Austri - 26.07.1990, Síða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 26. júlí 1990.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi
Skrifstofa Austra Lyngási 1, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson
Útgáfustjóri: Broddi Bjarni Bjarnason
Auglýsingastjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir
Blaðamaður: Guðgeir Ingvarsson
Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-11984
Áskrift kr. 335.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 90.-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum.
Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Veikleiki
en ekki
styrkur
„Formennska í Sjálfstæðisflokknum er miskunnar-
laust starf. í þeim flokki koma saman öll helstu hags-
munaöfl þessa þjóðfélags. Par takast þau á og í því
m.a. er styrkur Sjálfstæðisflokksins fólginn.“
Tilvitnun þessi er í leiðara Morgunblaðsins á sunnu-
daginn var, er blaðið fjallar um skrif DV um Þorstein
Pálsson. Þessi skrif leiða hugann að innviðum Sjálf-
stæðisflokksins og þróun hans með breyttum þjóðfél-
agsháttum. Það sem Morgunblaðið er að ýja að er á
mæltu máli að Sjálfstæðisflokkurinn er í rauninni
regnhlífarsamtök yfir ótal hagsmunahópa í þjóðfé-
laginu fremur en heilsteyptur stjórnmálaflokkur.
Enn hefur flokknum tekist að halda sæti sem stærsti
stjórnmálaflokkur landsins, þrátt fyrir þetta. Stað-
reyndin er sú, hvað sem staðhæfingum Morgunblaðs-
ins líður, að þetta eðli flokksins hefur veikt hann
mjög þegar til þess kemur að glíma við alvarleg þjóð-
félagsmál.
Þegar upp úr sýður með alvarlegum átökum og
klofningi er formanninum kennt um og horft til for-
tíðar með persónudýrkun sem minnir á stjórnmál í
Austur-Evrópu meðan kommúnisminn var og hét.
Formaður flokksins á að leiða saman hin ólíku öfl,
hann á einnig að vera skemmtanastjóri og leiða
skrautsýningar á landsfundum því „the show must go
on“. Það er þetta sem Mogginn á við þegar hann
segir að formennska í Sjálfstæðisflokknum sé mis-
kunnarlaust starf. Nú er mænt á Davíð í hlutverk
skemmtanastjórans.
í Sjálfstæðisflokknum eru harðsvíraðir hagsmuna-
hópar sem eru ekkert að hafa mikið fyrir því að líta
á heildarhagsmuni. Þar rekast hagsmunir innflytj-
enda á við hagsmuni útflytjenda svo dæmi sé tekið.
Það er lítið sameiginlegt með áhugamálum meiri-
hlutans í Reykjavík og sveitarstjórnarmanna Sjálf-
stæðisflokksins á landsbyggðinni og þannig mætti
lengi telja. Vegna innri sundrungar réðu Sjálfstæðis-
menn ekki við að taka afstöðu í hinu stóra máli um
stjórn fiskveiða síðastliðið vor og var Framsóknar-
flokkurinn sá eini sem gekk óklofinn til þessa mikla
máls, þrátt fyrir ólíkar skoðanir umbjóðenda.
Þessi alvarlega innri kreppa í Sjálfstæðisflokknum
kom einkar vel fram sumarið 1988 þegar slitnaði upp
úr stjórnarsamstarfinu milli Alþýðuflokks, Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks. Þá virtist forysta
Sjálfstæðisflokksins með engu móti geta gert upp við
sig hvort eða með hverjum hætti ætti að koma í veg
fyrir algjört hrun útflutningsatvinnuveganna.
Innanflokksdeilur Sjálfstæðisflokksins og hags-
munapotið þar er ekki styrkleikamerki og hollt fyrir
þjóðfélagið eins og Mogginn heldur fram. Þær eru
veikleikamerki og harkalegar.
J.K.
Egilsstaðir:
Skemmdarverk á
starfsvellinum
Alvarlega
slösuðum
hefur fækkað
Alvarlega slösuðum í umferðar-
slysum hér á landi hefur fækkað
um 34% á fyrstu sex mánuðum
þessa árs, miðað við sama tíma í
fyrra. 82 hafa orðið fyrir alvar-
legum meiðslum í ár, en þeir voru
125 á árinu 1989. Lítils háttar
fækkun hefur orðið á heildarfjölda
slasaðra eða úr 362 í 356.
Frá áramótum hafa orðið 9 bana-
slys í umferðinni hér á landi og 13
manns hafa látist. 10 slys urðu á
sama tímabili í fyrra og 12 létust.
