Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 15
H V O T
13
unina, brjóstumkennilega útlits og með
hina hættulegu flösku á milli handanna.
Við höfum því miður alltof mörg dæmi
um heimilisfeður, sem fara frá konu og
börnum og jafnvel öldruðum foreldrum,
út á hina varhugaverðu braut of-
drykkjunnar. Þessir menn, sem allflestir
hafa í upphafi hjúskapar heitið konum
sínum hamingjusamri og bjartri framtíð,
gefið þeim loforð um að vera þeim og
börnum þeirra fyrirvinna um aldur og
æfi, meta nú vínið meira en ástríki og
heimilisyl. Hvernig geta feður sýnt börn-
um sínum það fordæmi, að svíkja og
fótumtroða sin fögru loforð, lagt í hættu,
eða fyrirfarið algerlega, atvinnu sinni og
heilsu, hinu eina sem fjölskylda þeirra
getur treyst á sér til framdráttar. Þegar
þessir ólánssömu menn, eftir langa fjar-
veru, láta sjá sig hjá fjölskyldu sinni, sem
ef til vill hefir ekkert af þeim frétt, dögum,
og jafnvel vikum saman, en lifað í sífelld-
um ótta og angist, hafa þeir glatað svo
virðingu sinni og sæmd, að þeir láta sér
sæma, með ofbeldi og ruddamennsku að
spylla heimili sínu, brjóta það niður, sem
þeir hafa með erfiði og fórnfýsi byggt á
mörgum árum. En þegar svo er orðið
ástatt, fylgir því miður oftast fleira í kjöl-
farið. Eiginkonur þeirra og börn sem með
angist og örvænting hafa horft á heimili
sitt rústum lagt, fá einnig sinn hluta af
bölinu. Það er sorgleg staðreynd, að konur
hafa orðið, með börnum sínum ,að flýja
heimili sín, bláar og bólgnar, með brotnar
tennur og rifin föt, vegna ölæðis eigin-
mannsins.
Nú er ekki svo, að verið sé hér að
segja nýjar fréttir. Nei, þetta vita allir og
hafa löngu gert sér ljóst. En hvers vegna
hefir þá ekki fyrr verið hafist handa, þessu
fólki til hjálpar?
Samband bindindisfélaga í skólum
taldi sig hafa nægilega lengi beðið
árangurslaust,. eftir slíkri hjálp og ákvað
því að taka málið föstum tökum. Var því
á þingi Sambandsins samþykkt til-
laga, þessu ógæfusama fólki til aðstoðar.
Tillaga þessi hafði meiri og skjótari
áhrif, en við nokkru sinni höfðum þorað
að vona. Nú er það einlæg von okkar,
að æska þessa lands veiti okkur allt það
liðsinni er hún má og láti sjá hvers hún
er megnug. Islenzk æska, stjórnarvöld
þessa lands hafa að lokum séð, að þau
geta ekki virt vilja okkar að vettugi,
leggjum því til hliðar öll smávægileg
ágreiningsmál og stöndum einhuga saman
að þessu máli.
Sýnum að við erum kjarni þessa lands
og arftakar, sem fylgjumst af áhuga með
sérhverju þjóðfélagsmáli. Sýnum vilja
okkar í verki og tökum virkan þátt í
fjársöfnun innan skólanna, til byggingar
hælis fyrir þetta ólánssama fólk. Hvetjið
hina eldri einnig til sameiginlegra átaka.
Örlygur Hálfdcmarson, Sam-
vinnuskólanum:
Þegar Pálmi Hannesson rektor tók við
stjórn Menntaskólans fyrir tæpum aldar-
fjórðungi, beitti hann sér fyrir því ný-
mæli, að nemendur í framhaldsskólum
landsins hefðu með sér samtök um bind-
indi í skólum. Var þá þegar stofnsett fjöl-
mennt bindindisfélag í Menntaskólanum.
Þaðan breiddist hreyfingin um skólabind-
indi um allt land og bindindisfélög risu
upp í flestum ungmennaskólum landsins.
Síðan mynduðu þau samband, sem starfað
hefur um langa stund. Þetta samband
hefur haldið þing árlega, og var hið síð-