Austri


Austri - 21.06.1990, Síða 2

Austri - 21.06.1990, Síða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 21. júní 1990. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Skrifstofa Austra Lyngási 1, 700 EgHsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson Útgáfustjóri: Broddi Bjarni Bjarnason Auglýsingastjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir Blaðamaður: Guðgeir Ingvarsson Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-11984 Áskrift kr. 335.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 90,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449 Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Ræðst við verð- bólguna? Síðustu áratugir hafa verið samfelld barátta við verðbólguna hér á landi. Verðhækkanir eru hluti af hinu daglega lífi og nánast ekkert hefur komið á óvart í þeim efnum. Smátt og smátt höfum við sætt okkur við þessa tilveru en jafnframt höfum við vitað hversu gífurlegur skaðvaldur verðbólgan er. Verð- skyn hverfur, kostnaðaraðhald minnkar og íslenskar vörur hafa hvað eftir annað orðið undir í samkeppn- inni við erlendar afurðir. Hvað eftir annað höfum við strengt þess heit að útrýma verðbólgunni en allt of oft hefur það mistekist vegna samstöðuleysis og sundum úrræðaleysis. Með síðustu kjarasamningum skapaðist grund- völlur til að hemja verðbólguna. Samhliða hefur afurðaverð farið hækkandi og afkoma atvinnuveg- anna því batnað verulega. Verðbólga var fyrir ári síðan rúmlega 30% en er nú í upphafi júní tæplega 8% ef miðað er við verðhækkanir síðustu þriggja mánaða. Nafnvextir hafa lækkað samfara minnkandi verðbólgu. Kjarasamningarnir voru í reynd ekki samningar um launahækkanir. Þeir fela í sér tilraun til að ná efnahagslífinu út úr verðbólguhringiðunni og skapa þannig forsendur fyrir eðlilegu starfsum- hverfi. Þar var samið um lækkun verðbólgu, efna- hagslegan stöðugleika, styrkingu kaupmáttar og ýmis önnur efnahagsleg markmið. Það er enginn vafi á því að við getum ráðið við verðbólguna, en það er ekki nóg að semja um að svo skuli verða. í hvert sinn sem líkur eru á að atburð- arás fari af stað sem leiðir til hækkandi verðbólgu verður að grípa inn í. Launahækkanir mega ekki vera meiri en gert var ráð fyrir. Verðhækkanir mega ekki fara umfram þau markmið sem sett voru og síð- ast en ekki síst verður að gæta mikils aðhalds í ríkis- fjármálum þannig að hallarekstur ríkissjóðs leiði ekki til vaxandi verðbólgu. Allar slíkar aðgerðir eru umdeilanlegar og koma við marga þjóðfélagsþegna. Þrátt fyrir allt er aðalatr- iðið að hafa heildaryfirsýn og hvika ekki frá því mikilvæga markmiðið að verðbólga á íslandi verði alls ekki meiri en gengur og gerist í okkar nágranna- löndum. Ef vikið verður frá því markmiði munu lífs- kjör versna á ný og íslenskar vörur verða undir í samkeppninni við erlendar vörur. Það er til svo mikils að vinna að engin ríkisstjórn getur leyft sér að víkjast undan þeim óþægindum sem kunna að verða í þessari baráttu fyrst í stað. í því felst meðal annars að tryggja verður samræmi í laun- abreytingum innanlands. Við getum ráðið við verð- bólguna ef við erum tilbúin til að leggja það á okkur sem til þarf. H.