Flestir hafa látið lífið í umferðar-
slysum í Árnessýslu eða 6 manns
og 4 hafa látist í umferðarslysum í
Húnavatnssýslum.
12 fleiri ökumenn hafa slasast í
ár en í fyrra, en slösuðum farþeg-
um hefur fækkað um 8.
Tuttugu og tveimur fleiri ung-
menni á aldrinum 17 til 20 ára hafa
slasast í umferðinni á fyrri helm-
ingi þessa árs en á sama tíma 1989.
Um fækkun er hins vegar að ræða
meðal fólks sem er 65 ára og eldra
úr 30 manns í 20. 45 börn 14 ára og
yngri hafa slasast í ár, en voru 49 í
fyrra.
Talsvert hærra hlutfall þeirra
sem slasast hafa í ár hafa notað
öryggisbúnað, þ.e. bílbelti eða
barnabílstól og er það hugsanleg
skýring á fækkun meðal alvarlega
slasaðra frá í fyrra. Þannig verða
áverkar ekki eins alvarlegir og
ella.
Yegagerð á...
Framhald af forsíðu
sveitarstjórnarinnar annars vegar
og bænda þar í hreppnum hins
vegar.
Að sögn Þrastar hefur verið
meira og minna um lausagöngu
sauðfjár í fjallinu fyrir ofan
kauptúnið í sumar þrátt fyrir
bannið. Hefðu þær rollur einnig
verið inni í kauptúninu og inni í
görðum fólks þar. Hann sagði, að
girðing væri fyrir utan kauptúnið
og næði hún upp undir fjallsbrún,
eftir því sem hann best vissi.
Einnig væri girðing að innanverðu,
en girðingarstæðið væri erfitt og
erfitt að halda því við. Lægi sú
griðing niðri á kafla efst uppi, en
ekki væri talið að fé færi mikið þar
inn. Hins vegar teldu sumir, að
kindur skriðu jafnvel inn í gegnum
grindahliðið á girðingunni. Þröstur
taldi, að fé færi ákaflega lítið yfir
heiðina, en það fé sem þar kæmi
yfir, teldu þeir að færi ekki niður í
þorp.
Þá sagði Þröstur að þeir í sveit-
arstjórninni hefðu verið orðnir
þreyttir á að fá þau svör, þegar
rætt væri við bændur, að þetta væri
ekki þeirra fé, heldur einhverra
annarra. Þeir hefðu því ákveðið að
láta reyna á reglugerðina. Hefðu
þeir boðað bændur frá 3 bæjum í
hreppnum, sem eru með fé, til við-
ræðna sl. fimmtudag til að reyna
að finna einhverja lausn á málinu.
Hefði aðeins mætt til fundarins
fulltrúi frá einum bænum ásamt
lögfræðingi og hefði ekki náðst neitt
samkomulag við hann.
Næst verður málinu vísað til
sýslumanns, og mun sveitar-
stjórnin gera kröfu um, að hann
framfylgi ákvæðum reglugerðar-
innar. Þröstur sagði, að þeir hefðu
getað sætt sig við það, ef bændur
vildu taka þátt í kostnaði við að
girða sjálft kauptúnið af. Sér
finndist óeðlilegt ef búfjáreig-
endur ættu ekki að bera neina
ábyrgð á búfé sínu eða hvar það
gengi.
Það virðist því vera komin
nokkur harka í þetta mál, en von-
andi finnst á því lausn, sem báðir
aðilar geta sætt sig við. G.i.
Nokkrar undanfarnar helgar
hefur mikið borið á því, að
skemmdir hafi verið unnar á starfs-
vellinum á Egilsstöðum. Hafa
fjórir til sex kofar, sem börnin
hafa byggt, verið eyðilagðir um
hverja helgi, og hafa sumir kof-
arnir verið rifnir í sundur spýtu
fyrir spýtu. Til dæmis hefur einn
drengur byggt sér kofa á vellinum
þrisvar sinnum, en kofarnir hafa
Forsvarsmenn Ungmenna og
íþróttasambands Austurlands hafa
staðið í stórræðum undanfarið við
þátttöku í Landsmóti UMFÍ.
Mótið sóttu 120 manns á vegum
sambandsins og var keppt í
frjálsum íþróttum, sundi, borð-
tennis, fimleikum, bridds, starfs-
íþróttum, blaki karla, handknatt-
leik kvenna, knattspyrnu kvenna
og körfuknattleik karla.
