Austri


Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 2

Austri - 14.01.1993, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 14. janúar 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthóif 73, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfríður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöiuverð kr. 100.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Evrópskt efnahags- svæöi Með atkvæðagreiðslu á Alþingi hefur verið ákveðið að Islendingar taki þátt í Evrópsku efnahagssvæði. Með því er málinu þó engan veginn lokið. Það á eftir að ganga frá endanlegum samningi vegna þess að Sviss hefur á- kveðið að vera ekki með a.m.k. um sinn. Það sem skiptir mestu máli er framhaldið og hver lokaniðurstaðan verð- ur. Það eru flestir sammála um að við Islendingar verðum að semja um samskipti okkar við Evrópu. Stærsti hluti úflutnings fer á þennan markað og íslenskir atvinnuvegir verða að búa við sambærileg samkeppnisskilyrði og helstu keppinautar. Sem betur fer virðist vera um það víðtæk samstaða að Islendingar hafi ekkert að gera í Evr- ópubandalaginu. Þótt einstaka menn í stjórnarflokkunum viðri slíkar skoðanir er ekki að heyra að þær hafi almennt fylgi. Flestar EFTA-þjóðanna hafa sótt um aðild að EB og því bendir allt til þess að stofnanakerfi EES verði lagt niður með einum eða öðrum hætti. Þessi framvinda mun vænt- anlega þýða að aðild íslendingar að EES mun breytast í tvíhliða samning milli EB og íslands. Verulegur ágrein- ingur hefur verið um EES en miðað við þann málflutning sem flokkamir hafa haft á Alþingi er grundvöllur fyrir því að ná víðtækri samstöðu um framtíðarstefnu. Framsóknarflokkurinn hefur flutt tillögu á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að taka nú þegar upp viðræður við EB um stöðu Islands þegar og ef hinar EFTA-þjóðirnar ganga í EB. Talsmenn annarra stjórnarandstöðuflokka hafa tekið undir hana og forustumenn stjórnarflokkanna hafa talað á svipuðum nótum. Framsóknarflokkurinn mun leggja á það áherslu að Alþingi móti skýra stefnu í þessum málum á yfirstandandi þingi. Þau miklu átök sem orðið hafa um EES má m.a. rekja til þess hvernig núverandi ríkisstjórn hefur haldið á mál- inu. Ef ríkisstjórnin hefði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári er enginn vafi að mun meiri friður og eining ríkti um málið. Þrátt fyrir allt sem er að baki er ennþá möguleiki til að ná samstöðu um framhaldið. Með því að biðja nú þegar um viðræður við EB um framtíðarstöðu Islands í samfélagi Evrópuþjóðanna væri stigið mikil- vægt skref. Utanríkisráðherra hefur fram til þessa ekki viljað hafa samstarf við stjórnarandstöðuna um þetta mál. Hann hef- ur því miður alið á illdeilum og verið með stöðugar ýkjur um þann árangur sem náðst hefur í samningum. Hann hefur enn tækifæri til að söðla um áður en samningurinn um EES kemur til framkvæmda. EES mun því verða á dagskrá á næstu mánuðum. Þann tíma þarf að nota vel til að skýra stöðuna og upplýsa þjóðina öfgalaust um stöðu og hagsmuni Islands. Það er líklegasta leiðin til að málið fái farsæla niðurstöðu að lokum. H.