Á. Hallormsstaðaskóli: Opin ráðstefna á vegum Hermeshópsins og Nordnet 2000 Hótel Edda - Hallormsstaðaskóla laugardaginn 23.06. Hermeshópurinn er hópur skólamanna sem starfa í grunn- skólum, við ráðgjafaþjónustu og á vegum Kcnnaraháskólans. Markmið okkar er: 1. Að finna leiðir til að íhuga saman atriði sem bæta skóla- starf og skilyrði nemcnda til að læra. 2. Að tengja kennara, skólaráð- gjafa og starfsfólk kennara- menntunarstofnana sem áhuga hafa á að skiptast á reynslu og skoðunum á Austurlandi, á öllu íslandi, á öllum Norðurlöndum og víðar. Hermeshópurinn hóf starf sitt haustið 1989. Fundarstaðurinn er ofast í Hermes, húsnæði Fræðslu- skrifstofu Austurlands á Reyðar- firði. Hermeshópurinn er upptek- inn af að íhuga markmið skólans og leiðir til að útfæra markmið í daglegu skólastarfi. Eftirtalin þýð- ingarmikil hugtök eru til umræðu: - Samfélag fyrir alla. - Sjálfstæður skóli, í sjálfstæðri sveit. - SKÓLI FYRIR ALLA. - Kennsla við hæfi. - Að nota tölvutækni í þágu kennslu við hæfi. Hermeshópurinn er íslandsdeild í NORDNET 2000, sem er tengsla- net milli skólamanna á öllum Norðurlöndum. Við viljum styrkja sameiginlega menningu Norður- landa eins og hún kemur fram í viðleitni okkar til að þróa skóla, sem býður öllum börnum og ung- lingum upp á góð námskjör við hæfi í félagsskap jafnaldra í heima- byggð. Nordnet 2000 og Hermeshópur- inn vilja þróa tengslanet milli skólamanna. Það gerum við með því að halda fundi og ráðstefnur, tryggja samskipti með bréfum, símtölum, póstfax og tölvuteng- ingu. Markmiðið með ritlingi Hermes- hópsins er að skrá upplýsingar, íhuganir og spurningar sem fram koma í umræðum um skólamál. í ritstjórn sitja: Þóroddur Helgason, Steinunn Lilja Aðal- steinsdóttir, Sigfús Grétarsson, Guðrún Jónsdóttir og Berit Johnsen. Framsögur og umræður: 10:00 Nordnet og Európabandalagið. Ole Hansen, forstöðumaður ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu, Danmörk. 10:30 Skólinn fyrir alla — hvaða skóli og fyrir hverja? Berit Johnsen, starfsmaður KHÍ, ísland. Skólinn fyrir alla: Markmið og viðhorf. Ole Hansen. Hæfni í skólanum fyriralla. Fridtjof Lande, Kennaraháskólanum í Þrándheimi, Noregi. 13:00 Hádegisverður. 14:00 Hvenær getur ný tækni komið að gagni í kennslu? Kim Foss Hansen, Hin danska uppeldisdeild, Elisabeth Jakobsen, fors- töðumaður ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu, Danmörk. Er hlutverk kennarans að breytast? Jan Hedvall, „Skólaþróun á Norðurlöndunum“, Svíþjóð, Ann-Mari Paulinow, skólastjóri, Finnland. 16:00 Kaffi. Allir sem áhuga hafa á skólamálum eru velkomnir að hlýða á framsög- urnar og taka þátt í umræðu. Hverjir bera ábyrgð á fjárflutningum? Eins og kunnugt er voru á milli 50 og 60 kindur fluttar frá Skriðu- klaustri í vor að Freyshólum á Norður-Völlum. Mér leikur hugur á að vita hvaða rök eða nauðsyn var á þeim flutningum. Ég vil taka það fram að ég er ekki andvígur því að varðveittur sé sá góði árangur sem varð af ræktun fínnar og hreinhvítrar ullar á Skriðuklaustri. Hinsvegar skil ég ekki hvers vegna féð var flutt frá Skriðuklaustri. Þar hélt ég að öll aðstaða væri mjög góð til að geyma þennan fjárstofn og varð- veita þau ullargæði sem hann hafði. Þar eru stór tún og mikið landrými á láglendi