Austri


Austri - 12.09.1985, Qupperneq 2

Austri - 12.09.1985, Qupperneq 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 12. september 1985. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Skrifstofa Austra Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-1984 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson Framkvæmdastjóri: Þórhalla Snæþórsdóttir Blaðamenn: Sveinn Herjólfsson, Magnús Þorsteinsson, Magnús Einarsson og Benedikt Vilhjálmsson Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-1984 Áskrift kr. 80.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 20,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-1449 Fiskveiði- stefnan Að undanförnu hafa orðið miklar umræður um fiskveiði- stefnuna. Afli hefur verið góður víða um land og því verulega gengið á leyfilegt aflamagn. Við þessar aðstæður skapast vandi sem ekki verður auðveldlega leystur nema með meiri afla. í þessu tilviki reynir á hvað við hugsum langt fram í tímann. Lausn á vandamáli dagsins getur skapað enn rneiri vandræði í framtíðinni. Freystingin er oft mikil en þá verður skynsemin að komast að. Fiskveiðistefnan ræður meiru um afkomu þjóðarinnar til lengri framtíðar en flest annað. Það er því eðlilegt og nauð- synlegt að um hana séu ávallt málefnalegar umræður. Stefn- unni er ætlað að tryggja sem besta og hagkvæmasta nýtingu fiskistofnanna til lengri tíma. í því sambandi þarf að taka tillit til réttlátrar skiptingar milli skipa og byggðarlaga, atvinnu- öryggis og hæfilegs framboðs á þeim mörkuðum sem eru okkur mikilvægastir. Skapa þarf skilyrði fyrir bættum gæðum, meiri verðmætasköpun og lækkuðum tilkostnaði. Samspil þess- ara markmiða er flókin og ávallt mun koma til árekstra þegar veiðum er stjórnað með ákveðnum hætti. Ekki er langt síðan að við færðum landhelgina út í 200 mílur. Við vissum að útlendingar höfðu stundað rányrkju hér við land og sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara var undir því komin að við sætum ein að nýtingu auðlindanna. En útfærsl- unni fylgdi einnig mikil ábyrgð. Því var lýst yfir í hátíðar- ræðum að nú væri fjöreggið í okkar eigin höndum og góð meðferð þess mundi tryggja afkomendum okkar glæsta framtíð. Farið var í mikla og nauðsynlega uppbyggingu flota og fiskvinnslustöðva. Vegna mikillar veiði og versnandi skil- yrða í hafinu minnkaði afli og því var gripið til harkalegra aðgerða til að tryggja uppbyggingu stofnanna á ný með tak- mörkun veiða og fjölgun skipanna var stöðvuð. Þótt góður árangur hafi náðst er allt of snemmt að hrósa sigri. En sigur- inn mun vinnast ef rétt er haldið á málum og skammtímahags munir látnir víkja. Þeir sem hæst tala um afnám núverandi stjórnunaraðferða vilja í reynd enga stjórnun. Þeir vilja vera frjálsir menn á eigin miðum. Flestir vilja geta athafnað sig án afskipta ann- arra. Athafnafrelsið er hluti af lýðræðinu og það má ekki hefta af óþörfu. Ef heildarhagsmunir þjóðfélagsins krefjast þess verður hins vegar að gera það. Hömlulaus samkeppni um nýt- ingu fiskstofnanna mun aðeins leiða til ofveiði og lífskjara- skerðingar. Á næstunni mun fara fram mikil umræða um fiskveiðistefn- una. í þessari viku funda deildir Fiskifélags íslands á Austur- landi. Á næstunni munu öll helstu hagsmunasamtök í sjávar- útvegi efna til þinga og aðalfunda. Rödd þessara aðila mun vega þungt við ákvarðanir á næstunni. Á þeim hvílir því mikil ábyrgð sem þeir munu áreiðanlega standa undir. Það er margt sem gengur erfiðlega út um land í dag. Lykillinn að bættum hag er fyrst og fremst skynsamleg fiskveiðistefna. H.