Austri


Austri - 14.01.1993, Page 8

Austri - 14.01.1993, Page 8
Byggingavörudeild Mikið úrval af vörum fyrir hesta og hestamenn. Verslið þar sem úrvalið er. Opið mán. - fim kl. 9-18, fös. kl. 9-19, lau. kl. 10-14. £ LS Kaupfélag Héraðsbúa, byggingavörur, Egilsstöðum MALLAND? IÐNAÐAR s DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF ^ Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar * Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Yopnafjörður: Bregðist hvöt hjá bónda og frú Liðin jól og áramót voru að venju með rólegu yfirbragði hér norðan Smjörfjalla. Samgöngur í lofti voru með stirðasta móti fyrir hátíð- amar, vegna umhleypinga og tengi- vegir til annarra byggðarlaga lok- uðust þá , og hafa ekki verið ruddir síðan, nema leiðin norður strandir. Ekki er þó mikill snjór á Vopna- fjarðarheiði, enda hafa jeppar af og til skrölt þar um, enda sæmilegar slóðir yfir verstu skaflana. Þá er og lítill snjór enn á Hellisheiði, að sögn þeirra sem farið hafa yfir. Subaru fólksbíll fór t.d. í síðustu viku norður að Skarðsbrekku, og virðist skafl í þeirri brekku eina ó- færan á leiðinni milli byggða, en nokkrir aðrir smærri skaflar eru þó á veginum, þótt þeir loki ekki leið- inni. í næstu framtíð hljótum við að gera kröfur til þess, að veginum verði haldið opnum allt árið, eða í það minnsta þegar snjóalög eru í hófi. Jafnframt verður að setja vegrið á hættulegustu stöðunum og gera ráðstafanir til að draga úr hálku, þar sem bratti er mestur. Atvinnuástand var orðið heldur slakt undir hátíðar og er enn. Afla- brögð á bolfiskveiðum hafa verið léleg í langan tíma og botninn datt úr loðnuveiðunum eftir miðjan nóvember. Vinna í frystihúsinu hefur þó verið samfelld, þar sem rússneskir togarar hafa landað á staðnum annað slagið síðan í sept- ember s.l. Hefur þessi þorskur úr Barentshafinu bjargað miklu í at- vinnulífinu og bætt afkomu vinnsl- unnar og fiskverkafólks. Um fram- haldið ríkir meiri óvissa, bæði var- andi framboð á hráefni og söluhorf- ur og verð afurða. Vonandi fer loðnan að gefa sig til, svo hjól fiskimjölsverksmiðjanna fari að snúast að nýju, en rekstur þeirra skiptir miklu máli fyrir verkafólk og þjónustuaðila í byggðarlögunum á Austurlandi. Eins og fram kom í síðasta blaði, fækkaði íbúum Vopnafjarðarhrepps milli áranna 1991 og 1992, úr 912 í 888. Er það ískyggileg þróun, eins og raunar í fleiri sveitarfélögum. Alvarlegt þótti mér líka að sjá í sömu frétt, að íbúum Jökuldals- hrepps hafði og fækkað umtalsvert. Hafði þó oddvitinn, Arnór á Hvanná, lýst því yfir á fundi sveit- arstjómarmanna á Egilsstöðum, haustið 1991, að þar í sveit hefðu menn fundið ráð við fólksflóttan- um, það er, að menn bami bara upp í afföllin. Þegar ég las um fækkun- ina á Jökuldal, varð til þessi vísa: Bregðist hvöt hjá bónda og frú, er býsna fátt til vama. Arnórs þegnum ekki nú, í afföll tókst að bama. Vonandi verður nýbyrjað ár gjöf- ult og gott í þessum efnum, svo og öðmm, og enginn yrði skaði skeður þótt stjómarfarið í landinu batni ögn frá síðasta ári. Með það í huga lík ég pistli þessum, með orðum sem kannski hefðu átt að vera í upphafi hans, og segi: Gleðilegt ár. Kristján Magnússon Atveislur miklar undirbúnar Nú fer sá tími í hönd að lands- menn setjast að hlöðnum veislu- borðum og blóta þorra. Hvert þorrablótið rekur annað og ótrúlegt magn af “landbúnaðarvanda” hverfur ofan í veislugesti. í kjöt- vinnslu Kaupfélags Héraðsbúa er unnin þorramatur og hófst undir- búningur að vinnslu, þegar að lok- inni sláturtíð í haust. Blaðamaður Austra brá sér á staðinn og átti stutt spjall við þá Þorstein Pétursson, kjötiðnaðarmann og Svein Jó- hannsson, matsvein. Það var matar- legt um að litast í “skemmu” hjá þeirn félögum. Unnin hafa verið um 2 tonn af hefðbundnum súrmat, sem væntanlega mun á næstu vik- Höfn: Fuglatalning á Höfn um