Hvöt - 01.03.1954, Qupperneq 4

Hvöt - 01.03.1954, Qupperneq 4
2 H V O T Árni Stefánsson, form. S.B.S.: ÁVARP Öldum saman hefur mannkynið velt því fyrir sér, hver væri tilgangur lífsins. Margar kenningar hafa komið fram um það, en engin þeirra hefur þó hlotið ah menna viðurkenningu. Flestir eru þó sammála um, að líf mannsins eigi að vera barátta til að ná einhverju æðra mark- miði, maðurinn eigi stöðugt að keppa að meiri heilbrigði og andlegum þroska, því að kyrrstaða er sama og afturför. I vext- inum, framþróuninni á maðurinn að finna hina sönnu hamingju. Þetta er hið jákvæða viðhorf til lífsins, sjónarmið bj artsýnismannsins. Hið neikvæða viðhorf er, að lífið sé í rauninni tilgangs- og gildislaust og til að losna við þjáningar þessa táradals verði maðurinn að deyða lífslöngun sína. Stefna bindindismanna byggist á hinu jákvæða viðhorfi, trúnni á hæfileika mannsins og gildi lífsins. Maðurinn á að geta notið gleði og hamingju án aðstoðar eiturlyfja. Þegar ungt fólk kemur af skemmti- stöðum í Reykjavík á laugardags- og sunnudagskvöldum er mikill hluti þess að meira eða minna leyti undir áhrifum áfengis. Það bendir til þess að sitthvað sé athugavert við skemmtanalíf og upp- eldi æskunnar. Heilbrigð, bjartsýn æska á ekki að þurfa að leita á náðir Bakkusar til að geta skemmt sér. Drykkjuskapur er fylgja bölsýni og tilgangsleysis. Glöggt dæmi þess er drykkjuskapur sá og svall, . Arni Stefánss. sem jafnan fylgir úrkynjuðum, hnignandi yfirstéttum. Þegar lífið hefur vegna at- hafnaleysis misst gildi sitt er flúið á vald sjálfsblekkingar og eiturlyfjaneyzlu. Skylt þessu er það, þegar ungir menn þykjast þurfa að drekka í sig kjark! En hér koma fleiri atriði til greina. Athyglisverð er reynsla Breta. I fyrri heimsstyrjöldinni gerði Lloyd George, forsætisráðherra sér ljóst, að þjóðin ætti um tvo kosti að velja, sigur eða vín — og ósigur. Bretar völdu sigurinn og drykkja minnkaði stórlega. Eftir styrjöldina sáu bruggarar að við svo búið mátti ekki standa. Þeir voru hættir að græða og voru að fara á höfuðið með það fjármagn, sem þeir höfðu bundið í vínframleiðslunni. Þá hófu þeir ofsalega auglýsingastarfsemi — með tilætluðum árangri. I Frakklandi hafa vínkóngarnir í skjóli fjármagns síns gífurlegt vald yfir blöðum og öðrum áróðurstækjum og mikil áhrif á stjórn landsins. Amerísk blöð vitna um hið sama, hvernig áfengi og tóbaki er haldið að fólki aðeins vegna ágóðans, sem fram- leiðslufyrirtækin fá.

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.