Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.03.1954, Blaðsíða 23
21 H V Ö T HELKULDÍ (Kvæði þetta á að lesast með tilhlíðilegri kuldatilfinningu.) Helvíti er \alt, mig \elur í jraman. Kroppurinn dregur sig saman. Eg er nakinn og á e\\i náttstað að \veldi, nýt aðeins hlýju jrá stjarnanna eldi. Þœr horja á mig einan og hamingjusnauðan, heims\an og blauðan, hrceddan við dauðann. S\o djöjulsins Kauðann. Mannscevin er Ijótur lei\ur. Lítill \vei\ur. Logi — Rey\ur. Orlygur jrá Viðey. Áfengisvandamál - æskufólk - þéringar Framhald af bls. 7. einhverja aðra aðferð, þannig að hægt væri að losna við þessar leyfar dansks kaupmannavalds úr íslenzkunni, því að aldrei hafa þéringar náð jafn mikilli út- breyðslu sem þá, og þótti það sýna hve maðurinn væri menntaður ef hann þéraði. A þeim tíma gengu menn svo langt í þessu, að sumir létu jafnvel börnin sín þéra sig, var það helzt á fínni heimilun- um. Eg get ómöguleka komið auga á, að það sé nein minnkun fyrir mann, þótt hann sé þúaður, nema ef síður sé, það sýnir bara, að sá sem talar við hann lítur á hann sem jafningja, sem reynir ekki að upphefja sjálfan sig. HVER VEIT ? 1. Hvað þýðir Esperanto? 2. Eftir hvern eru þessar ljóðlínur: Fjarri gleðinnar gildaskálum, hjá gnæfandi múrsins þiljum reikar barn í betlitötrum blæðandi og köldum iljum. 3. Hvaða rithöfundur fæddist að Húsa- bakka í Skagafirði árið 1851? 4. Hvert er elzta íslenzka dagblaðið og hvenær hóf það göngu sína? 5. Hvenær var Háskóli íslands stofnaður, og hver var fyrsti rektor hans? 6. Hver vann hundrað metra hlaup á Ólympíuleikjunum í Lundúnum 1948? 7. Hvað hét enski konungurinn, sem ekki kunni að tala ensku? 8. Hver bjó til orðið skóhlífar yfir út- lenda orið galósíur? 9. Hvenær var Stalinverðlaunum fyrst úthlutað og fyrir hvað eru þau veitt? 10. Hvað þýðir mannsnafnið Lára? Svör á bl. 23. Til Italíu Framhald af bls. 18. Þegar Hekla fór skemmtiförina til Spánar, komu spænskir lögregluþjónar í einni hafnarborginni með dauðadrukkinn mann og ætluðu að snara honum þar um borð. Hann talaði ekki þeirra mál, en þeir vissu, að þarna var statt íslenzkt skip, og töldu þá ekki þurfa vitnanna við um þjóðerni mannsins. Reyndar kom það í ljós við nánari athugun, að maðurinn var ekki Islendingur, en lái okkur bindindis- mönnum, hver sem vill, þótt við teljum það vægast sagt varhugavert fyrir þjóðina að áfengi sé selt í hverri búð. M. J.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.