Á. Urslit í jólamóti frjálsíþróttadeildar Hattar 1992 haldið þann 12. desember Yfirdómari: Helga Alfreðsdóttir Mótstjóri: Bjöm Ármann Olafsson Stelpur 8 ára og yngri: Strákar 8 ára og yngri: Sprettur Sprettur: 1 .Bryndís Káradóttir. 1 .Björn Logi Guðgeirsson 2.Anna G. Gísladóttir 2.Hrafnkell F.Magnússon 3.Sandra Björk Sigþórsdóttir. 3.Hákon Jarl Hannesson Langstökk án atr.: Langstökk án atr.: 1 .Bryndís Káradóttir 1.80 l.Ágúst F.Einþórsson 1.73 2.Sandra Björk Sigþórsd. 1.63 2.Björn L.Guðgeirsson 1.64 3.Kolbrún Arna Sigurðard. 1.48 3.Hrafnkell F.Magnúss. 1.57 Stelpur 9 til 10 ára: Strákar 9 til 10 ára Sprettur: Sprettur: l.Hrafnhildur Unnarsdóttir 1 .Hafþór Húni Guðmundsson 2,Sunna Ólafsdóttir 2.Húni Jóhannesson 3.Sesselja Ósk Friðjónsdóttir 3.Ólafur Sigfússon Langstökk án atr.: Langstökk án atr.: 1. Sesselja Ósk Friðjónsd. 1.73 1 .Freysteinn Alfreðs 2.00 2. Hrafnhildur Unnarsdóttir 1.70 2.Húni Jóhannesson 1.85 3. Steinrún Ó. Stefánsd. 1.65 3.01afur Sigfússon 1.75 Hástökk Hástökk 1. Sesselja Ósk Friðjónd. 1.03 1 .Olafur Sigfússon 2.00 2. Steinrún Ó. Stefánsd. 1.00 2.Davíð Logi Hlynsson 1.85 3. Bryndís E. Ásmundsd. 0.95 3.Húni Jóhannesson 1.75 Stelpur 11 til 12 ára: Strákar 11 til 12 ára: Sprettur: Sprettur: 1. Lovísa Hreinsdóttir l.Hjálmar Jónsson 2. Halldóra Malín Pétursdóttir 2.Stefán B.Vilhelmsson 3.Hrafn Jóhannesson Langstökk án atr.: 1. Lovísa Hreinsdóttir 2.37* Langstökk án atr.: 2. Haldóra Malín Pétursd. 2.10 1 .Hjálmar Jónsson 2.23 3. Jóhanna B. Gísladóttir 2.05 2.Hrafn Jóhannesson 2.15 Hástökk: Hástökk: 1. Lovísa Hreinsdóttir 1.28 l.Hjámar Jónsson 1.45 2. Jóhanna Björk Gísladóttir 1.20 2.Stefán B.Vilhelms. 1.25 3. Halldóra Malín Pétursd. 1.15 3.Hrafn Jóhannesson 1.20 Þrístökk án atr.: Þrístökk án atr.: 1. Lovísa Hreinsdóttir 6.86* l.Hjámar Jónsson 6.29 2. Jóhanna Björk Gíslad. 5.60 2.Stefán B. Vilhelms. 6.04 3. Halldóra Malín Pétursd. 5.36 3.Hrafn Jóhannesson 5.79 Kúluvarp 3 kg: Kúluvarp 3 kg: 1. Jóhanna Björk Gísladóttir 9.25* 1 .Hjámar Jónsson 9.23 2. Lovísa Hreinsdóttir 6.94 2.Hrafn Jóhannsson 8.68 3. Halldóra Malín Pétursd 4.85 3.Stefán B.Vilhelms. 7.36 Telpur 13 til 14 ára: Piltar 13 til 14 ára: Sprettur: Sprettur: 1 .Elín Rán Bjömsdóttir l.Ingi Björn Jónsson 2.Guðjón Bragi Stefánsson Langstökk án atr.: Langstökk án atr.: l.Elín Rán Bjömsdóttir 2.38 l.Guðjón Bragi Stef. 2.60 2.1ngi Bjöm Jónsson 2.21 Hástökk: Hástökk: l.Elín Rán Bjömsdóttir 1.48 l.Guðjón Bragi Stef. 1.45 2.1ngi Bjöm Jónsson 1.35 Þrístökk án atr.: Þrístökk án atr.: l.Guðjón Bragi Stef. 7.35 2.1ngi Bjöm Jónsson 6.34 Kúluvarp 4 kg: Kúluvarp 4 kg: 1 .Elín Rán Björnsdóttir 7.86 1 .Guðjón Bragi Stef. 8.41 2.Eyþór Máni Jósefs. 