Austri - 26.07.1990, Side 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 26. júlí 1990.
Austraspurning
Þurfiim við að takmarka eitthvað
ferðir túrista á íslandi?
Haraldur Haraldsson, Akureyri.
— Já, þegar um hálendiö er aö ræöa. \ iö þurl'um
aö vernda náttúruna. Líka gagmart okkar
atvinnuvegum. Við verðum aö gera okkur grein
fyrir því, að náttúran er okkar auölind. I’aö þarl'
aö setja reglur um umgengni. sem tryggja aö
náttúran haldi sínu fyrir manninum.
Sigurður Benjamínsson, Reykjavík.
— Ekki finnst mér það. Það eru þá helst ferðir
um hálendið. sem þarf að takmarka eitthvað og
hafa eftirlit með þeim.
Sigríður Jónhannesdóttir, Reykjavík.
— Eg held að við þurfum fyrst og fremst að
kenna útlendingum að umgangast Iandið okkar
með því að gefa gott fordæmi. En ég er á móti
hoítum.
Sævar Kjartansson, Keflavík.
— Nei, það held ég varla.
Sigrún Ólafsdóttir, Seyðisfirði.
— Ég tel enga þörf á því. Ég vil hafa þetta frjálst.
Katrín Gísladóttir, Reykjavík.
— Það þarf allavega að fylgjast með ferðamönn-
um, að þeir eyðileggi ekki gróður, sérstaklega ef
þeir ætla að fara að tína hér grös og jurtir.
Fjölmenn og vel heppnuð
sumarfer: Kjördæmissambands
framsóknarmanna í Papey
Þad var. margt um manninn á bryggjunni á Djúpavogi síðasta
laugardagsmorgunn er fólk fór að flykkjast að til þess að fara í
sumarferð Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Papey. Á
þriðja hundrað manns fóru í ferðina, sem tókst hið besta, enda
var veðrið eins og best verður á kosið. Sólskin var og hægur and-
vari og naut fólk stórfenglegs útsýnis. Skrúður var útvörðurinn í
norðri og Eystra Horn í suðri og Búlandstindur og Þrándarjökull
voru kóróna á hinum stórfenglega fjallahring.
Þegar til eyjunnar var komið var gengið um undir leiðsögn Más
Karlssonar og Stefáns Aðalsteinssonar. Margt er að sjá í Papey,
enda er eyjan sögufræg, auk þess að vera þekkt bújörð og matar-
hola. Myndarlegur búskapur var í Papey fram undir árið 1960, en
Gísli Þorvarðarson og Margrét Gunnarsdóttir hófu þar búskap
aldamótaárið. Bjó Gísli þar allt til 1948, en Gústav og Þórlaug
Bjarnadóttir kona hans og síðar Sigríður systir hans voru í eyjunni
á sumrin allt til ársins 1970. Afkomendur þeirra hafa ætíð haldið
tengslum við eyjuna og dvalið þar um lengri eða skemmri tíma, á
sumrin til þessa dags.
Helgistund var haldin við vitann og myndaði náttúran þar bæði
kór og altari. Séra Sjöfn Jóhannesdóttir sá um helgistundina og
var hún mjög hátíðleg og áhrifarík í þeirri umgjörð sem þessi fagri
dagur skapaði. Séra Sjöfn gat m.a. um að á þessum stað hefði
nafn Krists að líkindum fyrst verið nefnt hér á landi.
Eftir að hafa gengið um eyna var boðið upp á grillaðar kóte-
lettur og eftir máltíðina var haldið aftur til lands, þar sem veislu-
borð beið í kaffistofu BúEndstinds hf. á Djúpavogi.
Þeir sem þátt tóku í ferðinni luku upp einum munni um það að
þetta hefði verið einstakur dagur, og Iagðist allt á eitt til þess að
svo gæti orðið. Þaó er vert að þakka sérstaklega Brodda B.
Bjarnasyni formanni kjördæmissambandsins sem bar hitann og
þungann af skipulagningunni, Má Karlssyni og Stefáni Aðal-
steinssyni sem tóku á móti hópnum, Ingólfi Ásgrímssyni sem flutti
fólkið til eyjunnar og forsvarsmönnum og starfsfólki fyrirtækj-
anna Austmats og Búlandstinds sem sáu um myndarlegar veiting-
ar. Ekki síst ber að þakka þeim sem öllu ræður fyrir veðrið sem
var alveg einstakt eins og áður sagði.
Vert er að geta þess fyrir þá sem þátt tóku í þessari ferð og aðra
sem vilja fræðast um Papey og Iífið þar að benda á að í jólablaði
Austra árið 1984 birtist ítarlegt viðtal við systkinin frá Papey,
Gústav og Sigríði um uppvaxtarár þeirra og minningar frá Papey.
Ef einhverjir hafa haldið blaðinu til haga er að finna þarna mikinn
og skemmtilegan fróðleik um búskap og mannlíf í þessari sögu-
frægu eyju. j.k.
Gott veður, ágœtur matur og góður félagsskapur í fallegu umhverfi. Hvers er hœgt að óska sér betra?
Már Karlsson frá Djúpavogi er manna kunnugastur í Papey. Hér er hann að
skýra frá staðháttum.
Kirkjan í Papey skoðuð. Mun hún vera minnsta kirkja á landinu. Eru þar sœti
fyrir 16-18 manns.