Austri


Austri - 21.06.1990, Síða 5

Austri - 21.06.1990, Síða 5
Egilsstöðum, 21. júní 1990. AUSTRI 5 17. júní á Egilsstöðum Hér sést yfir hluta hátíðargesta á Egilsstöðum 17. júní síðastliðinn. Óvíða í þéttbýli er jafn skemmtilegt útisvæði til hátíðahalda umvafið trjágróðri og í skjóli undir hárri klettahæð. Hátíðahöldin voru með hefðbundnu sniði og voru þau vel sótt af bæjarbúum. Að loknu ávarpi bæjarstjórans og fjallkonunnar kom fjallkallinn óvænt fram á sviðið með skautabúning á höfði, sem þó venjulega er notaður sem fótabúnaður, og flutti kvæði í gamansömum stíl. Einnig voru leiklesnir kaflar úr Kristnihaldi undir Jökli og margt fleira var til gamans gert. Veður var þurrt en lítið sá til sólar þennan dag. Að lokinni útiskemmtun var kvenfélagið Blá- klukka með kaffisölu og meðlæti í Hótel Valaskjálf, og þar söng Karlakór Fljótsdalshéraðs nokkur lög við góðar undirtektir. Austramynd/B Aðeins ein jörð Nú er sumarið að koma til okkar hér á íslandi og því fylgir jafnan aukin bjartsýni og trú á framtíð- ina. Úti í hinum stóra heimi hafa einnig orðið ýmsar breytingar að undanförnu, sem gefa tilefni til aukinnar bjartsýni. Landamæri austur og vestur Evrópu hafa opn- ast og samskiptin milli landanna hafa orðið vinsamlegri. í S-Afríku er mikið að gerast og hefur bar- áttan þar gegn kynþáttaaðskilnað- arstefnunni loks borið umtals- verðan árangur. Samtökum stjórn- arandstæðinga er nú leyft að starfa, eftir áratugalangt bann. Pólitískir fangar hafa fengið frelsi, þar á meðal hinn kunni leiðtogi blökkumanna Nelson Mandela. Og Namibía, hin fámenna ná- grannaþjóð S-Afríku, fagnaði nýfengnu sjálfstæði fyrir nokkrum vikum. Þar með hefur síðasta nýlenda Afríku fengið frelsi. En víða um heim er þróunin á annan veg. í Eþíópíu hefur hung- urvofan enn einu sinni haldið inn- reið sína og í Súdan, Mósambík og Afghanistan geysa borgarastyrj- aldir. Á fleiri stöðum í heiminum er ástandið svipað þessu. Og ekki hefur tekist að draga úr fátæktinni í heiminum. A.m.k. 800 milljónir manna lifa við algera örbirgð, þar af eru um 500 milljónir manna svo snauðir að þeir þjást af stöðugri vannæringu. Petta fólk er dreift um allan þriðja heiminn. Það reynir að lifa af í fátæktarhverfum stórborganna, örsnauðum sveita- þorpum eða flóttamannabúðum. Pað er ekki margt sem bendir til þess að framtíð þeirra sé björt. Mörg þróunarlönd hafa hafnað í þvílíkum vítahring skulda, staðn- aðs efnahagslífs og rangra póli- tískra ákvarðana að erfitt er að sjá leiðir til úrbóta. Skuldabyrðin er eitt stærsta vandamál þessara ríkja, mörg þeirra greiða mun meira til alþjóðastofnana og iðn- ríkja í vexti og afborganir af skuldum, heldur en iðnríkin og alþjóðastofnanirnar greiða í þró- unaraðstoð til þeirra. Verðið á útflutningsvörum flestra þróunar- landa er ákaflega óstöðugt og fer lækkandi. Afleiðingarnar eru minnkandi tekjur og minnkandi kaupmáttur íbúanna. Skulda- kreppan bitnar í nánast öllum til- fellum harðast á fátækasta fólkinu. Fátæktin er eitt alvarlegasta vandamál heimsins. Okkur getur virst það svo stórt og vonlaust að okkur fallist algerlega hendur. En við megum ekki gleyma því að á bak við tölur um efnahagsvanda, skuldakreppur og fátækt er lifandi fólk, sem er svo sannarlega þess virði að styðja. Með því að senda peninga til hinna ýmsu hjálpar- verkefna, og einnig með því að sýna skilning, samstöðu og síðast en ekki síst vilja til breytinga, sem leiða til jafnari skiptingar á auð- lindum jarðarinnar. Jörðin er sam- eign okkar allra og við berum sam- eiginlega ábyrgð á því að allir íbúar jarðar fái að njóta gæða hennar. Þótt enginn geti hjálpað öllum þeim sem líða skort, getum við öll hjálpað einhverjum. Með ósk um gleðilegt sumar, Þórdís Sigurðardóttir Úr fréttabréfi Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Mjög ítarleg umferðartalning er nú í gangi hér á Austur- landi og eru það starfsmenn Vegagerðar Ríkisins sem sjá um verkið. Slík talning er gerð á fjögurra ára fresti í hverjum landsfjórðungi. Niðurstöðutalna er að vænta seint í haust. Myndin hér að ofan var tekin fyrir fáum dögum á gatna- mótum