Hvöt - 01.03.1954, Page 8
6
H V O T
banni var mikill. Það var engin furða,
þótt illa færi.
2) Reist verði áfengishæli og það strax!
Þetta er mikið mannúðarmál. Það er einn
mesti glæpur stjórnarvaldanna að láta
þessa auðnuleysingja, sem hafa orðið svona
vegna áfengisins, velkjast bjargarlausa á
götunni. Það þarf að lækna þessa sjúkl-
inga og gera þá að nýtum borgurum.
2. Það er þróttmeira en hið eldra. En það
á við meiri erfiðlekia að stríða. Bandarísk
ómenning sækir allsstaðar að. þeir eru
margir, sem hafa verið kunningjar mínir
og hafa spillzt af ómerkilegum kvikmynd-
um og yfirleitt bandarískum hugsunar-
hætti. Og ofan á allt kemur svo hið
bandaríska hernám. Helzta hagsmunamál
íslenzkrar æsku er því að bandaríski her-
inn fari úr landi!
Og einnig sín eigin bygging, þar sem
hún getur eytt tómstundum sínum í
æskulýðshöll.
3. Ef einhver ætlar að halda öðrum í
sem mestri fjarlægð frá sér, er sjálfsagt
að þéra. Einnig í sérstökum viðskiptum,
þegar viðskiptamenn þekkjast ekki. Sjálf-
sagt er og að þéra ókunnugt, eldra fólk.
Persónulegar skoðanir kennara eiga að
ráða um hvort þérað sé í kennslustund-
um. Hinsvegar tel ég þéranir milli kunn-
ingja og þéranir í ýmsum öðrum tilfell-
um auðvitað fjarstæðu.
Að lokum skulum við hlýða á svör Ás-
geir Sigurgeirssonar, Kennaraskólanum:
1. Eg tel að bezta úrlausnin á áfengis-
vandamálinu sé að auka fræðslu almenn-
ings, og þá helzt unga fólksins á skað-
semi áfengis og tóbaks. Drykkjuskapur
virðist vera að komast í tízku hjá fólki,
(að maður tali nú ekki um reykingar)
og meðan svo er háttað málum þýðir ekki
Asgeir Sigurgeirssoti.
að banna fólki að drekka, og bann myndi
óhjákvæmilega hafa í för með sér gífur-
legan kostnað, því að ekki þýðir að setja
bann nema að sjá um að því verði ræki-
lega framfylgt, og væri hætt við að
bruggun og smygl myndi aukast til stórra
muna, er erfitt væri við að fást.
Það verður að fara dýpra og skera í
meinsemdina sjálfa, sýna fólki fram á að
vínneyzla er síður en svo eftirsóknarverð.
„Hófdrykkjumaðurinn“ segir: „Gakk þú
hinn gullna meðalveg" og vertu hvorki
ofdrykkjumaður né fanatízkur bindindis-
maður, heldur vertu svolítið „kammó“ og
fáðu þér staup annað slagið með kunn-
ingjum þínum, en reynslan sýnir að menn
eru misjafnlega sterkir á svellinu, og fáir
eru þeir, sem ganga meðalveginn en
margir vilja hrasa út á braut ofdrykkju
og óreglu, sem þeir eiga svo erfitt með
að komast af aftur, ef þeir þá komast það
nokkurn tímann.
Það byrjar enginn að drekka í þeim
tilgangi að verða drykkjumaður, heldur
til þess að neyta þess í hófi, en flestir gá