Austri


Austri - 12.09.1985, Síða 6

Austri - 12.09.1985, Síða 6
6 AUSTRI Egilsstööum, 12. september 1985. Sumarslátrun Námskeiðfyrir aðstandendur fatlaðra barna Blaðinu hefur borist fréttabréf Sambands íslenskra Samvinnu- félaga, Sambandsfréttir. Þar er meðal annars skýrt frá starfsemi Búvörudeildar um þessar mundir og nýjungum hjá deildinni í með- ferð kjöts. Þar segir svo meðal annars: Ferskt lambakjöt úr sumar- slátrun. Það hefur verið fastur liður í starfssemi Búvörudeildar Sam- bandsins á undanförnum árum að gangast fyrir margs konar nám- skeiðum fyrir sláturhússtjóra. Þar hefur þeim verið kynnt nýjasta tækni hverju sinni við slátrun, innanúrtöku og aðra verkþætti er tengjast störfum þeirra. Með þeim hætti hefur tekist að samræma vinnubrögð í sláturhúsum kaup- félaganna í Borgarnesi og á Hvammstanga. Leiðbeinendur á þessum námskeiðum voru þeir Sigurður Örn Hansson, forstöðu- maður rannsóknastofu Búvöru- deildar, og David Jennings frá Nýja Sjálandi, sérfræðingur í pökkun og meðferð lambakjöts. Námskeið þessi voru verkleg og fór því allmikil slátrun fram í hús- unum meðan þau stóðu yfir. Þar að auki voru þau óvenju snemma á ferðinni í ár. Af þeim sökum gafst þarna kærkomið tækifæri til að bjóða neytendum ferskt lambakjöt fyrr en venjulega og lengja þannig þann tíma sem það er á boðstól- um. Það kjöt, sem þarnafékkst, fór til sölu hjá Afurðasölu Búvöru- deildar, og er nú komið í verslanir, þar sem það hefur selst mjög vel og hlotið hinar bestu móttökur neytenda. Slátrun byrjar annars núna um miðjan september og sér Afurða- salan þá til þess að áfram verði hægt að fá ferskt kjöt beint úr slát- urhúsunum. Þaraðauki erætlunin að hafa á boðstólum sérstök jóla- lömb sem slátrað verður skömmu fyrir jól, og þangað til verður reynt að búa svo um hnútana að alltaf verði fáanlegt nýtt kjöt. Verður reynt að tímasetja slátrunina þannig að þetta geti tekist. Með öðrum orðum er stefnt að því að allan tímann frá því í lok ágúst og fram að jólum verði á boðstólum nýtt og ferskt lambakjöt frá Af urða- sölunni. Ný pökkunarstöð En þetta er ekki eina nýjungin hjá Afurðasölunni því að þar er einnig búið að taka í notkun nýja pökkunarstöð sem ætlað er að verða til þess að bæta mjög alla þjónustu hennar við neytendur. Þar er kjötinu m.a. pakkað í loft- tæmdar plastumbúðir, og einnig er þar nú komin í notkun ný að- staða til sundurhlutunar á kjöti sem gefur verslunum og neyt- endum færi á að velja á milli mun fleiri og smærri hluta af kjötskrokk- unum en áður. Sömuleiðis tryggir pökkunarstöðin enn betri meðferð kjötsins en verið hefur til þessa, og pökkun í loftþéttarumbúðirskapar jafnframt aukið geymsluþol. Þar að auki hefur svo verið sett upp aðstaða í Afurðasölunni, skipulögð eftir niðurstöðum nýj- ustu rannsókna, sem gerir það kleift að þíða frosið kjöt við bestu aðstæður. Verður það framvegis þítt undir ströngu eftirliti við rétt raka- og hitastig, og í réttan tíma. Þetta á að leiða til þess að neyt- endur geti gengið að meyru og Ijúffengu kjöti vísu á öllum tímum árs. Á komandi vetri munu samtök fatlaðra og aðstandenda fatlaðra gangast fyrir námskeiðum fyrir fjölskyldur/aðstandendur fatlaðra barna undir skólaaldri og snemma á skólaaldri. Fyrstu tvö nám- skeiðin verða haldin í Reykjanesi við ísafjarðardjúp helgina 13. - 15. september, og í húsmæðra- skólanum á Hallormsstað helg- ina 27.-29. september. Gert er ráð fyrir þátttöku fullorð- inna aðstandenda, og er ekki skil- yrði að fólk búi í þeim landshluta sem um ræðir. Námskeiðið miðast við að öll fjölskyldan sé með. Hæft starfsfólk annast börnin meðan fundir standa yfir, en ýmislegt verður gert til skemmtunar bæði börnum og fullorðnum. Kostnaði vegna þátttöku verður stillt í hóf, en án ferða verður hann um kr. 1500.- fyrir fullorðninn einstakling, um 750.