7.70 3.1ngi Bjöm Jónsson 7.36 / grunnskólanum á Höfn í Hornafirði var efnt til sérstakrar listaviku nokkru fyrir jól. Auk kennara skólans leiðbeindi listamaðurinn Örð Ingi. Á myndinni hér að ofan má sjá eitt af hinum frumlegu listaverkum sem urðu til í vikunni. Gamall strœtisvagn var málaður í glœsilegum litum og auk þess puntaður með grenitré. Myndina tók Sverrir Aðalsteinsson. í flokki sveina 15 til 16 ára var einn keppandi Sindri Hreinsson og voru árangrar hans þannig: Langstökk án atr.: 2.84 Hástökk: 1.51 Þrístökk án atr.: 7.25 Kúlu- varp 5.5 kg: 7.12 Á móti þessu kepptu flest þau börn og unglingar sem stundað hafa skipulagðar æfingar innanhúss í haust auk nokkurra annarra, enda var mótið opið þeim sem áhuga höfðu, en því miður tókst ekki að fá gesti frá öðrum félögum á mótið að þessu sinni. Árangur keppenda á mótinu var á- gætur og voru m.a. sett þrjú UÍA met, öll í stelpnafl.: Langstökk án atr.: Lovísa Hreins- dóttir 2.37 -áður Aníta Péturdsttir 2.36 sett 20.12. ’91 Prístökk án atr.: Lovísa Hreins- dóttir 6.86 - áður Droplaug Magn- úsdóttir 6.53 sett 30.10’84 Kúluvarp 3 kg.: Jóhanna Björk Gísladóttir 9.25 -áður Elín Rán Bjömsdóttir 8.22 sett 21.12 ’91 Þjálfarar hjá Hetti í haust hafa verið þau Kári Hrafnkelsson, Hjör- dís Ólafsdóttir og Pétur Magnússon og vonum við að fá að njóta hæfi- leika þeirra áfram á nýju ári. Frjálsíþróttadeild Hattar Til umhugsunar: Frá Rafmagns- eftirliti ríkisins Nú, að liðinni jólahátíð, þegar fólk fer að tína niður allt skrautið skal minnt á útiljósa-keðjurnar. Þær vilja nefnilega býsna oft gleymast, hangandi neðan í þak- brúnum allt árið - allt til næstu jóla. Vakin skal athygli á að þol þessa búnaðar er ekki slíkt að hann megi við slíku. Spansk- græna fellur á peruhöldur og snertur, auk þess sem einangrun á leiðslum fúnar og seymar af úti- verunni. Það væri því ráð að taka nú inn “seríuna” og geyma hana hreina og þurra til næstu jóla. Flestir munu sammála um að engin prýði er að þessu dinglandi utan á húsum árið um kring. Fundarboð Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Þingmenn og varaþingmenn Fram- sóknarflokksins á Austurlandi boða til almennra funda í kjördæminu á tímabilinu frá 17. janúar næstkom- andi og 11. febrúar, sem hér segir: Á Hofi í Öræfum sunnudaginn 17.janúar kl. 15.00 Djúpavogi sunnudaginn 17. janúar kl. 21.00 Á Egilsstöðum mánudaginn 18. janúar kl. 20.30 Á Borgarfirði eystra þriðjud. 19. janúar kl. 20.30 Seyðisfirði miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30 Eskifirði fimmtudaginn 21.janúar kl. 20.30 Reyðarfirði sunnudaginn 31.janúar kl. 16.00 Fáskrúðsfirði sunnudaginn 31.janúar kl. 20.30 Neskaupstað mánudaginn 1. febrúar kl. 20.30 Stöðvarfirði þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20.30 Breiðdalsvík miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.30 Höfn fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30 Bakkafirði miðvikudaginn 10. febrúarkl. 20.30 Vopnafirði fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30 Fundarefni: Atvinnumál. - staða EES samningsins. Allir eru velkomnir á fundina. Fundarstaðir verða auglýst- ir á viðkomandi stöðum. Fundarboðendur.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.