Austri


Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 2

Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfríður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 100.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Yfirlýsingar sem þarfnast skýringa Halldór Blöndal samgönguráðherra lýsti því yfir á fundi á Húsavík í síðustu viku að tenging Norðurlands og Austurlands yrði næsta stórverk- efni í samgöngumálum á eftir jarðgangagerð á Vestfjörðum. Nú ætla ég síst að lasta það þótt ráðherrann hafi áhuga á tengingu Norðurlands og Austur- lands, og víst er það hið þarfasta verkefni í vega- málum. Hins vegar er þessi yfirlýsing athyglis- verð fyrir margra hluta sakir. Það hefur verið starfsregla í sambandi við vegagerð að þingmenn einstakra kjördæma hafa í raun ákveðið skiptingu vegafjár í sínum kjör- dæmum og náð samkomulagi um forgangsverk- efni. Hér á Austurlandi hefur samráð við Samtök sveitarfélaga og heimamenn farið vaxandi, með reglulegum samráðsfundum samgöngunefndar SSA og þingmanna um vegamál. Þegar þetta er ritað, stendur einn slíkur fyrir dyrum. Það er óhætt að segja að þetta fyrirkomulag hefur gert það að verkum, að þokkaleg samstaða hefur verið um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar er greinileg stefnubreyting í þess- um efnum nú, og samgönguráðherra vill greini- lega ráða þessum málum sjálfur fremur en sækja ráð til annarra. Þegar jarðgangagerð hófst á Vestfjörðum sættu Austfirðingar sig við að bíða um sinn, og fram- kvæmdir hæfust við jarðgöng hér að þeim lokn- um. Jarðgangagerð þótti svo aðkallandi verkefni að henni var flýtt á Vestfjörðum og upphafleg á- ætlun mun standast í aðalatriðum. í umræðum á Alþingi kom fram sá skilningur hjá þingmönn- um Austurlands að flýting á Vestfjörðum hlyti að þýða flýtingu jarðgangagerðar almennt. Það hefðu verið eðlilegri vinnubrögð hjá ráð- herra að hafa samráð við Austfirðinga um yfir- lýsingar sínar, og skýra frá því hvaða áhrif sú á- kvörðun hefði á jarðgangagerð að næsta stór- verkefni verði tenging Norðurlands og Austur- lands. Ég er ekki alveg viss um það að framlög til vegamála verði svo rífleg að þetta sé hægt að gera í framhjáhlaupi, meðan tæki til jarðganga- gerðar eru flutt á milli landshluta. Tenging landshlutanna er að sjálfsögðu þarft verkefni, en það á ekki að seinka því að ráðist verði í jarð- gangagerð hér fyrir austan. Yfirlýsingum ráð- herrans fylgir ekkert um það hvemig slíkt verði tryggt. J.K. Körfubolti Fyrstudeildarliði Hattar í körfu- knattleik hefur vegnað mun betur í baráttunni á Islandsmótinu nú eftir áramót heldur en í haust. Um ára- mót fékk liðið til liðs við sig bandarískan leikmann Mike Nelson að nafni sem hefur staðið sig vel með liðinu. Frá áramótum hefur liðið leikið sex leiki og unnið þrjá. Nú síðast lið stúdenta. Það er því ljóst að Hattarliðið verður ekki í sömu toppbaráttunni í vetur og það var síðastliðinn vetur heldur muni liðið hafna um eða neðan við miðja deild. Höttur hefur einnig haldið úti tveimur yngri flokkum í Islands- mótinu í körfuknattleik í vetur. Þetta eru 7. og 9. flokkur drengja og hefur þeim gengið þokkalega þó yfirleitt séu þeir að keppa við stráka sem hafa fengið mun lengri skipulegri þjálfun en Hattarstrák- amir. B.S. Átak í fegrun bæjarins Töluvert hefur verið unnið við fegmn í kringum iðnfyrirtæki á Höfn. Eitt af þeim fyrirtækjum sem unnið hafa við fegran á lóðum sínum er Vélsmiðja Homafjarðar. Það mun vera orðið sjálfsagður hlutur hjá stjómendum sem byggja fyrirtæki í dag, að klára lóðir svo að segja um leið og hús er tekin í notkun. Ljósm.SA. vrivHiD^ # L@ LH Ungir framsóknarmenn Félag ungra framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði heldur félagsfund laugardaginn 6. febrúar, kl. 20:00 í Upplýsinga- miðstöð KHB. Á dagskrá eru m.a. umræður um framtíðarhorfur og at- vinnumöguleika ungs fólks á Héraði, ávörp gesta, kosning nýs formanns FUFF og svo önnur mál. Síðan skein sól á árshátíðina okkar um kvöldið, sem við undirbúum að fundi loknum. Veitingar á boðstólum. Fjölmennum á þessa fyrstu árshátíð vetrarins. Stjórn FUFF Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson Jónas Hallgrímsson Fundarboð Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Karen Erla Erlingsdóttir Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austurlandi boða til almennra stjórnmálafunda í kjördæminu sem hér segir á tímabilinu frá 31. jan. til 11. febr. Á Breiðdalsvík hótel Bláfell, miðvikud. 3. febr. kl. 20:30. Höfn Framsóknarhúsið, fimmtud. 4. febr. kl. 20:30. Bakkafirði, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20:30. Vopnafirði, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:30. Fundarefni: Atvinnumál - staða EES samningsins. Allir eru velkomnir á fundina. Fundarstaðir verða auglýstir á viðkomandi stöðum. Fundarboðendur Egilsstöðum, 4. febrúar„r993. Vinningar í Ferðahappdrœtti Knattspyrnudeildar Hattar 1. vlnnlngnr. 167 2. 53 3. 66 4. -13. 64 14 915 219 858 809 65 217 V____________________J ÍSLENSKA ALFRÆÐI ORÐABÓKIN Þorrablót: veisla haldin á ísl. á þorra. Upphafl. var þorri blótaður á fyrsta degi hans. Þ lögðust síðar af og urðu ekki almenn aftur fyrr en með trúfrelsi á s.hl. 19. aldar. Þá tóku ýmis félög að halda opinber þorrablót, fyrst í kaupstöðum en um 1900 urðu þau algeng í sveit- um. Frá um 1950 hafa þorrablót verið haldin á vegum átthagafélaga og er þá hafður á borðum íslenskur matur(þorramatur) sem jafnframt hefur verið á boðstólum ýmissa veitingahúsa frá 1960. þorri: fjórði mán. vetrar að fornu ísl. tímatali; hefst á föstudegi í 13. viku vetrar, þ.e. 19.-25. jan. þ við- ist hafa verið vetrarvættur í fom- eskju en opinber dýrkun hans bönnuð eftir kristnitöku. í þjóð- sögum frá miðri 19. öld segir að bóndi eigi að fara fyrstur á fætur og gagna komu þ. Ef eldri heimildum má ráða að húsfreyja eigi að taka á móti honum. í þjóðsögum segir einnig að sums staðar á Norður- landi sé fyrsti dagur þ kallaður bóndadagur og að þá eigi húsfreyja að gera vel við bónda sinn. Frá þorrablóti Reyðfirðinga. HVÍTUR STAFUR BLINDRAFÉLAGIÐ yUMFEWWR S

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.