- fyrir barn. Ferðir verða skipulagðar sé þess óskað, og reynt verður að koma til móts við ferðakostnað þeirra sem eiga langt að sækja. Dagskrá námskeiðanna verður sem hér segir: Föstudagur: Frá kl. 17: Tekið á móti þátttak- endum. Kl. 19: Kvöldmatur. Kl. 21: Sýning myndbands fyrir fullorðna. Kynning. Barnagæsla kl. 21 - 23. Laugardagur: Kl. 8 - 9.30: Morgunmatur. Kl. 9.45: Réttur fatlaðra gagn- vart Tryggingastofnun ríkis- ins. Erindi fulltrúa Trygginga- stofnunar, Ingólfs H. Ingólfssonar. Fyrirspurnir. Fulltrúar Svæðis- stjórna um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra kynna starf svæðis- stjórnar og aðstöðu fyrir fatlaða á svæðinu og víðar. Fyrirspurnir. Kl. 12 - 13.30: Matur. Samvera með börnum. Kl. 13.30:Viðbrögð aðstand- enda við fötlun barns. Erindi, Einar Hjörleifsson sálfr. erindreki hjá Sjálfsbjörg og Jóhann Thor- oddsen sálfr. hjá Styrktarfélagi vangefinna. Hópstarf. Kl. 15.30: Kaffi. Síðan áframhald- andi hópstarf. Kl. 18: Fundum lýkur. Kvöldmatur kl. 19, síðan kvöldvaka með þátt- töku barna. Kl. 21 - 23: Kvöldvaka fullorðinna. Barnagæsla. Sunnudagur: Kl. 8 - 9.30: Morgunmatur. Kl. 9.45: Fötlunog erfiðleikarvið greiningu. Erindi læknis (Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir). Hópstarf. Fyrirspurnir. Kl. 12 - 13.30: Matur. Samvera með börnum. Kl. 13.30: Hjálpartæki, tæknileg aðstoð við fatlaða og leiktæki. Er- indi, Guðrún Hafsteinsdóttir iðju- þjálfi, Hjálpartækjabanka og Snæfríður Egilson iðjuþjálfi, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Hópstarf. Fyrirspurnir. Kl. 15.30: Kaffi. (kaffitímaogfram til kl. 16.30 geta þátttakendur not- fært sér sérfræðilega aðstoð eða borið fram einstaklings- bundnar fyrirspurnir til allra fyrir- lesara. 16.30 - 17.30: Námskeiðsmat og námskeiðslok. Þátttaka tilkynnist starfsmanni námskeiðanna, Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur í síma 91- 84999, herb. 25, eða 91-24089 (heima). (Fréttatilkynning um námskeiðahald landssamtakanna Þroskahjálpar, Sjálfsbjargar landssambands fatl- aðra, Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra og Styrktarfélags vangefinna.) VEIÐIHORNIÐ [ Breiðdalsá hefur verið óvenju mikið líf á þessu sumri. Eru komnir upp úr ánni um 60 laxar og töluvert af vænni bleikju. Áin hefur verið mjög dauf undanfarin ár og er því ánægjulegt að heyra þessar fréttir. Mikill lax virðist hafa verið í ánni og er kannski veiðimönnum að kenna að ekki hafa fengist fleiri því eins og allir vita er þetta ákaf- lega dyntótt, skepna laxinn. Árangur af sleppingum laxa af Veiðifélagi Fljótsdalshéraðs er nú þegar kominn í Ijós. i Eyvind- ará hefur veiðst einn lax og var hann merktur. Einnig hefur veiðst einn lax í net í Lagarfljóti í Fljótsdal. Einnig hafa sést laxar í Grímsá. Á þessu má sjá að Veiði- félagsmenn hafa haft erindi sem erfiði að sleppa þessum 60 löxum fyrir ofan laxastigann við Lagar- foss. Gerast veiðimenn nú æ óþolinmóðari um að lagfæring stigans fari fram hið fyrsta. MÞ Minjavörður á Austurlandi Starf minjavarðar á Austurlandi er laust til um- sóknar frá og með 1. nóvember n.k. í starfinu felst skipulag, uppbygging og fagleg aðstoð við söfn á safnasvæðinu, sem er Austurlandskjördæmi. Minjavörður er jafnframt forstöðumaður Safna- stofnunar Austurlands og starfar undir stjórn hennar. Leitað er að starfsmanni með menntun í þjóðfræði eða fornfræði, sem hefur áhuga á safna- málum og er gæddur góðum samstarfseigin- leikum. Laun samkvæmt samkomulagi starfsmanna ríkisins um minjaverði. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Skriflegar umsóknir sendist Halldóri Sigurðssyni á Miðhús- um, 700 Egilsstaðir. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu S.A.L. fyrir hádegi í síma 97-1451 og hjá Halldóri Sigurðssyni í síma 97-1320 á ótilgreindum tíma. Stjórn S.A.L.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.