Á. Atvinnumálaráðstefna Kjördæmis- sambands Framsóknarmanna Kjördæmissamband Fram- sóknarmanna hélt atvinnumála- ráðstefnu um síðustu helgi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þátt- takendur á ráðstefnunni voru af svæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar og voru haldnar framsögur um einstaka þætti atvinnumála. Á eftir framsögu- erindum voru pallborðsum- ræður þar sem framsögumenn svöruðu fyrirspurnum ráð- stefnugesta. Ráðstefnan heppnaðist hið besta og luku þátttakendur upp einum munni um það að slíkar umræður sem þarna fóru fram væru mjög gagnlegar og væri verðugt að gera ráðstefnuhald að föstum þætti í starfi Kjördæmis- sambandsins, sem er reyndar ætl- unin. Þámunu verðatekinfyrirmál sem eru ofarlega á baugi í fjórð- ungnum. Framsöguerindi Sigurður Jónsson formaður kjördæmissambandsins setti ráð- stefnuna og rakti tilgang hennar. Þá flutti ávarp Þórður Ingvi Guð- mundsson formaður þjóðmála- nefndar SUF. Þórður rakti starf ungra jramsóknarmanna í stefnumótun flokksins í atvinnu- málum, en ungirframsóknarmenn hafa unnið mikið starf á þessu sviði. Þórði fannst hægt ganga að koma hugmyndum ungra manna í framkvæmd, og fengju þeir í mesta lagi klapp á kollinn fyrir sína vinnu. Stefna Framsóknarflokksins Jón Kristjánsson flutti framsögu um stefnu Framsóknarflokksins í atvinnumálum. Jón rifjaði upp nokkur grundvallaratriði sem ekki mætti kvika frá í atvinnuuppbygg- ingunni það er krafa um fulla at- vinnu fyrir alla, byggð um landið allt og nýting auðlindanna, án rán- yrkju. Einnig gerði Jón að umtals- efni ályktanir miðstjórnar Fram- sóknarflokksins um nýsköpun (at- vinnulífi og lagasetningu sem miða að þeim markmiðum. Landbúnaðarmál Bjarni Guðmundsson, aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra flutti framsögu um landbúnaðar- mál. Rakti Bjarni helstu atriði nýrr- ar lagasetningar um landbúnað- armál og rakti þróun þeirra mála nú síðustu árin. Margar athygl- isverðar upplýsingar komu fram í erindi Bjarna þar á meðal þær að hér austanlands eru 90% árs- verka í landbúnaði í nautgripa og sauðfjárrækt. Fráárinu 1971 hefur ársverkum í landbúnaði í frum- vinnslu fækkað um 2300, en árs- verkum í úrvinnslu landbúnaðar- afurða fjölgað um 700. Einnig kom Bjarni inn á búrekstur og nauðsyn menntunar og rekstrarráðgjafar fyrir bændur. Fiskirækt Dr. Björn Björnsson fiskifræð- ingur ræddi um fiskeldi og þá möguleika sem eru hér á Austur- landi á því sviði. Fram kom í erindi Björns að kaldursjórhérfyrirAust- urlandi setur skorður í þessu efni, en því færi þó fjarri að mögu- leikarnir í þessum efnum séu full- kannaðir. Það vantaði frekari rannsóknir hér, og væri nauðsyn- leg nánari samvinnaframkvæmd- araðila, sem við þessa hluti væru að fást og þeirra stofnana sem rannsóknir stunda. Björn er nýráð- inn til Hafrannsóknarstofnunar og vinnur að þessum málum þar. Þess má geta að miklar umræður og fyrirspurnir urðu vegna erindis