Austri


Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 5

Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 4. febrúar 1993. AUSTRI 5 Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi: „Fyrsta íþróttahús Austurlands með löglegan keppnisvöll“ pistil, því að það sem sagt var um Helgarhátíð - Par sem þú ert heiðursgesturinn - Að kvöldi eins fyrstu daga þessa nýbyrjaða árs var sýnt frá Búða- kauptúni við Fáskrúðsfjörð að haf- ið var þar að reisa íþróttahús. Um það var sagt, sem felst í fyrirsögn þessa greinarstúfs. Hún ætlar að verða lífseig eða réttara langlíf sú vitleysa, að íþróttahús sé ekki lög- legt eða gólfflötur þess, nema það rými löglegan handknattleiksvöll 40x20 + öryggissvæði með hvorri langhlið lm og bak við hvor enda- mörk 2m eða flöt innan hindrana 42x24m og 7m frjálsa hæð yfir og innan hliðalína. Burðarvirki þaks umrædds húss verða límtrésbogar þversum og hæð frá hliðarlínu handknattleiksvallar 20m að breidd 6m í bita, sem er lm undir löglegri hæð. I Austurlandsfjórðungi eru 10 íþróttasalir: Búðakauptún 14x7,2m 5m lofthæð (‘37); Eiðar 15X8m 5m lh. (‘43); Seyðisfjörður 17x9,8m 5m lh. (‘63); Neskaup- staður 20xl8m 5m 7m lh. (‘71); Eskifjörður 27xl4m, 7 lh. (‘71); Búðareyri við Reyðarfjörð 27xl5m 7m lh. (‘81); Höfn í Homafirði 33xl8m 7m lh. (‘81); Skjöldólfs- staðir, Jökuldal 13,4x8m 5m lh. (‘82); Egilsstaðir 22,50x27m 7m lh. (‘83); Kolbeinstanga, Vopna- firði 27,50x16,25m 7m lh. (‘88). Islenskir íþróttamenn iðka innan- húss á gólfi 15 íþróttagreinar. Lög- legir keppnisvellir þessara íþrótta eru frá 14x7m (borðtennis) til 80x45m (frjálsíþrótta lágmark). Allir nema íþróttahúsið að Skjöld- ólfsstöðum rúma löglega keppnis- velli einnar til ellefu íþróttagreina. Sá elsti þeirra er í Búðakauptúni og rúmaði löglega keppni í borðtennis, ef lofthæð væri meiri. Erlendis á fundum um íþróttamannvirki vakti undrun íþróttasalur (1937) og yfir- byggð sundlaug (1943) Búðakaup- túns með 600 íbúa. Forgangsmenn voru þar oddvitinn Eiður Alberts- son, sem jafnframt var skólastjóri og ötull íþróttakennari Gunnar Ólafsson. Enn em mannvirki þessi í notkun. Framtakið má eigi gleym- ast. í þessu sambandi er rétt að geta þess að í elstu skólahúsum á Kolbeinstanga (Vopnafj.), Eskifirði og Seyðisfirði voru fjölnýtissalir þar sem íþróttir vom iðkaðar. Voru í notkun er ég ferðaðist fyrst um Austurland 1941. Slíkur fjölnýtis- salur mun vera í nýja skólahúsinu á Breiðdalsvik og til eru salir í fé- lagsheimilum sem nýttir eru til íþróttaiðkana, t. d. Bakkagerði, Borgarfirði - Eystra. Mér þótti rétt að skrifa þennan verðandi íþróttahús í Búðakauptúni gat haft niðurlægjandi áhrif á íbúa byggðarlaga, sem um skeið hafa starfrækt “lögmæt” íþróttahús, er þeir reistu af áhuga og fómfýsi. Tvennar gerðir íþróttahúsa hafa þeir gert sér, sem bera vott um framsýni. Þeir reistu yfirbyggðar sundlaugar sem að vetrarlagi eru lagðar viðargólfi svo húsakynnin mátti nota um sinn fyrir íþróttir á gólfi. Hin gerð íþróttahúsa er sú sem má stækka allt í 45x27m t.d. í- þróttahús Egilsstaða. Ég hafði rétt lokið við ofanskráðan pistil, þegar sjónvarpið færði þá frétt 17. janúar úr