Hvöt - 01.03.1954, Side 6

Hvöt - 01.03.1954, Side 6
4 H V O T Áfengisvandamál 'x’ — æskufólk — þéringar Ritstjóri blaðsins sneri sér til fjögra’ skólanemenda, þeirra Arnórs Karlssonar, HéraSsskólanum, Laugavatni; Stefáns Gunnarssonar, Samvinnuskólanum; Gísla Gunnarssonar, Menntaskólanum og As- geirs Sigurgeirssonar, Kennaraskólanum og lagði fyrir þá þrjár eftirfarandi spurn- ingar: 1. Hvaða úrlausn telur þú bezta í áfengis- vanda?nálinu? 2. Hvað telur þú einþenna nútíma ces\u- fól\? 3. Telur þú, að þéringar eigi rétt á sér? Fjórmenningarnir urðu góðfúslcga við beiðninni, og færir ritstjóri blaðsins þeim beztu þakkir fyrir. Fyrst gefum við Arnóri Karlssyni, Héraðsskólanum, Laugavatni orðið: 1. Eg held að í áfengisvandamálinu dugi nú ekki lengur nein vettlingatök. Eina ráðið, sem dugir, er algert bann á inn- flutningi áfengis og strangt eftirlit með að ekki sé tekið að framleiða áfengi innan- lands. Jafnframt þessu ber að halda uppi stöðugri fræðslu um bindindismál, eink- um meðal ungs fólks. 2. Aðaleinkenni flests æskufólks nú á tímum finnst mér vera þessi óstöðvandi þrá þess að kynnast einhverju nýju, sem það hefur ekki þekkt áður. Það sækir í að reyna ýmislegt, svo sem að neita tóbaks og áfengis, án þess að íhuga hvað þetta hefur í för með sér. Þegar svo þetta fólk hefur nóga peninga og næg tækifæri, til að reyna margt, vill þetta oft ganga of langt. Það lendir í ýmsu misjöfnu, og ferst þá oft fyrir að íhuga hvort það er í raun og veru æskileg braut, sem það hefur lent á. Arnór Karlsson. 3. Ég tel að okkur beri að leggja þér- ingar niður hið skjótasta og beri að líta á þær sem málvillu. Mér finnst þær muni standa á móti fljótri kynningu meðal fólks. Og jafnvel að það geti gert nokkuð til að stuðla að stéttaskiptingu í þjóð- félaginu, ef haldið er áfram að þéra þá, sem sumir kalla „æðri borgará þjóðfélags- ins.“ Við Islendingar eigum að geta ávarpað hvern annan með venjulegu for- nafni í landi algers jafnréttis og kunn- ingsskapar.

x

Hvöt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.