áramótin í árlegri fuglatalningu á Höfn þann 29.des. sáust 5369 fuglar, þar af 49 á takmörkuðu svæði. Frekar lítið hefur verið um flæk- ingsfugla þar um slóðir i vetur, sennilega vegna þess hve vetur byrjaði snemma í ár. Þó sást t.d. gráþrösur, dvergkráka og starr- ar á þessu svæði. A hverju ári eru taldir fuglar um land allt og þá á sömu stöðum ár eftir ár. Einn af þeim sem telur fugla er Benedikt Þorsteinsson sem hefur talið fugla við Höfn í nokkur ár. Hann sagði að lítið væri um flækinga nú í vetur, en þó kæmu alltaf einhverjir vetrargestir til landsins og t.d. sáust núna 4 dvergkrákur og 2 gráþrestir í taln- inguinni. Benedikt sagði að undan- fama vetur hefðu sést nokkrir fjöruspóar og lappajaðrakan með þeim á vappi við ósanna og inná víkunum. En þeir hyrfu burt á vor- in og kæmu svo aftur í júlí. Þeir fuglar sem sáust þann 29 des. sl. voru: Stokkönd 462 Æður 2313 Hávella 144 Svarbakur 710 Silfurmáfur 384 Hvítmáfur 243 Hrafn 83 Snjótittlingur 181 Sendlingur 300 Tjaldur 89 Tildra 4 Dílaskarfur 46 Rauðhöfði 41 Bjartmáfur 1 Stormmáfur 1 Toppönd 1 Æðardrottning 1 Fíll 110 Sefhœna, fremur sjaldgœfur flœkingur. Mynd: BB Duggönd 1 Ogreindir máfar 200 Hettumáfur 1 Músarindill 1 Skógarþröstur 6 Starri 30 Snjótittlingar 5 Gráþröstur 2 Dvergkráka 3 Auðnutittlingur 3 Þess má geta að hlýtt var þennan dag og því lítið um snjótittling. Starramir hafa komið á haustin til Homafjarðar og verið fram í apríl. Eitthvað mun vera um að þeir verpi þar. MM. Þorsteinn Pétursson, kjötiðnaðarmaður og Sveinn Jóhannsson með þorratrog hlaðið góðgceti. Austramynd: AÞ um kitla bragðlauka Austfirðinga og renna ljúflega niður með viðeig- andi munngát. Þorsteinn sagði að ekki væri enn ljóst hve mikið yrði framleitt af hangikjöti, því það væri unnið jafnóðum eftir eftir hendinni. Aðspurður um reykingaraðferð, svaraði hann því til, að það væri auðvitað atvinnuleyndarmál, en Framhald á bls. 5 KURL Með allt á hreinu.. í Gistihúsinu á Egilsstöðum var gestabók, þar sem menn áttu að skrifa nafn sitt og síðan voru tveir dálkar: “Hvaðan komið”, og “Hvert farið”. Ein- hverju sinni gistu þar togarasjó- menn frá Neskaupstað, sem auðvitað allir skráðu sig í gesta- bókina eins og venja var til. Einn þeirra svaraði spumingun- um, hvaðan komið og hvert far- ið þannig: “Kem af karfaveið- um og fer á kvennafar. Úr fundargerð bæjar stjórnar á Egilsstöðum Við umræðu um hækkun sorphreinsnigjalda í bæjarstjóm á Egilsstöðum hafði fulltrúi sjálfstæðismanna eftirfarandi um málið að segja. Bæjarstjóm svarta með baugana berst nú við hækkunardraugana. Fyrir fimmþúsundkall ég fer með minn dall og fleygj’onum sjálfur á haugana. Alltaf sami heiðurs- maðurinn Hagyrðingurinn kunni Har- aldur á Kambi var búsettur á Siglufirði um skeið og rak á tímabili meiri háttar hæsnabú, nokkuð fyrir innan bæinn. Eitt sinn gerði hann hlé á hæsna- ræktinni og brá sér í bæinn. Nokkuð teygðist úr bæjarferð- inni og þegar hann hafði dvalið þrjá daga í bænum, jafnan í glaðara lagi, spurði vinur hans, hvort hann þyrfti ekki að fara að gefa hæsnunum. “Ertu vit- laus maður?” svaraði Haraldur. “Heldurðu að ég láti hæsnin sjá mig í þessu ástandi?” Haraldur orti urn drykkjufélaga: Aldrei sést hann einn á ferð, er það mjög að vonum, því að timburmannamergð mögnuð fylgir honum. ¥ Pétur Pétursson var að tala um veðrið í morgunútvarpinu og sagði m.a.: „Veðurstofan lofar og leggur við drengskap sinn,...“ HRAÐ mynd Miövangi 2-4, Egilsstöðum, sími 11777 Umboðsmenn á Austurlandi: Bókaverslun Brynjars, Neskaupstað, Shell-skálinn, Eskifirði, Kaupfélagið Djúpavogi, Lykill, Reyðarfirði, Kaupfélagið Breiðdalsvík, Söluskáli Stefáns Jónssonar, Fáskrúðsfirði, Kaupfélagið Stöðvarfirði, Bókaverslun AB og ES, Seyðisfirði. KLÚBBUR FYRIR ALLA Með eftirsóknarverðum fríðindum.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.