ist að taka upp ýmsa ósvinnu,
sem áður hefir verið einkaréttur
karla. — En vonandi lítur engin
kona þannig á málið. Jafnrétti
kvenna við karlmenn gefur þeim
tækifæri til að sitja í embættum
og starfa í þágu þjóðfélagsins
jafnt og þeir láta til sín taka í
öllum málum, er horfa til þjóð-
þrifa. En það eru ekki réttindi
til þess að drekka og reykja og
fremja aðra ósvinnu, sem þeim
er alls ekki samboðin. Konan er að
eðlisfari veikbyggðari og tilfinn-
inganæmari en karlmaðurinn og
þolir þess vegna minna en hann.
Náttúran sjálf virðist því hafa
ætlað henni að lifa hófsamara lífi.
Hryggileg sjón er að sjá drukk-
inn mann, en miklu hörmulegra
hlýtur þó að vera að sjá drukkna
konu.
Meyjar og menn! Berjist á móti
drykkjuskapnum. Eflið bindindi.
Fylkið liði og standið öll sem einn
maður. Þá eruð þið ættjörð ykk-
ar til sóma. Fræðið börnin og
unglingana um skaðsemi áfengis
og sýnið þeim fram á gagnsemi
bindindis. Fáið þau í lið með ykk-
ur. Því að „Ef æskan vill rétta
þér örfandi hönd, þá ertu á fram-
tíðar vegi“.
Æskulýður íslands! Vertu með
bindindi! Legg öruggur hönd á
plóginn, meðan þrótturinn ólgar
í æðum þínum og æskufjörið
brennur í sál þinni. Heill sé starfi
þínu fyrir land og lýð.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Lækningagildi
alkohols
Menn nota og hafa notað alko-
holið aðallega í tvennum tilgangi,
sem fljótt á litilð Mirðast vera
nokkuð ólíkir, en verða að nokkru
leyti það sama, þegar betur er að
gáð. Annars vegar sem nautna-
meðal, til þess að framkalla örf-
un, sem hefir í för með sér í bili
dýrslega og óeðlilega skemmtun
fyrir viðkomandi einstakling, en
snýst brátt upp í líkamlegan og
andlegan sársauka, því að náttúr-
an hefnir sín, þegar brotið er á
móti lögmálum hennar. — Hins
vegar er alkoholið notað sem
lækningalyf; læknar höfðu áður
fyrr mikla trú á því sem lyfi við
ýmsum ólíkum sjúkdómum og
hvöttu almenning til að nota það
sem mest. Það má segja, að þessi
skoðun sé enn við lýði meðal al-
mennings, en læknavísindin eru
komin á allt aðra skoðun um þessi
mál. J. H. Kellogg, sem er stjórn-
andi heilsuhælisins í Battle Creak
í Bandaríkjunum, má óefað telja
einn merkasta lækni heimsins og
hinn færasta vísindamann á þessu
sviði. Hann hefir í stuttri ritgerð,
sem þýdd hefir verið á íslenzku,
gefið stutt yfirlit yfir þær niður-
stöður, sem hann og samstarfs-
menn hans hafa komizt að um
lækningagildi og áhrif alkohols á
líkama mannsins, með sínum ná-
kvæmu, margra ára tilraunum. —
Honum farast meðal annars svo
orð: „Dómur hinna nýjustu vís-
inda um notkun alkohols við sjúk-
dómum er í stuttu máli, sem nú
skal greina: 1. Alkohol eykur
aldrei lífsþrótt líkamans, hvérnig
sem á stendur. Þvert á móti dreg-
ur það úr honum á ákveðinn og
samkvæman hátt með hinum
beinu eituráhrifum sínum á hin-
ar lifandi sellur. 2. Verkanir alko-
hols eru aldrei styrkjandi eða örf-
andi. Alkoholið er ætíð svefnlyf.
Það dregur úr starfsþrótti líffær-
anna og minnkar taugastyrk og
lífsþrótt. 3. Alkohol dregur ætíð
úr styrk hjartans, en eykur hann
aldrei, og þess vegna miklu frem-
ur skaðlegt en hollt við magn-
þroti, dauðadái, yfirliði o. s. frv.
4. Alkohol eykur næmi gegn af-
sýkjandi sóttum og fyrirbyggir
myndun ónæmis. 5. Alkohol styrk-
ir ekki meltinguna. Þess vegna er
nautn alkohols í sambandi við
máltíðir heimskuleg og styðst ekki
við neina vísindalega þekkingu. 6.
Alkohol eyðir alkalinskri seltu
blóðsins og minnkar þannig lífs-
þróttinn og eykur næmi fyrir sjúk
dómum. — Sérhver áhrif alko-
hols, er líkjast styrkingu, orsak-
ast af hinni fyrstu snertingu þess
við slímhúðirnar, á svipaðan hátt
og sterkar sýrur verka eða heitt
járn eða önnur efni, er erta til
muna“.
Þessi ummæli þessa mikla vís-
indamanns þurfa ekki frekari
skýringa við. Þau bera það glögg-
lega með sér, að hann fordæmir
notkun alkohols sem lyfs, og er
hann þá algjörlega á öndverðum
meiði við þær skoðanir, sem eru
almennt ríkjandi meðal almenn-
ings í þessum efnum. Það er líka
athugavert, að eitt af því fáa, sem
sumir andstæðingar bindindis
telja áfenginu til gildis er það,
að það sé svo gott læknismeðal, að
mannkynið geti ekki án þess ver-
ið. Samkvæmt ummælum Kelloggs
er það fáránleg staðhæfing, sem
sýnir vel, hvað fávizkan er á háu
stigi um áhrif alkohols. Það ligg-
ur í augum uppi, hvílík ábyrgð