eftir því sem ég best veit. Þar er mjög snjólétt og ætti því að vera góð aðstaða að girða og viðhalda rammgerðum girðingum fyrir þennan fénað, svo tryggt mætti vera að einangra hann. Ég undrast þá ráðstöfun að flytja þessar kindur austur fyrir Lagarfljót, á svæði þar sem búið var að skera niður vegna riðuveiki og bændur þar byrjaðir og í þann veginn að kaupa nýjan fjárstofn. Mig langar að fá það upplýst hverjir réðu þessu og hvers vegna stjórn Búnaðarsambands Austur- lands kom ekki í veg fyrir þessa fjárflutninga. Ég vona að ég fái greinargóð svör við þessari fyrir- spurn og hverjir báru ábyrgð á þess- ari ráðstöfun. Sérstaklega hvaða nauðsyn bar til að flytja þessar kindur austur yfir Lagarfljót, sem er án efa önnur traustasta varnar- lína á Austurlandi hvað samgang sauðfjár snertir. Með fyrirfram þökk fyrir grein- argóð svör. Gilsá 11.6.1990 Sigurður Lárusson Sendir nærri 80 tonn af fatnaði á hverju ári Á hverju ári berst mikið af fatn- aði til Rauða kross íslands. Fötin eru send til Rauða kross Dan- merkur sem sér um flokkun og pökkun og geymslu þar til neyð- arkall berst. Þá sendir DRK fötin á áfangastað samkvæmt ákvörð- unum RKÍ. Tekið hefur verið á móti fötum í aðalstöðvum Rauða krossins við Rauðarárstíg en á næstunni mun Reykjavíkurdeildin taka við þessu verkefni þegar deildin hefur komið sér fyrir í nýjum húsakynnum við Fákafen. Rauði krossinn hefur sent út milli 70 og 80 tonn af fötum á ári. Nýlega voru t.d. 18 tonn send til Túnis. Þrír fulltrúar Rauða kross- ins heimsóttu fyrir nokkru stöðvar Rauða krossins í Danmörku þar sem flokkun og pökkun fata fer fram. Var tilgangurinn að kynnast því hvernig frágangi fatasendinga frá íslandi væri best háttað. Skipa- deild SÍS flytur föt í gámum frá Is- landi, Rauða krossinum að kostn- aðarlausu. Er þeim skipað upp í Árósum og þaðan eru þau send til Suður Jótlands þar sem flokkunin fer fram. Tekið er við hvers kyns hreinum og heilum flíkum til að nota hvort heldur er á heitum landssvæðum eða köldum. Fylgi saumuð belti kjólum eða pilsum er best að þau séu fest við flíkurnar og það sama á við ef pils og blússa eiga saman. Ekki er unnt að taka við skóm eða skinn- og gæruflíkum. Úr fréttablaði Rauða kross íslands 17 Edduhótel opna á næstu dögum í sumar verða starfrækt 17 Edduhótel víðs vegar um landið, sem opna hvert af öðru næstu daga. Hótelin verða rekin með svip- uðu sniði og áður, bjóða gistingu í uppbúnum herbergjum eða svefn- pokapláss og veitingaþjónustu allan daginn. Nú í sumar verður í fyrsta sinn starfrækt Edduhótel að Reykja- nesi við ísafjarðardjúp. Mun það auðvelda fólki að ferðast um Vest- firði í sumar. Býðst ferðafólki nú gisting á þrem stöðum á Vest- fjörðum á sérstökum vildarkjör- um. Sem fyrr bjóða Edduhótelin sértilboð á gistingu í júní og ágúst. Býðst þá gisting með verulegum afslætti ef keyptar eru fjórar gisti- nætur eða fleiri samtímis. Einnig leggja Edduhótelin sér- staka áherslu á hagstæð kjör fyrir fjölskyldur með börn. Allar nánari upplýsingar um þessi sértilboð svo og pantanir eru veittar á Ferðaskrifstofu íslands. Fréttatilkynning. Meðfylgjandi mynd er fró vorfundi hótelstjóra Edduhótelanna.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.