Austri


Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 4

Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 4. febrúar 1993. Austraspurning Spurt á Seyðisfirði. Ferðu á skíði? + KVEÐJA Þorbjörn Magnússon Tinna Sigurðardóttir, nemi. Já, það geri ég. Jóhanna Halldórsdóttir, nemi. Já, ég gerði það áður en ég varð vond í hnjám. Harpa Stefánsdóttir, nemi. Nei, ekki mikið en ég fer stundum. Guðsteina Hreiðarsdóttir, af- greiðslustúlka. Nei, það hef ég ekki gert lengi. Ég þarf að fara að koma mér upp græjum. Adólf Guðmundsson, lögfræðing- ur. Já, ég fer nokkrum sinnum á vetri. Ásgeir Ámundsson, netagerðar- maður. Það get ég nú ekki sagt, ég fer aðeins á gönguskíði. F. 03. 07.1920 Andans mikilmenni hefur nú kvatt! Það er haustið 1975. Ungur piltur, að hefja nám í menntaskóla og ný- fluttur í Sjálfsbjargarhúsið, er að snæða sína fyrstu kvöldmáltíð í matsal hússins. Hann lítur yfir matsalinn til að finna sér sæti og rennir sér þvínæst upp að borði ekki fjarri afgreiðslunni á móti skarpleitum og skörulegum manni og spyr galsalega hvort hann megi sitja þar. “Og hver ætti svo sem að banna þér það?”, er svarað. Þannig hófust kynni mín af Þor- bimi Magnússyni, kynni sem áttu eftir að þroskast og eflast allt til hinstu stundar. Þorbjöm var ákaf- lega sérstakur persónuleiki. Þor- bjöm var ekki margmáll en leiftr- andi athugull og þegar að hann lagði orð í belg í umræðum var að finna í athugasemdum hans visku sem ekki hefði verið komið betur á framfæri í löngum orðræðum. Þyrfti maður að leysa úr málum sem þurftu sérstakrar athugunar við bar maður það gjaman í matartím- anum undir Þorbjöm og gat þá ver- ið viss um að málið yrði rætt af skarpskyggni og íhygli. Þorbjöm var sannur sósíalisti og félags- hyggjumaður og fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni. Hann tók virkan þátt í baráttu Sjálfsbjargar fyrir fullri þátttöku og jafnrétti fötl- uðum til handa og átti alltaf góð ráð að gefa þegar málefni Sjálfs- bjargar bar á góma. Við borðið í matsal Sjálfsbjargar voru oft d. 10.12.1992 fjömgar umræður um ýmislegustu málefni, allt frá dægurmálum til eldheitra stjórnmálaumræðna. En það var önnur og ekki síðri hlið á Þorbimi. Glettni hans og athuga- semdir sem hann læddi út úr sér með prakkarasvip, svo lítið bar á voru einstakar. Þorbjöm var líka maður gleðinnar og veisluhalda. Þá naut hann sín og lék á als oddi. Umfram allt var Þorbjöm þó lista- maður og bókaunnandi. Kveðskap- ur hans var sérlega vandaður og fallegur og bókasafnið sem hann átti bar vott um djúpstæðan áhuga hans á bókmenntum og kveðskap. Auk síns eigin bókasafns sá hann um bókasafn Sjálfsbjargar og útlán frá Borgarbókasafni Reykjavíkur í Sjálfsbjargarhúsinu. Flestir ef ekki allir, sem komu í Sjálfsbjargarhúsið minnast þó Þorbjamar vegna þess að öll þau ár sem hann bjó í húsinu sá hann um að selja matarmiða í matsal hússins. I því sem öðru er hann tók sér fyrir hendur sýndi hann slíka trúmennsku að ef honum svo mikið sem seinkaði í matinn var alveg víst að eitthvað sérstakt var á seyði. Með Þorbimi er horfinn á braut mikill maður, góður vinur og trú- fastur félagi. Við Sjálfsbjargarfé- lagar kveðjum Þorbjöm með sökn- uði og óskum systkinum hans og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. F.h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Jóhann Pétur Sveinsson. !! MUNIÐ EFTIR