Hvöt - 01.03.1954, Page 19
H V O T
17
um hádegi samdægurs var aftur haldið
út á hið bláa Miðjarðarhaf, þar sem flug-
fiskar þutu öðru hverju útundan skipinu.
Næsti áfangastaður var sú fræga borg
Napoli, sem er að vestanverðu á Italíu-
skaganum, en þangað var komið um há-
degisbilið næsta miðvikudag. Löngum
hefur Napoli verið rómuð fyrir fegurð,
sbr. setninguna „Eg vil sjá Napoli og
deyja síðan‘, eða eitthvað því um líkt.
Ekki er mér samt kunnugt um sannleiks-
gildi frásagnarinnar um reykvíska heim-
ilisföðurinn sem átti að hafa farið með
alla fjölskyldu sína til Napoli, vegna þess
að tengdamóðir hans sagði þetta svo oft.
Við skoðuðum borgina lítið, vegna þess
að fyrri daginn sem skipið var þar fórum
við farþegarnir og sumir af hinum 24
skipsmönnum til Pompej, en daginn eftir
út í Capri. Það er einkennileg tilfinning
því samfara að slíta skósólunum á sömu
gangstéttarhellunum og Rómverjar gengu
á fyrir 2000 árum, en það var sem kunnugt
er árið 79 e. Kr. sem ósköpin dundu yfir
þessa borg. Við gos úr Vesúvíusi huldist
hún ösku og vikri ásamt tveim öðrum
borgum, og lágu þær síðan gleymdar og
grafnar öldum saman. Ibúar Pompej-
borgar voru 25—30.000, og var hún mjög
skipulega byggð, sem ferningur, með
tveim aðalgötum í kross. Fæst húsanna
eru með þaki, en veggirnir standa, hvert
sem litið er. Fangaflutningur hefur ekki
verið mikill kostnaðarliður, því að á
miðju gólfi í dómsalnum eru grindur, sem
stundum var kippt í burtu og dæmdum
föngum hrint ofan í gluggalaust gímald
þar undir. Við eitt af hinum fjórum aðal
borgarhliðum er safn þar sem geymdir
eru lausir munir sem komið hafa í leit-
irnar við uppgröftinn, sem staðið hefur
yfir öðru hverju í síðastliðin 100 ár. Lík
þeirra sem létu líf sitt við þennan hrylli-
lega atburð, eru vitanlega orðin að engu
fyrir langa löngu, en eftir varð í vikrinum
holrúm sem hafði lögun hins framliðna
líkama. Þegar komið var niður á þessi
holrúm var hellt í þau gibsi sem svo
harðnaði, og hvíla nú þessir gibs-líkamar
í glerkössum í safninu.
Eins og áður er sagt, skyldi farið til
Capri daginn eftir, en hún er við Napoli-
flóann, tiltölulega skammt frá landi. Við
bárumst fyrirhafnarlaust að Bláa hellin-
um með ferðamannastraumnum - sem
þangað beinist svo að segja óslitið. Sjór
er í hellinum, og er aðeins hægt að kom-
ast þar inn á litlum fleytum með því að
beygja sig, en hellirinn hækkar þegar inn
er komið. Eins og nafnið bendir til, slær
mjög einkennilegum bláum lit á hellis-
hvelfinguna en þó sérstaklega á sjóinn
þarna inni.
Akstursferðin í opna 7-manna bílnum
upp að híbýlunum þar sem Farúk kon-
ungur dvaldist þá, er ógleymanleg. Eyjan
er hálend og vegurinn þarna upp í
miklum krákustígum, en laufkrónur
trjánna sumsstaðar saman yfir vegin-
um. Helztu atvinnugreinar eyjarskeggja
virðast vera minjagripasala og hótel-
rekstur.
Gaman hefði verið að fara næsta áfanga
landleiðis um Róm, en úr því varð þó
ekki af ýmsum ástæðum, heldur héldum
við öll sem leið liggur — þ. e. sjóleiðin —
til Livornó sem er norðan til á skaganum
sömu megin og Napoli. Þar dvöldum við
í þrjá daga og eyddum mestum pening-
um. ítalska líran er ekki mikið; 1000 lírur
jafngilda kr. 26,12. Livorni telur um
140.000 íbúa, eða nokkru færri en alla
íslendinga. Þaðan skruppu margir til
Písa, sem er þar skammt frá, og þarf þá