Austri


Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 6

Austri - 04.02.1993, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 4. febrúar 1993. r Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) Snjótittlingur tilheyrir spör- fuglaættbálkinum, og þaðan titt- lingaættinni, sem er fjölskrúðug ætt lítilla þykknefjaðra fugla, sem éta fræ og skordýr. Kyn þessarar ættar eru oftast mjög ólík í útliti. Snjótittlingurinn er eini verpandi fulltrúi ættar sinnar á íslandi. Aður fyrr var hann þó talinn finkuættar, og er það jafnvel enn, í sumum bókum. A sumrin er karlfuglinn mestan partinn svartur á baki og með eins litar handflugfjaðrir og miðfjaðrir í stéli, en að öðru leyti er hann snjóhvítur. Kvenfuglinn er aftur á móti grábrúnn, með svörtum flikrum á höfði og baki. A vetuma er karlfuglinn ljós- brúnleitur á höfði og bringu, og brúnn á baki með svörtum flikrum. Kvenfugl og ungfugl eru brúnni, en á flugi eru hvítu væng- reitimir einkennandi. Nefið er þykkt og stutt; á vet- urna gult, en á vorin dökknar það mjög, og verður nær alsvart. Augu eru brún, en fætur svartir. Kvenfuglinn er um 30 g á þyngd, en karlfuglinn um 40 g að meðaltali. Lengdin er um 17 sm. Snjótittlingur dvelur mest á jörðu niðri, fer örsjaldan í tré, en á það hins vegar til að raða sér á raf- magnslínur. Hann er félagslyndur með afbrigðum, einkum á vetuma. íslenski snjótittlingurinn telst til sérstakrar deilitegundar, P.n.insulae, sem er frábrugðin t.d. grænlenskum og skandinavískum fuglum og er munurinn greinileg- astur á karlfuglunum, en okkar fugl hefur ekki eins hreinan svart/hvítan varpbúning, og m.a. dekkri gump. Þó getur verið erfitt að greina tegundirnar í sundur, og er margt óljóst í þeim efnum. Lengstum var talið, og m.a. kennt í náttúrufræðibókum til skamms tíma, að snjótittlingurinn væri algjör staðfugl hér á landi. En eftir að farið var að stunda merkingar að einhverju ráði, hefur komið í ljós, að hluti stofnsins, og þá einkum kvenfuglar, og ungir karlfuglar, sem ekki em búnir að festa ráð sitt, leggjast í flakk til annarra landa á haustin og fyrr part vetrar. Aðallega til Bret- landseyja. Og jafnframt er talið að hluti grænlenskra og skandin- aviskra fugla haldi þangað einnig. sem hefur gert breskum fugla- fræðingum og áhugamönnum erfitt fyrir. Og ekki bætir úr skák, þegar allt virðist benda til, að á Grænlandi séu 3 deilitegundir, sem eflaust blandast eitthvað inn- byrðis á fartíma. I mars og apríl eru íslenskir snjótittlingar að koma til landsins aftur, þá oft í geysistórum hópum. Með þeim koma oft grænlenskir fuglar, sjálfir á heimleið, og dvelja oft hér fram í maí. Grænlenskir karlfuglamir eru auðgreindir á þeim tíma frá okkar fuglum: allir miklu búttaðri og ljósari. Kven- fuglarnir em hins vegar undarlega gráir og eru hér mun sjaldgæfari. Það er í raun ekkert sem mælir gegn því, að þessir grænlensku fuglar ílendist hér sumarlangt og pari sig þá jafnvel við íslenska snjótittlinga. íslendingar em fremstir í heim- inum í rannsóknum á snjótittling- um, og þá helst vegna starfa þeirra fuglaáhugamanna um land allt, sem hafa á síðustu ámm ver- ið að merkja fyrir Náttúrfræði- stofnun Islands. Lætur nærri að búið sé að merkja á bilinu 20-30 þúsund fugla á síðustu árum. Oft hafa náðst á íslandi fuglar merktir erlendis, eins og t.d. frá Bandaríkjunum, en þaðan var einmitt fyrsti merkti snjótittling- urinn, er náðist hér á landi, árið 1941. Þá hafa einnig náðst snjó- tittlingar frá Grænlandi, Dan- mörku, Hollandi, Finnmörku í Noregi og Bretlandseyjum. Og margir fuglanna íslensku hafa líka náðst erlendis, einkum á Bretlandseyjum hin síðari ár. Sem dæmi um gildi merkinga af þessu tagi má nefna atvik á Djúpavogi fyrir nokkmm árum. Þann 21. apríl 1988 náðist snjó- tittlingur þar í gildru. Þetta var kvenfugl, en þeir