Hvöt - 01.03.1954, Page 21
H V O T
19
Hörður Zophaníasson, Kennaraskólanum:
Bindindisfrœðsla í skólum
Það ber ekki ósjaldan við í þjóðfélagi
voru, að áfengisvandamálið beri á góma,
og þá oft um leið tóbakstízkuna og vanda-
mál hennar. Og þá beinast umræðurnar
gjarnan að því, hvað skólunum beri að
gera og hvað þeir gætu gert. Eg ætla nú
í stuttu máli að gera grein fyrir skoðun
minni í þessum efnum.
Ég held, að það sé óhætt að fullyrða,
að allir, hvort heldur þeir eru bindindis-
menn eða áfengisneytendur viðurkenni
bæði fyrir sjálfum sér og öðrum áfengis-
vandamálið, áfengisbölið. En þá greinir á
um leiðir til úrbóta. Sumir vilja bann,
aðrir vilja kenna mönnum hófdrykkju, og
enn aðrir vilja eitthvað þar á milli.
Enginn þessara flokka er nægilega
sterkur til þess að koma sínu fram. Og
hvað er þá hægt að gera? Er þá sennilegt,
að hægt sé að finna þá leið í skólum
landsins, sem líklegt sé, að allir aðilar
sætti sig við.
Hún er þessi:
Skólarnir taki upp fræðslu um áhrif og
afleiðingar áfengisneyzlunnar, hvað menn
telji sig vinna við það að hafa áfengi um
hönd, og hvað þeir telji sig tapa á því.
Arangur og niðurstaða vísindalegra rann-
sókna um þetta efni, heima og erlendis,
verði sern bezt kynnt elztu börnunum í
barnaskólunum og öllum börnum í ung-
lingaskólunum. Lögreglu- og heilbrigðis-
skýrslur varðandi afbrot og sjúkdóma af
völdum áfengis séu kynntar börnunum.
Tilraunir um þessi efni verði gerðar á
hverjum stað eftir því, sem við verður
komið.
Sömu tökum ætti að taka tóbaksnautn-
ina. Ég álít, að ekki veiti af einum tíma
í viku til þessarar kennslu. En eigi slík
kennsla að koma að fullu gagni, verður
að tryggja það, að kennararnir séu vanda
þessum vaxnir. Þess vegna yrði að byrja
á því að halda almennt námskeið fyrir
kennara um áfengismál, þar sem beztu
vísindamenn og aðrir góðkunnir menn,
sem hafa sérstaklega kynnt sér þetta mál,
yrðu leiðbeinendur. Síðan þyrfti Kennara-
skólinn að vera ábyrgur fyrir því, að ekki
brautskráðust aðrir úr skólanum en þeir,
sem hafa viðhlítandi þekkingu í þessum
málum.
Þetta hygg ég, að yrði stórt spor í rétta
átt í þessum málum, en vafalaust má gera
margt fleira og viturlegra. Það er t. d.
erfitt og óleyst viðfangsefni skólanna að
vinna bug á ríkri minnimáttarkennd
ýmissa nemenda, sem veldur því oft og
tíðum, að þeir fyrr eða síðar verða of-
drykkjunni að bráð.
Það er ótal margt, sem bæta má í þjóð-
félagi voru, og það er fyrst og fremst
æskunnar á hverjum tíma að leita, — og
finna nýjar og betri lausnir á vandamál-
unum. Það verður því aðeins gert, að hún
kveðji sér hljóðs í ræðu og riti og setji
þar fram vilja sinn og hugsanir. Margar
hendur vinna létt verk, og nú, strax í
dag, skulum við vondjörf hefja merkið og
stefna markviss og hiklaus í áttina til
lausnar vandamálanna.
Lengi lifi leitandi, hugsandi og heil-
brigð æska í landi voru.