Björns en það var mjög athyglis- vert eins og aðrar framsögur sem voru á ráðstefnunni. Iðnaðarmál Magnús Einarsson bankastjóri ræddi um iðnaðarmál og kom fram í erindi hans að mannfjöldi í iðnaði hér á Austurlandi hefur staðið í stað síðan 1981, en nú eru um 515 störf í iðnaði hér. Magnús rakti stofnun iðnþróunarfélags. Hann setti fram þær skoðanir að stjórnvöld ættu með aðgerðum að skapa iðnaðarumhverfi og bein þátttaka sveitarfélaga í atvinnu- rekstri kæmi mjög til álita. Magnús sagði að til greina kæmi að mis- munandi skattareglur giltu eftir at- vinnugreinum, lægri vextir væru til framleiðslufyrirtækja til stofn- kostnaðar og rekstrar en annarra. Hann sagðist þeirrar skoðunar að gengið væri ekki rétt skráð um þessar mundir og tæki gengis- skráning ekki mið af þörfum fram- ieiðslunnar. Ferðamál Jónas Hallgrímsson fram- kvæmdastj., flutti erindi um ferða- mál. Jónas rakti framkvæmdir á því sviði og þá vinnu sem unnin hefur verið hér á Austurlandi við skipulagningu þeirra mála. Góðar samgöngur væru undirstaða ferðamála, en nauðsynlegt væri að vinna markvisst starf við upp- byggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna. Mikil vakning er nú á því sviði sagði Jónas og hefur aðstaðan víða stórbatnað. Hann lagði áherslu á aukna kynningu Austurlands og að nýta þá mögu- leika sem landshlutinn býður upp á. í erindi Jónasar kom fram að bílferjan Smyrill flutti 1500 farþega til Austurlands er hún hóf ferðir hingað árið 1975, en Norrönaflutti hingað 5500 farþega síðastliðið sumar. Jónas átaldi litla fyrirgreiðslu opinberra aðila við uppbyggingu ferðamála á Austurlandi, fjár- magnið sem til þeirra mála er veitt hefur farið til uppbyggingar annars staðar. Sjávarútvegur Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ræddi sjávarútvegs- málin í sinni framsögu. Halldór sýndi línurit yfir stærð fiskistofna og vaxtarhraða, og yfir nýtingu og vinnslu sjávaraflans. Hann sýndi einnig fram á minnkun þjóðar- tekna við minnkandi afla síðustu ára, og hvernig þróunin hefur verið í þessum málum síðasta áratug- inn. Halldór lagði á það áherslu í framsögu sinni að stjórn fiskveiða væri nauðsynleg og ábyrgðarleysi væri að taka of mikla áhættu í veiðum og missa niður stofninn af þeim sökum. Það yrði að hugsa til framtíðar og ná hámarksnýtingu út úr fiskstofnunum. Eins og áður segir voru pall- borðsumræður að loknum fram- söguerindum og stjórnaði Þórður Ingvi Guðmundsson þeim. Fjöl- mörgum fyrirspurnum var beint til framsögumanna og má þar t.d. nefna miklar umræður um hinar nýju atvinnugreinar fiskirækt og loðdýrarækt. Niðurstöður ráðstefnunnar og þær upplýsingar sem þar komu fram verða síðan teknar saman og lagðar til grundvallar þegar kjör- dæmisþing ræðir og ályktar um at- vinnumál en ætlunin er að það verði haldið í byrjun októbermán- aðar. J.K Stúdenta- leikhúsið á Austur- landi Stúdentaleikhúsið sýnir rokk- söngleikinn „Ekkó-guðirnir ungu“ á eftirtöldum stöðum á Austur- landi. Vopnafirði miðvikud. 18. sept. kl. 21 Borgarfirði fimmtud. 19. sept. kl. 21 Egilsstöðum föstud. 20. sept. kl. 21 Neskaupstað laugard. 21. sept. kl. 21 Höfn mánudaginn 23. sept. kl. 21 Fréttatilkynning Frá sýriingu Stúdentaleikhússins.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.