eru töluvert minni eða grennri heldur en karl- fuglamir. Merki var sett um fót hans, með ákveðnu númeri, en engin tvö merki eru með sömu tölustafi. Þessi fugl náðist aftur og nú í Skotlandi 7. janúar 1989, það er að segja 9 mánuðum síðar. En þar með er sagan ekki búin, því að hann náðist aftur á Djúpa- vogi nákvæmlega á merkingar- staðnum, við Prestshúsið, 29. mars það ár, eða 2 '/2 mánuði eftir að skoskir fuglafræðingar höfðu náð honum ytra. En þess má geta að vegalengdin frá Djúpavogi og að þessum stað í Skotlandi, er 1.046 km. Þetta er eina vottfesta dæmið um slíka ferð yfir hafið og til baka aftur, þótt menn hafi á síðari \ árum grunað snjótittlinginn um að ferðast þetta, bæði haust og vor. Snjótittlingurinn verpir í öllum löndum umhverfis norðurpólinn, suður eftir háfjöllum Skandinavíu, í Skotlandi og Færeyjum, í grýttu og fremur hrjóstrugu landi, og heitir þá sólskríkja. Mun þetta vera eina fuglategundin hér á landi, sem breytir um nafn eftir árstíðum. Hreiðrið er venjulega falið undir steini, fóðrað með hárum, fjöðrum og öðru slíku. Eggin eru 4-7 að tölu, gráhvít á litinn með rauðbrúnum deplum. Utungun tekur um 14 daga. Snjótittlingurinn er sá eini af íslenskum spörfuglum, er talist getur algengur á hálendinu, en hann er einnig víða á láglendi, í hraunum, eyjum og á annesjum. Um stofnstærðina er þó fátt vitað. Alþýðuheiti fuglsins eru snjó- fugl. góutittlingur, sólskríkja og heydoðra, en síðast nefnda orðið bendir til þess, að oft hafi moði verið kastað út til fuglanna hér fyrr á öldum, til að róta í, á köld- um vetrum og hörðum. Aður fyrr var hann stundum, í hallærum, veiddur í net á veturna og hafður til matar. Elsti snjótittlingur, sem vitað er um, varð 8 ára gamall, en ef- laust geta þeir orðið miklu eldri, því mörg dæmi eru um 6 og 7 ára fugla. Áframhaldandi merkingar og endurheimtur eiga þó eftir að skera úr um þennan hlut, eins og marga aðra. ) Miðvangi 2-4011777 15% afsláttur á albúmum til 13. febrúar. Umboðsmenn: Seyðisfiröi Bókaverslun AB og ES Neskaupstað Bókaverslun Brynjars Eskifirði Shellskálinn Reyöarfiröi Lykill Fáskrúðsfirði Söluskáli SJ. Stöðvarfirði Kaupfélagið Breiðdalsvík Kaupfélagið Djúpavogi Kaupfélagið Slöngur Barkar Tengi LANDVÉLAR HF SMIÐJUVEGI 66, KÓPAV0GI SÍMI91-76600 Félagar í Björgunarsveitinni Gró Aðalfundur sveitarinnar verður haldinn í húsi félagsins mánudaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. 4P SERSMIÐAÐIR SKOR - IþROTTASKOR INNISKÓR - BARNASKÓR - INNLEGG VARMAHLÍFAR - BAKBELTI - SPELKUR HÁLSKRAGAR - HLAUPASKÓR Láttu þér líða vel! Póstkröfuþjónusta. SKÓSTOFAN ÖSSUR HVERFISGÖTU 105,105 REYKJAVÍK SÍMI 91-62 63 53, FAX91-2 79 66 ac TIL SOLU FIAT ALLIS hjólaskófla, árgerð 1988, með 4500 vinnustundir og MAN 19320, árgerð 1978, með HIAB bílkrana 2070 eða 20 tonn. Kraninn er með JIBBI og fjarstýringu. Upplýsingar í símum 97-11717 og 97-11192. UNNAR ELISSON ALTERNATORAR & STARTARAR í BÍLA - BÁTA - VINNUVÉLAR - VÖRUBÍLA FOLKSBILA Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Oldsm. dis. Chevrol. dís. 6,2, Ford dís., 6.9 og 7,3, Datsun, Mazda 323, 626, 929, Daihatsu Charade, Mitsub. Colt, Pajero, Toyota Corolla, Tercel, Honda, Benz, Opel, VW Golf, Peugeot, Volvo, Ford Esc- ort, Lada, Fiat, o.fl. o.fl. SENDIBÍLA M. Benz 207 D, 209 D, 309 D, 407 D, 409 D. Peugeot, Ford Econoline, Ford 6,9 L, Renault, Volvo, Volkswagen, o.fl. o.fl. VÖRUBÍLA M. Benz, Scania. Man, GMC, Volvo, Bedford o.fl. VINNUVÉLAR JCB, M. Ferguson, Ursus, Zetor, Case, Deutz, Cat, Breyt o.fl. BÁTAVÉLAR BMW, Bukh, Caterpillar, Ford, Cummings, Iveco, Mann, Mercury Mercruiser, Perkins, Lister, Sabb, Volvo-Penta, Renault o.fl. *#j| ■ Jji. t ynmf' 1 1 - íl^ GERIÐ VERÐSAMANBURÐ BÍLARAF H/F BORGARTÚNI 19, SÍMI 24700, FAX 624090

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.