Að sögn Magnúsar Stefánssonar
hjá UÍA voru liðsstjórar og farar-
stjórar ánægðir með þann árangur
sem náðist. Liðið var í 6. sæti í
heildarstigakeppninni og skildu
örfá stig að 3. og 6. sætið. Lið UÍA
lék til úrslita í blaki karla og tapaði
fyrir HSK í æsispennandi leik, þar
sem eins margir áhorfendur voru
og húsrúm leyfði. í fimleikum
kvenna urður UÍA stúlkur í fjórða
sæti, en það er mjög athyglis-
verður árangur í frumraun stúlkn-
anna í keppni eins og þetta var. í
handknattleik kvenna var liðið í 6.
sæti og í knattspyrnu kvenna var
lið UÍA í 5. sæti, og í 6. sæti í
körfuknattleik karla. í bridds var
keppt í fyrsta skipti á landsmóti og
voru UÍÁ menn þar í 5. sæti.
Mikil skipulagning liggur að
baki slíkrar ferðar sem þátttaka í
landsmóti er. Einstaklingar og
keppnislið hafa undirbúið sig svo
mánuðum skiptir og ferðin sjálf
útheimtir mikla skipulagningu.
Veðrið gerði erfitt fyrir á lands-
mótinu, og var m.a. til þess að
UÍA menn urðu að fella hið stóra
tjald sitt til þess að forða því frá
Egilsstaðakirkja
Sunnudagur 29. júlí
Messa kl. 1100.
Ragnheiður Haraldsdóttir
og Örn Magnússon leika
saman á altflautu og orgel.
Sóknarprestur.
alltaf verið eyðilagðir jafnóðum.
Skorað er á þá, sem hér eiga hlut
að máli, að hætta þessari iðju og
leyfa börnunum að hafa kofa sína í
friði og koma heldur og byggja
upp á vellinum.
Fólk í næsta nágrenni vallarins
er einnig beðið að hafa auga með
vellinum og láta vita, ef vart
verður við skemmdarverk.
skemmdum. Að öðru leyti eru
ljúfar minningar um þetta lands-
mót sagði Magnús Stefánsson.
Þess má geta að blað UÍA, Snæ-
féll er riýkomið út, og þar er að
finna greinar um undirbúning ein-
stakra liða, en íþróttafólkið hefur
lagt á sig ómælda vinnu við þann
undirbúning.
Sumarhátíðin
Skammt er stórra högga á milli
hjá UÍA því að sumarhátíðin er
um næstu helgi. Hátíðin er eins og
kunnugt er íþróttamót yngri flokk-
anna, og er löngu búin að vinna
sér fastan sess í viðburðum
sumarsins hér eystra. Vegna lands-
mótsins er hún ívið seinna nú en
fyrri sumur. Hátíðin hefst á föstu-
dag kl. 16:50 með setningu Sig-
urðar Aðalsteinssonar formanns
UÍA, en síðan hefst keppni, sem
endar á sunnudag. Þá fer fram há-
tíðardagskrá að venju. Þar flytur
heiðursgestur hátíðarinnar Guð-
mundur Magnússon fræðslustjóri
ávarp, og ýmis skemmtiatriði
verða auk verðlaunaafhendingar.
Hljómsveitin Sú Ellen sér um tón-
listina á dansleik á laugardag og
varðeldur verður á föstudags-
kvöldið.
Bikarkeppni FRÍ
Auk þess sem hér hefur verið
getið að framan taka eldri frjáls-
íþróttamenn frá UÍA þátt í bikar-
keppni FRÍ um næstu helgi. Lið
UÍÁ keppir í 2. deild.
Austfirðingar
Þegar þið eigið leið um
Vestfirði er Bær í Reykhóla-
sveit kjörinn áningarstaður.
Svefnpokapláss í 2 og 3
manna herbergjum. Góð
aðstaða til matseldar.
Einnig tilvalið fyrir hópa.
Vinsamlega pantið með
fyrirvara ef hægt er. Sölu-
skáli á staðnum.
Bær, Reykhólasveit
s. 93-47757
Rústir einar blasa við bömunum eftir að skemmdarvargar - óvitar - hafa leikið
lausum hala í kofabænum í skjóli nœtur. Austramynd/S.B.
Skammt stórra hössa á milli
hjá UÍA
- Landsmót nýafstaðið - Sumarhátíð framundan -