Hvöt - 01.03.1954, Side 24
22
H V O T
Hjörtur Guðmundsson:
HIN
DAGLEGA
BARÁTTA
Hann gengur eftir þrönga og krókótta
strætinu, maðurinn með skófluna á öxl-
inni og slitróttu töskuna undir hendinni.
Honum liggur ekkert á. Hann gengur
hægt. Hann á erfitt með gang — því að
hann er máttlaus, — máttlaus af sulti.
Hann er þreyttur, þótt hann ekkert hafi
unnið. I 18 daga hefur hann enga vinnu
haft. A hverjum morgni í 18 daga hefur
hann gengið niður að höfninni í leit að
einhverri vinnu. Hann hefur gengið á
milli verkstjóranna og beðið þá aðstoðar,
en þeir hafa sagt, hver um sig: „Farðu
til þess næsta.“
Þannig hefur hann leitað án árangurs í
18 daga.. Leitað og beðið. Beðið við höfn-
ina, ef eitthvað skyldi til fallast. Hann var
verkamaðurinn, sem hvergi fékk vinnu,
eins og tugir og hundruð reykvískra
verkamanna, sem nú gengu atvinnulausir.
Samt hafði hann alltaf hatað verkamenn.
Hatað sína eigin stétt. Hann var fæddur
og uppalinn í félagi guðhræddra manna,
sem kallaði sig „Óðin“.
Oðinn var deild úr félagi alþjóðlegra
faktúrufalsara og stjórnuðu því fallega
ístrumyndaðir kaupsýslumenn og pabba-
drengir, sem í miðri viku geta leyft sér að
aka í lúxusbíl með pípuhatt á höfði.
Hann fór að hugleiða, hvers vegna hann
hafði gengið í Oðin. I sjálfu sér átti hann
enga samleið með þeim mönnum. Hann
fátæki, atvinnulausi verkamaðurinn, sem
hvergi fékk vinnu og átti fyrir stórri fjöl-
skyldu að sjá. Hann hafði beðið félaga
sína, mennina hjá Oðni um vinnu.
Mennina, sem oft hafa skipað honum
fyrir eins og þræli. En mennirnir hjá
Oðni sögðu: „Við berum enga ábyrgð á
náunganum", og svo skelltu þeir hurðinni
í lás.
Og nú er hann á ferð heim, tómhentur
sem fyrr. Maðurinn með skófluna á öxl-
inni og slitróttu töskuna undir hendinni.
Maðurinn, sem hvergi fær vinnu. Krók-
ótta, þrönga gatan hlykkjast eftir bragga-
hverfinu, forug og blaut. Hér blasa við
augum íverustaðir þeirra, sem er meinað
að búa í húsum, og í einum þessara
bragga býr hann. Hér í leðjugri götunni
leika börnin hans sér daglega. Blaut og
forug up á haus. Það er engin leikvangur
til fyrir börnin í braggahverfinu, því er
leiksvæði þeirra gatan.
Hann er óvenjulega lengi heim í dag.
Skóflan er óvenjulega þung og gangan
erfið. Onotalegir verkir fara um bak hans,
höfuð hans þungt.
Lágar barnsraddir berast að eyrum hans.
Það eru raddir barnanna, sem verða að
leika sér í forugri götunni. Og þarna eru
börnin hans. Þau eru blá af kulda, og
sulturinn er farinn að merkja þau. Sak-
laust bros litlu barnanna mætir honum,
fagurt og hreint. Þá er eins og hann vakni
að nýju. Hann kastar frá sér skóflunni
og slitróttu töskunni, bak hans réttist og
öll þreyta hverfur burt, því að þrátt fyrir
allt eru börnin dýrmætari og yndis-
legri auður en allir blóðpeningar og vegna
barnanna litlu, sem ékkert hafa upp á að
bjóða nema sakleysið er hann ákveðinn
að berjast og verður að berjast.