Fagradalsbrautar og Seyðisfjarðarvegar en þar er staðsettur einn sjálfvirkur teljari. Austramynd/B Bryggjiihátíð á Reyðarfirði 30. júní Laugardaginn 30. júní nk. verður efnt til mikillar bryggjuhá- tíðar á hafnarsvæðinu á Reyðar- firði. Hátíðin hefst kl. 14 með skrúðgöngu og leik lúðrasveitar, en síðan verður skemmtun á hafn- arsvæðinu allan eftirmiðdaginn og langt fram á nótt með fjölda dag- skráratriða. Helstu dagskrárliðir á bryggju- hátíðinni verða trúbadorkeppni, trúðar skemmta börnunum, þá verða þjóðdansar, þar sem dans- flokkur frá Fiðrildunum sýnir þjóðdansa. Einnig verður tívolí og selt verður kakó, vöfflur og kaffi, og þar verður líka heilmikið úti- grill. Þá er vonast til að hátíðar- gestir geti farið í smá siglingu á firðinum. Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðar- firði hefur góðfúslega lánað stóra skemmu við höfnina, og verða þar haldnir tónleikar um kvöldið. Þar spila og skemmta Bubbi Morthens og hljómsveitirnar Rokkbandið frá Akureyri og unglingahljóm- sveitin Trassarnir. Gefst þar gott tækifæri til að dansa og skemmta sér fram eftir nóttu. Aðgangur inn á hátíðarsvæðið um daginn verður ókeypis, en selt verður inn á tónleikana um kvöldið. Það eru Kvenfélag Reyðarfjarð- ar, Lionsklúbbur Reyðarfjarðar, JC á Reyðarfirði og Ungmennafé- lagið á staðnum, sem standa fyrir þessari bryggjuhátíð, og er þetta í annað sinn, sem slík hátíð er haldin á Reyðarfirði. Að sögn Álf- heiðar Hjaltadóttur frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar vonast félögin til, að þessi bryggjuhátíð geti orðið að árlegum viðburði á Reyðarfirði þennan dag. Sagði hún, að upplagt væri t.d. fyrir foreldra að fara með börnum sínum á þessa útihátíð, en þar á að vera eitthvað til skemmt- unar við allra hæfi. G.I. Góð stemmning var á bryggjuhátíðinni sl. sumar á Reyðarfirði, en myndin hér að ofan var tekin þá. Austramynd Frá Félagi Borgfírðinga (eystra) í Reykjavík Aðalfundur Félags Borgfirðinga (eystra) í Reykjavík var haldinn 18. mars 1990. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fór fram stjórnar- kjör. Aðeins var skipt um einn í stjórninni. Björg Sigurðardóttir gekk úr stjórn en inn kom Hrönn Guðmundsdóttir og tók hún við ritarastarfinu af Björgu. Áfram í stjórn eru: Jóhann Berg Þorgeirs- son og Ingi B. Halldórsson með- stjórnendur, Elísabet Sveinsdóttir gjaldkeri og Anna Sigurðardóttir formaður. Þar sem þokkaleg afkoma var hjá félaginu og í tilefni 40 ára afmælis félagsins á sl. ári var ákveðið að gefa Slysavarnardeild- inni Sveinunga á Borgarfirði ein- hver hjálpartæki, sem þeir myndu sjálfir velja, fyrir u.þ.b. 40 þúsund krónur. Slysavarnardeildin óskaði helst eftir að fá spelkur og hál- skraga sem notað er við flutning á slösuðu fólki. Hefur deildin fengið pakkann sendan og vonum við að hún njóti góðs af, en jafnframt að hún þurfi ekki oft að nota svona útbúnað. Þann 19. nóvember 1989 héld- um við upp á 40 ára afmæli félags- ins með kaffisamsæti í Sóknar- salnum í Skipholti 50A. Vorum við mjög ánægð með það hve margir heiðruðu félagið með nær- veru sinni, en milli 170 og 180 manns drukku hjá okkur kaffi. Við það tækifæri gaf „gamall félagi“ sem ekki vildi láta nafns síns getið, félaginu 15.500,- krónur og á þorrablótinu í vetur afhenti Ásta Jónsdóttir frá Borgar- firði félaginu gjöf frá kvenfélaginu Einingu, var það gullfalleg fána- stöng búin til hjá Álfasteini. í tilefni afmælisins gaf félagið út veglegt afmælisrit sem er til sölu hjá okkur í stjórninni og hjá nokkrum velunnurum félagsins s.s. Ingunni Ólafsdóttur, Árna Halldórssyni, Sigurði Ó. Pálssyni og Óla Jóhannsyni. Ef ágóði verður af sölu ritsins mun hann renna til Sögusjóðs Borgarfjarðar sem stendur að útgáfu á Sögu Borgarfjarðar. Með haustinu er fyrirhugað að fara hópferð í Þórsmörk og von- umst við til að hægt verði að endurvekja þá skemmtun sem slíkar ferðir voru á árum áður hjá félaginu; síðan munum við einnig spila félagsvist og bjóða eldra fólk- inu til kaffisamsætis í haust. f.h. Félags Borgfirðinga (eystra) Anna Sigurðardóttir

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.