Hvöt - 01.03.1954, Side 5

Hvöt - 01.03.1954, Side 5
H V O T 3 Þegar við gætum að því, hverjir það eru, sem ákafast óska eftir meiri og frjáls- ari vínsölu hér á landi, verður hið sama uppi á teningnum. Það eru ekki leiðtogar í skóla eða menntamálum, heldur þeir sem gætu grætt á frjálsri vínsölu. Hér er um að ræða hina stöðugu togstreitu milli manndómsins og gullsins. Það er einkum tvennt, sem veldur hinni allt of miklu eiturlyfjaneyzlu, sem á sér stað, auglýsingastarfsemi auðfyrir- tækja og innri tómleiki samfara bölsýni og ragmennsku. Það sem mælir gegn áfengis- og tóbaks- notkun er einkum það sjónarmið, sem'að framan er rætt, að það samrýmist ekki skyni gæddum verum í menningarþjóð- félagi að neyta eiturlyfja, hið heilsufars- lega sjónarmið vísindanna og hið þjóð- félagslega sjónarmið, sem bendir á hinar margvíslegu og hörmulegu afleiðingar drykkjuskapar. Til þess að útrýma eiturnautnunum verður auðhyggjan að víkja fyrir sjónar- miði manndómsins, og útrýma verður hinni innri „þörf“ einstaklinganna fyrir eiturnautnir. Bann yrði til stórra bóta, en það væri ekki einhlítt. Með banni verður ekki útrýmt þeim sjúkleika, sem lýsir sér í því að menn neyti áfengis. Það verður einkum hlutverk skóla, heimila og þjóðfélagsins. Glæða verður áhuga æskunnar á heil- brigðum viðfangsefnum, listum, félags- málum og andlegum verðmætum og gefa henni kost á að sinna þeim málum. Tak- ist það mun hér vaxa upp athafnasöm, frjálsmannleg, djörf og sjálfstæð æska, sem leggur rækt við persónuleika sinn og heilbrigði. Jafnframt yrði eiturnautnun- um, áfengi og tóbaki, útrýmt. MARTRÖÐ Kvöld eitt sit ég heima og les Nýal. Heillandi veröld brosir við mér. Þar ríkir bróðurþel og birta. Eg heyri kliðmjúkt stef, sem minnir á sólskin og ævintýri. Lífið er fagurt, eins og blóm í túni. Samt grípur mig beigur, sem er í ætt við myrkfælni. Ég heyri vængjaþyt dökk- álfa og hugrenningar mínar líkjast svart- nættinu kalda. Hrollur fer um mig, storm- óður og brimþungur. Otal kynjamyndir svífa fyrir sjónum. Þær líða fram eins og ský fyrir hægum vindi. Hver mynd knýr fram sinn geð- blæ, en hverfur síðan. Mér gremst, því að viljinn megnar ekki að breyta þeim í ósk- myndir. Allt eru þetta minningar, sem ég þekki aftur, — nema hvítklædda stúlkan. En hún kemur aftur og aftur, þokar hinum myndunum til hliðar, unz hún drottnar alvöld. Hún er föl. Þjáning býr í svip hennar og mér finnst ég þekkja skelfinguna í stóru, gráu augunum. Ekkert rýfur þögnina nema tifið í veggklukk- unni, en orðlausar varir hennar ásaka mig og raska ró minni. Eg reyni að hrinda henni út í gleymsk- una, en hún færist nær og skýrist. Nú sést hvað hún er óhrein og rytjuleg. Eg hörfa undan en hún brosir og köldum hæðnisglampa bregður fyrir. Hún er grimmd í veikleika sínum; ári, sem kvelst í logum helvítis. „Hver ertu?“ hrópa ég. Hún hverfur. En ég heyri í myrkrinu óhugnanlegan hlátur og einhver segir: Þetta er bara samvizkan. Jón Böðvarsson.

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.