Hvöt - 01.03.1954, Page 12

Hvöt - 01.03.1954, Page 12
10 H V O T „Ég kann ekki við svona svar. Eins og ég viti ekki, að það er óhjákvæmileg nauð- syn að sumir séu ríkir og aðrir fátækir. „Aðeins lítið fé er nægilegt til að gleðja einstæðinginn," segi ég. Konan verður dálítið niðurlút og horfir leiðinlega á mig. Síðan tekur hún pen- ingabuddu, sýnir mér tvo tíukrónu seðla og segir: „Þetta eru einu peningarnir, sem ég hef, og börnunum mínum vantar mjólk‘.‘ Mig langaði að segja henni, að það sé ókristilegt að hugsa svona fyrst um sjálfan sig, en ég segi aðeins: „Einar tíu krónur geta glatt fátæklinginn. Látið því í nafni drottins helminginn af fjármun- um yðar til þessa guðsþakkarverks. Hver gefur eftir sinni getu.“ Nú. leið örlaga- þrungið augnablik. Ég fann að hún átti í baráttu við sjálfa sig, í harðri baráttu við djöfulinn, sem reyndi að láta eigin- girnina ráða gerðum hennar. En að lok- um réttir hún mér annan tíu krónu seðil- inn. „Guð mun launa yður,“ segi ég, og fer ofan í slitna frakann minn til að ná í veskið. Ég hef gamalt Morgunblað váfið utan um það til þess að peningarnir velti ekki út úr því. Síðan kveð ég og fer. Það er gott að komast út í ferskt loftið. Óloftið inni var svo hræðilegt. Það er einkennilegt, að fólkið skuli ekki tíma að hita húsin almennilega upp, jafnvel þótt ekki sé nema vegna barnanna? Það líður oft næstum því yfir mig, þegar ég dvel lengi í svona fúkkalykt. Nú hafði ég farið um allt braggahverfið. Ekki langt frá mér blasir við stórt og reisulegt hús, alsett hvítum marmara með fallegum súl- um og gluggum af átjándu aldar gerð. Ég stefni þangað. Vel steypt stétt liggur upp að húsinu. Ég geng eftir henni, upp stiga og þrýsti á dyrabjöllu. Sætir, himn- eskir ómar, næstum því eins og kliður í kirkjuklukkum líða út til mín. Ó, hversu dásamlegt er þetta ekki allt saman? Nú heyri ég fótatak í stiganum ’og hurðinni er hrundið upp. Tignarlegur kvenmaður birtist í dyrunum. „Hvað vilt þú?“ segir hún. Þetta er svo sannarlega fögur kona. Stór, feit og sælleg. Málrómurinn, já yfir- leitt hún öll, er síður en svo ólíkur bless- aðri frúnni í útvarpinu. „Ég er að safna fjármunum til þess að gleðja fátækt fólk fyrir hátíð frelsarans," segi ég. „Nú,“ er svarið. „Bíddu hér úti augna- blik.“ Og hún er þotin inn. Mikið langar mig nú að gægjast inn fyrir og sjá alla dýrðina, sem hlýtur að vera þar. En slíkt er óviðurkvæmilegt. Og ég bíð úti á tröpp- unum. Eftir stundar fjórðung kemur frúin svo aftur út og nú með nærbuxur undir hendinni. „Ég gæfi nú meira,“ segir hún, „aðeins ef ég gæti það. En í gær gaf ég öll úr- gangsnærföt önnur en þessi í minningar- sjóð frú Jónínu Jónsson. „Hver gefur eftir sinni getu,“ segi ég. „Guð tekur eftir öllum velgerðum mann- anna. Gefið og yður mun gefið verða.“ „Já, svo er guði fyrir að þakka,“ segir konan, en ég finn að hún er farin að ókyrrast. Það er heldur ekki heppilegt fyrir jafn dýrmætan og fallegan líkama að ofkælast við að standa hér úti um miðjan vetur. Ég tek við nærbuxunum, sem að vísu eru örlítið slitnar, en heilar samt, og kveð. Og þegar ég geng eftir tígullagðri gang- stéttinni út í þennan þungbúna desem- berdag, þá finn ég til sælu. Ég veit, að ég hef gert mörg góðverk í dag. Gísli Gunnarsson.

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.