SMAFUGLUNUM !! I hendingum Margir munu kunna söngtexta sem hefst svo: Undir bláhimni blíðsumamætur barstu í arma mér rósfagra mey. Eg ætla, að texti þessi sé upp- runninn í Skagafirði. Svo mikið er víst, að Karlakórinn Heimir hefur sungið hann inn á hljóm- plötu og gert hann kunnan um allt land. En um þær mundir, sem ég var ungur og rómantískur, fyrir margt löngu var á sveimi meðal manna, á dansleikjum og utan, annar texti við sama lag. Líklega hefur hann aldrei komist inn á plötu og mun nú flestum gleymdur. Mig langar til að láta þennan gamla texta komast á prent hér í þættinum. Ekki veit ég hver höf- undur hans er, en óneitanlega væri það skemmtilegt ef einhver lesandi gæti frætt mig þar um. Formálsorð skulu ekki höfð hér fleiri. Látum oss svífa inn í róm- antík unga fólksins laust fyrir 1950: Farmannavísur Þegar farmaður leggur frá landi á hið lognskyggða, blikandi haf falla öldur að sæbörðum sandi, á sundin glitrar við skýjanna traf. Er af þilfari land sitt hann lítur skal ei ljúfasta minningin gleymd. Þar sem aldan við útnesið brýtur þar er unnusta farmannsins geymd. Umsjón : Sigurður Ó. Pálsson Meðan útþráin æskumann seiðir, meðan ástirnar stíga í geim, meðan hafmeyjan hárlokkinn greiðir mætast hugir hjá elskendum tveim. Meðan hugurinn heimþránni lýtur skal ei hjartanu fósturjörð gleymd. Meðan aldan á útnesjum brýtur verður ástin hjá farmanni geymd. Yfir djúpinu draummyndir líða sem að dyljast í farmannsins sýn. Himinn speglast í hafinu víða, þegar hrönnin á röstinni gín. Ástmey farmannsins hljóðlát sér hallar meðan húmar á blómgaðri grund. Það er skyldan sem skipverjann kallar þegar skilnaðar komin er stund. Sit ég einmana, sorgmædd og döpur er hann siglir burt ströndinni frá. Léttar haföldur hlæja og dansa og bera hafskipið langt út á sjá. Þá geng ég, með hryggðina í huga heim í kofann minn, einsömul nú. Þó að hjartað í brjósti mer bresti skal ég bíða og vera ‘honum trú. Já, sú var tíð. Taka vil ég fram, að það er konan mín, en ekki ég, sem haldið hefur texta þessum til haga. Með bestu kveðju, S.Ó.P. KROSSGÁTA /ía. fOJUR TÓmfíR HyjELF DuR S£LT “ Pýkt ÞEKK/R LE/Ð SKftNfíR FOR PóÐUR fEF/H ' ryRfí0 mfíVoR BEYárw SfíGDI KoRDÝt ÖSfíTT r TÓMS/ TEym'D/ W Ji 29 72 6« /H / WM >U / H9 r (IfíNKI L- --4 V STfíLL OfíiNN fín . RbKl Hl 37 SuBu H S/ER t V'ftTfiR. 63 /9 V5 ÍE/NS H7 5/tZ)ý/? GOUfíN Ti/tr _ _ y 22 DREPUR H/EGT+- 7/ 51 SLE/Pfí 5/fíÐ sletTa HH KLETTF) VEGGlR V3 lo PÚKfíR ÚRKomu LEGUR r 59 £/</</ m/ifíáfí /O IÐKuÐu 3 b mcdÝK MJÚKU t VfíRLfí KLfíKfí rr\Ynr 2H T n 62 65 7 52 ST/LLT L*l £/</</ GfírtLfí 32. ST/LLT Ufí 26 OFFRfí KLUKKNf. QfíNO * 'OSTÖÐ UG/R r 61 6 bs/</ 'DÆlF) /YÆÐ/ KRfíPfí RE6N 6RODup REHflfíR 5H 69 Fljór 11 ' [* 5/ 9 fíLL SvfíLUR 1« HO 7o 35 úLOFfíR etrhdi miÐfíR 'fí: i Sfímsr /6 V£RK EfíLL UTfíK TfíJfíVR umBufí 7 rULLU Fjöfíf Tl !5 56 Hb EéNfí 2 S/L 5 P/KuÐ * f3 3V KJfíQfí 57 75 /1 GÍFu mfíÐup rONf/ (iLUFRl/ TJÖ/Y 21 HE/mr /Nú 3o V /8 POTTfí LOKKfíR K/fTD FljoTjr 5 fírrtHL. * i YfíF/ 55 HE/ÐUR 25 NOTfí FfíNfí QETLfí R r» 35 bJ/Nfí KJÖT/Z) u ouitem BRESTH 3/ 60 /1 Sfí/nHL n INNVFLI SkErnmÞ ST/LLfí UPP HESTul FIGNIR SKORD fíUfíK 77 TÖlu LÖNCiUN ÞR'fí 6/M6UR 9 /Í.TT OtÖFOil 50 33 FfíLmn 5 Zf/vZ>. TÖHN 6 flLVM KfífíL 23 fs /3 53 27 RfíBQ é/ NlfíÐUR Dt/61 39 67 SK...I -77. exK/ a u« w I 06 Y

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.