Hvöt - 01.03.1954, Page 18
16
H V O T
Veturinn 1952 var efnt til sam-
keppni meðal æskufólks í skólum
landsins um beztu ritgerð er fjall-
aði um dæmisögu Jesú Krists. Mikil
þátttaka var í samkeppninni úr
hinum ýmsu skólum. Bezta rit-
gerðin reyndist vera eftir Magnús
Jónsson, sem þá dvaldi við nám í
Iðnskóla Reykjavíkur, og hlaut
hann verðlaunin sem voru ferð til
Miðj arðarhaf slandanna.
Hér fer á eftir brot úr ferðasögu
Magnúsar.
Sífellt er það að verða algengara með
þegnum þjóðfélagsins að sigla, í merking-
unni að fara sjóveg til útlanda. Fyrir 20
árum eða svo, hefði ekki þurft að skrifa
orðið „sjóveg“ í undanfarandi setningu,
því að sem kunnugt er, kom þá ekki
önnur ferðatilhögun til greina í þessu
sambandi.
Aður fyrr þótti það svo mikill frami að
vera „sigldur" að sumir álíta að orðið
„lítilsigldur‘ sé einskonar mótvægi þess.
Nú er þetta gjörbreytt, en hvað sem því
líður skrifast hér lítilsháttar rabb um för
skpisins Arnarfell til Italíu, síðsumars
árið 1952.
Magnús Jónsson, Kennaraskólanum:
TIL ÍTALÍU
Eftir 714 sólarhrings ferð í ágætu veðri
var komið á fyrsta áningarstaðinn; Oran,
sem er 400.000 íbúa borg á yfirráðasvæði
Frakka í Norður-Afríku. Þetta var sunnu-
daginn 31. ágúst, og þótt margt í lífs-
venjum Oran-búa sé frábrugðið því sem
við eigum að venjast, þá eru bankarnir
lokaðir á sunnudögum, þar eins og hér.
Við gátum því ekkert verzlað uppi í
borginni, því að enginn vildi þar annað
en franskan gjaldmiðil. Prangararnir við
skipshlið þáðu hinsvegar bæði pund og
dollara, en við farþegarnir sex, gáfum
okkur lítinn tíma til að sinna hinu hefð-
bundna prútti, sem ríkir í þeim við-
skiptum, heldur vildum skoða borgina.
Arabarnir — tíundi hver maður eða svo
— settu annarlegan svip á borgarlífið.
Karlmennirnir voru í víðum hvítum
skikkjum með vefjarhött og sumir með
barðastóran stráhatt þar ofan á, en kven-
fólkið sveipað einhverju hvítu hýjalíni
frá toppi til táar, svo að aðeins sá í annað
augað. Arabarnir búa annars aðallega í
sérstökum borgarhverfum. Nýstárlegt var
að sjá hús algjörlega án glers í gluggun-
um, en með þéttum trérimlum þess í
stað.
Þótt svo ætti að heita, að verzlun, t. d.
matvörubúð, væri undir þaki, fór mikið
af viðskiptunum fram úti.
Viðstaðan í Oran varð ekki löng —
þar var aðeins verið að taka olíu — og