Hrunamanna- hreppi, að þar í sveit hefði verið vígt íþróttahús og lögð áhersla á “með löglegum keppnisfleti á gólfi”. Gólfflöturinn skildist mér vera 28x18m en lofthæð ekki nefnd. Ef frí-lofthæð yfir öllum leikfleti er 7m og meiri þá má keppa á löglegum leikvelli í 10 af þeim innanhússíþróttum á gólfi sem hérlendis eru iðkaðar. Við hvað átti hinn ágæti oddviti Hmna- manna? Fréttin um íþróttahúsið var lengri. Hönnun þess er slík, að stækkun á því er ráðgerð með tíð og tíma í 45x28m. Þá verður það fært um að húsa keppnisvelli 14 innanhússíþrótta á gólfi og unnt að keppa eða iðka t.d. körfuknattleik á 3 “löglegum völlum samtímis, blak á 2 og badminton á 5 o.s.fr. Slíkt hús er “afkastamikið” og því þarft í sveitarfélagi þar sem landbúnaðar-, iðnaðar- og þjónustustörf skammta íbúum skamman tíma daglega til í- þróttaiðkana og því þurfa fleiri að komast að í einu. Það er hrópað á “löglegt” íþróttahús og þá þrástag- ast á handknattleiksvelli en oft gleymist að hver völlur hafi “lög- legar” fjarlægðir (öryggisbelta) frá vallaútlínum til næstu hindrana, súlna, bekkja eða veggja. Eigendur íþróttahúsa verða bótaskyldir ef slys má rekja til engra öryggisbelta eða of mjórra. Því miður virðast of margir meta meir “löglega” stærð keppnisvallar einnar íþróttar en ör- yggi iðkenda. Vegna ofurkapps gleymist velferð þeirra. íþróttahús ættu ekki að takast í notkun, nema þau hefðu hlotið “öryggisstimpil” íþróttanefndar ríkisins og/eða mannvirkjanefndar ÍSÍ, en þá koma til fleiri þættir en hér hafa verið taldir til að mynda birta um ljós- gjafa eða glugga, hitun, loftun, gólf o.s.fr. Um síðastliðna helgi heimsótti hópur blaðamanna frá landsmála- blöðum vítt og breytt um landið Reykjavík í boði Flugleiða. Und- anfama vetur hafa Flugleiðir í tengslum við hótel, veitingahús Þarna er um að ræða opnunarsöng og úr annál. Þorrablótið var fyrst haldið árið 1919 á Reyðarfirði. Aðeins hafa tvö blót fallið úr á þessum tíma. Annað féll niður á hemámsárunum vegna þess að her- inn hafði lagt bamaskólann undir sig, en þar var blótið haldið á þeim tíma. Ekki eru öruggar heimildir um hversvegna það féll niður í síð- ara skiptið. Er þetta því í 72 sinn sem blótað er þar. Það mun hafa verið Þorsteinn Jónsson, kaupfé- lagsstjóri KHB, er kom með þessa hefð með sér niður á Reyðarfjörð, leikhús og ýmsa skemmtistaði boð- ið landsbyggðafólki upp á sérstakar helgarferðir og var heimsókn blaðamanna til borgarinnar nú, lið- ur í að kynna, “Helgarhátíð í höf- uðborginni”. Blaðamenn gistu á en Vallamenn hófu að halda þorra- blót nokkru áður en Reyðfirðingar tóku upp þennan sið. Hægt væri að fjalla heilmikið um þorrablót á Austurlandi og þá þróun sem orðið hefur á þeim hin síðari ár. En hvað um það, hér em vísumar. OPNUNARSÖNGUR 1993 1 Nú þorra við heiðrum og höldum hátíðarveislu í kvöld, gríni og gáska við tjöldum, svo gleðin taki völd. Hótel Esju í boði hótelsins. Hótel Loftleiðir buðu til kvöldverðar og hópurinn sá söngleikinn Blóðbræð- ur í boði Leikfélags Reykjavíkur. Á laugardagskvöldið bauð Café Opera í Lækjargötu til kvöldverðar. Allsstaðar naut hópurinn frábærrar gestrisni og var helgin hin