Austri


Austri - 21.06.1990, Síða 3

Austri - 21.06.1990, Síða 3
Egilsstöðum, 21. júní 1990. AUSTRI 3 Egilsstaðir: Leikj anámskeið fyrir börn íþróttafélagið Höttur á Egils- stöðum stendur í sumar fyrir íþrótta- og leikjanámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Félagsmálaráð Egilsstaðabæjar styrkir námskeiðin fjárhagslega og einnig hafa Mjólkurdagsnefnd og heildverslunin K. Ólafsson í Reykjavík veitt styrki til að kaupa boli, sem börnin fá afhenta við lok námskeiðsins. Fyrra námskeiðið af tveimur fyrirhuguðum hófst 4. júní sl. og stóð það í tvær vikur og lauk sl. föstudag. Alls tóku rúmlega 50 börn þátt í þessu námskeiði. Var þeim skipt niður í þrjá flokka. Voru 13 börn 10 til 12 ára á námskeiðinu eftir hádegi frá kl. 13 til 17. Fyrir hádegi frá kl. 10 til 12 voru svo 39 börn á aldrinum 6 til 9 ára, og var einn leiðbeinandi með hvorn flokk. Á námskeiðinu var farið í ýmsa leiki og íþróttir, en einnig voru þar ýmsar uppákomur. Til dæmis var einn daginn farið í heimsókn í fjósið á Egilsstaðabúinu og dýrin þar skoðuð. Mjólkursamlagið var skoðað og fengin hressing þar. Þá var einn daginn farið til að gróður- setja trjáplöntur í Ekkjufellslandi undir leiðsögn skógræktarmanns. í>á heimsóttu krakkarnir hesta- leiguna á Skipalæk og fengu allir að fara á hestbak og að leika sér í hlöðunni þar. Var heimsóknin að Skipalæk einhver vinsælasti liður námskeiðsins. Námskeiðinu lauk svo með pylsuveislu og allir þátt- takendur fengu bol og viðurkenn- ingarskjal fyrir þátttökuna. Hilmar Gunnlaugsson þjálfari, sem stjórnaði námskeiðinu, taldi að það hefði tekist mjög vel, og ekki væri annað að heyra, en börnin og foreldrar þeirra hefðu verið ánægð með það. Annað námskeið með svipuðu sniði hefst 25. júní, ef næg þátt- taka fæst, og stendur það líka í tvær vikur. G.I. TENGSL reykínga á heimilum og reykinga barna Miklu meiri líkur eru til að börn á reykingaheimilum byrji að reykja en börn á heimilum þar sem enginn reykir. Samkvæmt íslenskum rannsóknum er þessi hætta að minnsta kosti tvöfold ef foreldrar reykja og þreföld ef systkini reykja. Ein af ástæðunum getur verið sú að börnin eru send eftir tóbaki og venjast við að kauþa það og handfjatla. AUnnst er áhættan ef enginn reykir á heimilinu. Áhættan er tvöfóld ef foreldrar reykja. Áhættan er þrefóld ef systkini reykja. Láttu ekki barnið bera tóbakið fyrir þig. T óbaksvarnanefnd Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta Er ekki kominn sumarfríið? Eigum á lagerj sóluðum og s dekk og olíurfyrir kjum, nýjum og targerðirbíla. Þverklettum 1, Egilsstöðum S 12002. Fellabær: Námskeið fyrir vistforeldra á Austurlandi Dagana 15. og 16. júní sl. var haldið í Fellaskóla í Fellabæ nám- skeið fyrir vistforeldra á Austur- landi, en svo kallast fólk, sem vill taka börn í sumardvöl í sveit. Það var Stéttarsamband bænda, sem stóð fyrir þessu námskeiði í samráði við Landssamtök vistfor- eldra, sem stofnuð voru í fyrra, en námskeiðið var haldið hér að ósk Búnaðarsambands Austurlands. Halldóra Ólafsdóttir, starfs- maður Stéttarsambands bænda, sem stjórnaði námskeiðinu, sagði í viðtali við Austra, að þátttakendur í þessu námskeiði hefðu verið 19 víðs vegar af Austurlandi. Kennt var tvo heila daga eða 24 kennslu- stundir alls. Kennarar voru m.a. tveir félagsráðgjafar frá Félags- málastofnun Reykjavíkur. Kennt er um væntingar barnsins áður en það kemur í sveitina. Rætt er um sumardvölina sjálfa, vistforeldrana og hlutverk þeirra. Einnig er kennt um tryggingamál, eldvarnir og skyndihjálp. Þá er einnig kennsla um mataræði og næringu svo það helsta sé nefnt. Það fólk, sem vill fá börn til sumardvalar í sveit í gegn um Stéttarsamband bænda eða frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur verður að hafa farið á svona nám- skeið áður. Hafa sams konar nám- skeið nú verið haldin í flestum landshlutum, en þetta er í fyrsta skipti, sem slíkt námskeið er haldið á Austurlandi. Reynt er að stilla þátttökugjöldum í hóf og greiðir Stéttarsambandið hluta kostnaðar við námskeiðið. Halldóra Ólafsdóttir sér einnig um sumardvalir barna á vegum Stéttarsambands bænda, en hún segir, að foreldrar barna, sem vilja koma börnum sínum í sveit komi venjulega til hennar og fái sjálfir að velja á hvaða bæ barn þeirra fari, og beri þannig sjálfir ábyrgð á valinu á vistforeldrum. G.I. AUSTFJARÐALEIÐ HF. © 71713 SUMARAÆTLUN 21. maí - 9. september 1990 Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga Föstudaga 845 920 940 1010 Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Egilsstaðaflugvelli S 71654 S 61426 S 41200 0 11211 *-|220 *-)-|40 *1 1 20 *1Q50 8°o 840 855 925 Neskaupstað S 71654 Eskifirði S 61426 Reyðarfirði S 41200 Egilsstaðaflugvelli S11211 * 11 3° *1Q50 *1Q3° *10°° ‘Aætlaður tími, ekki bindandi. SKOÐUNARFERÐIR FRÁ EGILSSTÖÐUM 1. júlí -15. ágúst Egilsstaðir - Mjóifjörður - Daiatangi - Egilsstaðir Kl. 1050 Brottför frá Egilsstaðaflugvelli alla fimmtudaga með áætlunarrútunni til Neskaupstaðar, og þaðan með báti til Mjóafjarðar kl. 630 Kl. 1120 Alla föstudaga frá Hótel Valaskjálf S 11500 EGILSSTAÐIR - HALLORMSSTAÐUR mán mið fös Frá Hótel Valaskjálf Egilsstöðum S 11500 1445 1445 19°° Frá Hótel Eddu Hallormsstað S 11705 1535 1530 1930 VEFNAÐARVÖRUDEILD RUCANOIR krumpugallar nýkomnir. MELKA herrafatnaður: sumarblússur, buxur, peysur og skyrtur. PANTHER strigaskór á alla fjölskylduna, hagstætt verð. r r BUSAHALDADEILD Viðlegubúnaður: tjöld, svefnpokar, dýnur. Kælibox 3 stærðir, matarsett 3 gerðir, pottasett 3 gerðir. Prímusar og gas. Grill og grilláhöld. Útileikföng í úrvali: Flugdrekar, flugvélar, tennissett, golfsett. Plastleikföng í miklu úrvali. KAUPFÉLAG HÉRAÐSBUA Egilsstöðum

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.