Hvöt - 01.12.1932, Blaðsíða 2
2
H VÖT
í skólum víðs vegar um land
allt höfðu verið stofnuð félög, sem
liöfðu vínbindindi á stefnuskrá
sinni. En þau höfðu, því miður,
flest verið skammlíf. í Mennta-
skólanum í Reykjavík hefir verið
nokkrum sinnum gerð tilraun í
þessa átt, en hún hefir misheppn-
ast að miklu eða öllu leyti.
Öllum bindindismönnum hlýtur
að vera það ljóst, að nauðsynlegt
var að vekja þindindishreyfing-
una meðal yngri kynslóðarinnar.
Það er hún, sem á að taka við
völdunum eftir hina eldri, og hún
þarf að vera sem bezt undir það
búin. En, því miður, verða allir
bindindismenn að játa, að æsku-
lýður þessa lands hefir aldrei
drukkið eins mikið af áfengum
drykkjum sem nú. Og aldrei hef-
ir verið greiðari aðgangur að afla
sér drykkjarfanga. Ríkið selur á-
fengi. Ríkið sjálft byrlar þegnum
sínum eitur. Er hægt að hugsa
sér geigvænlegra ástand? Og ekki
nóg með það. Heldur eru alls
staðar menn, sem annað hvort af
fáfræði eða lágum hvötum, geta
gert svo lítið úr sér, að vinna fyr-
ir sér með því að selja áfenga
drykki. En peningar, sem koma
íún lyrir vin, eru sannkallaðir
blóðpeningar, útsognir af fátæk-
um mönnum, sem jafnvel vita
ekki, hvað þeir eiga að hafa til
næsta máls. — Það er því eðlilegt,
að æskulýður þessa lands hafi á-
fengi um hönd. Almenningsálitið,
að því er virðist, dregur taum
þeirra manna, sem víns neyta.
Það dregur einhvern frægðarhjúp
yfir launsala og smyglara, og
þeir verða að hetjum í augum
fólksins. Og ef armar réttvísinn-
ar ná til þeirra, þá er þeim lýst
sem píslarvottum, jafnvel í víð-
lesnum fréttablöðum. Almenn-
ingsálitið er fyrst og fremst með
víninu, það held eg að sé óhætt
að fullyrða. Og þessu áliti verða
bindindismenn að breyta, það er
beinlínis skylda þeirra.
Bindindishreyfing ungra
manna hófst í skólunum. Það er
að mínu viti eðlilegt, og þar átti
hún fyrst og fremst að hefjast.
Eg vil víkja að þessu atriði með
nokkrum orðum.
Við Islendingar erum fámenn
þjóð, sem verðum á öllum okkar
kröftum að halda. Það mun ekki
vera auðfundið það ríki, sem
leggur fram eins mikið fé hlut-
fallslega til skóla og menningar-
mála. — En þar sem þjóðfélagið
leggur þessa erfiðleika á herðar
sér, verður það að krefjast þess,
að þeir, sem öðrum fremur njóta
hlunnindanna, gangi á undan að
góðumsiðum ogheilbrigðu líferni.
Menntun og lærdómur er ekki til
neins, ef hann gerir menn ekki
hæfari til að mæta erfiðleikum
lífsins. — Og sá þroski, sem af
menntun leiðir, hann verður að
koma fram í verkinu, annars er
hann einskis nýtur.
Sem betur fór, hófst bindindis-
hreyfing í skólum landsins. Ýms-
ir nemendur sáu, að þar átti hún
að hefjast, og það er beinlínis
skylda allra nemenda að vinna
fyrir hana.
Fyrsta bindindisfélagið, sem
tók upp þá stefnu, að breiða út
bindindi í öðrum skólum, var
Bindindisfélag Menntaskólans í
Reykjavík. Það félag skrifaði öll-
um skólum í landinu, og skoraði
á þá, að taka upp sverð og skjöldu
móti Baecusi. Ýmsir skólar tóku
vel í þetta, og það varð úr, að
Samband bindindisfélaga í skól-
um íslands var stofnað 16. marz
síðastliðinn. Á öðrum stað hér í
blaðinu er getið um, hverjir þess-
ir aðiljar voru.
Fyrsta verkefni Sambandsins
er auðvitað, að vinna að bindindi
meðal skólanemenda, og fá þá til
að gerast virka í bindindishreyf-
ingunni.
Eghefi iðulega rekið mig á það,
að margir nemendur, sem eru
bindindismenn álíta, að þeir þurfi
ekki að fara í bindindisfélag, þeir
hafi ekkert þangað að sækja. En
eí þeir athuga þetta mál, og hugsa
um það, hljóta þeir að komast að
þeirri niðurstöðu, að þeim ber að
gera allt, sem í þeirra valdi stend-
ur, til að útbreiða bindindi og
gera aðra bindindissama. Og ef
einhver er 'sannfærður bindindis-
maður, hlýtur hann að finna þörf
hjá sér, til að vinna eitthvað fyrir
þessi mál.
Sambandið mun aðallega beita
sér fyrir fræðslu í þessum mál-
um. Almenningsálitinu verður
aldrei breytt eða þjóðin gerð bind-
indissöm, nema með fræðslu, og
þá sérstaklega að ala æskulýðinn
upp í bindindissemi. Enginn mun
bera á móti því, að vín er skað-
legt, og bezt af öllu er að vera al-
gjör bindindismaður (totalisti).
Þess vegna ætti að fræða menn
um þessi mál í skólunum. Fyrst
og fremst í barnaskólum. Kenn-
arar eiga að brýna bindindi fyr-
ir börnunum. Og ekki nóg með
það. Bindindisfræðsla ætti að
vera fastur liður á stundaskrám
allra skóla, og þeir menn, sem
ekki treysta sér að vera bindind-
ismenn, ættu ekki að fá aðgang
að skólanum. Því ef nemandinn
getur ekki neitað sér um áfenga
drykki, meðan á skólatímanum
stendur, þá er námslöngunin ekki
mikil. Skólarnir hafa, því miður,
gjört nokkuð mikið að því undan-
íarið, að útskrifa drykkjumenn.
Að þessu vill Sambandið vinna.
En það vill fara enn lengra. Ríkið
ætti að krefjast þess af öllum
kennurum, að þeir væru bindind-
ismenn. Eftir höfðinu dansa lim-
irnir. Góður kennari hefir áhrif
á nemendur sína. Ef hann hefir
áfengi um hönd, er hann líklegur
til að vinna heldur á móti því, að
nemendur bragði ekki áfengi. Og
fyrir góðan og áhrifaríkan kenn-
ara, sem vill gera gagn með
kennslu sinni, er það mikill á-
byrgðarhluti að drekka, og það