eftir- minnilegasta. Innifalið í helgarpakka Flugleiða að þessu sinni er flug og gisting í tvær nætur og geta menn valið um gistingu á hótel Esju eða Hótel Loftleiðum. Morgunverður er inni- falinn og afsláttur veittur á gistingu ef um fleiri nætur er að ræða. Þá gefst gestum í helgarreisu kostur á að fá sér hressandi sundsprett, þeir sem gista á Hótel Loftleiðum fá ó- keypis aðgang að sundlaug og gufubaði hótelsins og gestir á Hótel Esju fá ókeypis aðgang að Laugar- dalslauginni. Gestir á Helgarhátíð fá afhent sérstakt Hátíðarkort sem gildir alla helgina og veitir það góðan afslátt á 11 völdum veitinga- stöðum víðsvegar í borginni. Enn- fremur á sýningar þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur og íslensku Operunnar. I Keiluhöllina í Öskju- hlíð og kvikmyndahúsin Stjömubíó og Regnbogann. Einnig veitir Há- tíðarkortið afslátt í fjölda verslana og veitingastaða í Kringlunni og þangað em skipulagðar rútuferðir frá Esju og Loftleiðum. Jafnframt stendur handhöfum Hátíðarkorts til boða bílaleigubíll frá Bílaleigu Flugleiða frá hádegi á föstudegi til sunnudagskvölds á hóflegu verði. Það er því fjölmargt sem gestir á Helgarhátíð geta tekið sér fyrir hendur af þeim listisemdum sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. AÞ Viðlag: Komum á krána inn, þar kætin tekur völd. Syngjum ljóð-svo dunar dátt dansinn hér í kvöld. 2 Já, nefndin er áköf og iðin, svo allt verði í lagi hér. Og Þorvaldur þorrablótsgoði þrælgóður stjómandi er. Viðlag: Komum á krána inn,..... 3 Brátt heyrist í annálnum óma alls konar spé og dár. Það reyndist margt rækalli skrítið réttliðið merkisár. Viðlag: Veglegt skall vinamót, vemm því hress. Þjóðlegt er vort þorrablót, og þar sko ekkert stress! A+G Ur annál Þegar Víðir lagði á sjóinn þá var fagurt mjög um fjörð nú og fengsæll reyndist kappinn út á miðum. Og í grandaleysi fyllti hann sinn fiskisæla bát já og fráleitt hafði á sér nokkra gát. En í landi Gunnar ókyrrðist og ýtti svo á flot einhver hulinn kraftur bæði dró og seiddi. Út til Víðis - ekki huldukonan honum veitti ró og úr hafsins bámm aflaklóna dró. Hér er ort um er Gunnar Hjaltason bjargaði Víði Péturssyni út við Skrúð sl. haust. \ Bókhaldsþjónusta Þórhalls Haukssonar Breiðdalsvík - © 56729 Höfum opnað skrifstofu í húsi Gunnarstinds í Breiðdalsvík. Öll almenn bókhaldsvinna, VSK uppgjör, launaútreikningur, framtalsaðstoð og fleira. Opið þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10 -16. Egilsstaðir - © 12312 Höfum flutt skrifstofuna að Kaupvangi 6 (hús Kaupfélagsins, efri hæð. Opið alla virka daga frá kl. 8-17. Nú bjóðum við einnig slippþjónustu Á Seyðisfirði er nú dráttarbraut fyrir skip allt að 40 m á lengd. Smíðum úr stáli, áli og ryðfríu Vélaviðgerðir — tækniþjónusta Leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði á Austurlandi VÉLSMIÐJAN H F . SEYÐISFIRÐI Sími21300 FAX 21404 Sviðsmynd úr Blóðbrœðrum sem blaðamenn sáu í boði Leikfélags Reykjavíkur. Helgarferðin hófst með þœgilegri flugferð með Fokker 50. Austramynd: MM. Blaðinu hafa borist vísur af þorrablóti Reyðfírðinga

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.