Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 1

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 1
38. árgangur. Egilsstöðum, 2. desember 1993. 44. tölublað Austfirðingar, tryggjum atvinnu, kaupum austfirskar afurðir. |fi| Kaupfélag Héraðsbúa Sláturhús KHB Fossvöllum: Meðalvigt aldrei betri Slátrun í sláturhúsinu á Fossvöll- um lauk þann 29. október. I allt var slátrað 34,639, fjár þar af voru dilkar 32,621,. Meðalvigt dilka í haust er sú hæsta sem þekkt er eða 16,03 kg og er rúmu kílói meiri en í fyrra, en þá var hún 14,80. Þyngsta Meðalvigtin á Fossvöllum í haust er sú hcesta sem þekkt er. A myndinni er Jónas Guðmundsson, sláturhússtjóri, ásamt vœnum kroppum af jökuldal. dilkinn átti Magnús Sigurðsson, bóndi á Ulfsstöðum og vó hann 31,3 kg. Að sögn Jónasar Guð- mundssonar, sláturhússtjóra, er féð af fjárskiptasvæðunum mun vænna en fyrir fjárskipti og kemur bæði til að landið hefur hvílst og fækkað hefur í högum. Þá hefur nýja féð reynst mörgum bændum bæði frjósamara og gefur af sér meiri kjötþunga. Þegar bornar eru saman tölur um flokkun kjöts hjá KHB nú og í fyrra kemur í ljós að vænleiki dilka í ár er bændum ekki hagstæð- ur, en greitt er hæsta verðið fyrir stjörnuflokk DIA og DII. Flestir dilkarnir flokkuðust í DIA eða 81,64 % af innlögðum skrokkum á móti 80,93% haustið 1992, mis- munur á fl 0,70% í DIB flokkast 9,57% á móti 7,88% haustið 1992, mismundur á fl. er 1,69%. í DIC flokkast 2,41% á móti 1,34% haustið 1992, mismunur á fl. 1,07 %. f DII flokkast 2,51% á móti 3,74% haustið 1992, mismunur á fl er -1,23%. í DIII flokkast 0,91% á móti 2,15% haustið 1992, mismun- ur á fl er -1,23%. í Stjörnuflokk flokkast aðeins 0,78% á móti 2,29% haustið 1992, mismunur er -1,51%. Framleiðsla umfram greiðslumark á svæðinu var 25,7 tonn. AÞ Sótt um leyfi til að eitra fyrir vargfuglum Ellefu þúsund máfar taldir við Austurland í október sl. Flugfélag Austurlands í óvenjulegt flug Eftir erilsaman dag er gott að hvíla sig og hafa gott útsýni. Austram. MM Síðast liðinn sunnudag fór Flug- félag Austurlands í óvenjulegt flug. Óskað var eftir því að þeir flygju með varahlut að togaranum Gnúpi sem staddur var 60 sjómílur út af Hornafirði. Tölvulyklaborð um borð í togaranum hafði bilað og þurfti nauðsynlega að fá annað. Samskonar lyklaborð, var keypt í tölvuverslun í Fellabæ, því pakkað í vatnsþéttar umbúðir og flogið eins Töluverð ölvun var á dansleikj- um sem haldnir voru á Reyðarfirði og Eskifirði urn síðustu helgi. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði liggja fyrir tvær kærur, en tveir menn voru kærðir fyrir líkamsárásir þessa helgi. Á Reyðarfirði var einn mað- og fyrr segir út að Gnúpi og lykla- borðinu kastað í sjóinn við skips- hlið. Vel gekk að finna skipið með hjálp GPS staðsetningartækja um borð í flugvélinni en GPS tækin nema merki frá gervitunglum. Ferðin gekk mjög vel í alla staði, en flogið var í góðu veðri allan tím- ann og komið heim aftur eftir rúm- lega klukkustundar flug. MM ur laminn í andlitið svo af hlaust nefbrot. Á Eskifirði skarst þolandi illa í andliti. Bæði atvikin áttu sér stað eftir ryskingar. Brotin var rúða í samkomuhúsinu á Reyðar- firði. MM Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur sent erindi til Umhverfisráð- herra, um að fá tímabundið leyfi til að eitra fyrir vargfugl milli jóla og nýárs. En á þeim tíma er lítið fæði að hafa fyrir fuglinn þar sem flestar verstöðvar eru lokaðar. Ennfremur hafa bæjaryfirvöld í Neskaupstað og á Eskifirði beitt sér í málinu. Ýmsum samtökum og hagsmuna- aðilurn í sjávarútvegi og landbún- aði verið kynnt erindið með ósk um að þeir beiti sínum áhrifum, enda sé þetta einnig stórt hagsmunamál umbjóðenda þeirra. I fuglatalningu í október sl. voru taldir um 11 þús- und máfar á svæðinu frá Höfn að Þórshöfn þar af sáust tæp 3 þúsund máfar við Eskifjörð og á 4 þúsund við Norðfjörð. Að sögn Kjartans Hreinssonar, heilbrigðisfulltrúa á Austurlandi, hafa sveitarfélög hér fyrir austan verið að gera átak í frá- rennslismálum og mætti búast við því að það tæki nokkurn tíma þang- að til að þau mál yrðu konrin í við- unandi horf þar sem þetta væru fjárfrekar aðgerðir. Fiskvinnslufyr- irtæki hafa einnig hafið úrbætur í förgun úrgangs og lagfært frá- rennsli frá vinnslu. Þar er þó mjög mikið ógert og nauðsynlegt að þessi mál séu gerð að forgangs- verkefnum hjá fyrirtækjunum. Hann sagði að það væri hagsmuna- mál allra aðila í matvælafram- leiðslu bæði til sjós og lands að máfum fækki. Hætta væri á að vargfuglar færðu sig inn til lands í leit að fæði ef fæðuskortur yrði við sjávarsíðuna. Því sé nauðsynlegt að fá leyfi til að fækka þeim enn um sinn. MM Fylgdu ekki tölvuleikir með lyklaborðinu? Fáskrúðsfjörður: Tannlæknastofan fær nýjan stól Nýr og fullkominn stóll hefur verið tekinn í notkun á Tann- læknastofunni á Fáskrúðsfirði og kemur hann í stað eldri stóls sömu tegundar. Tannlæknastofan var opnuð íjúlí í sumar, en tannlækn- ir hefur ekki haft fasta búsetu á Búðum í mörg ár fyrr en nú. Stof- una sem er til húsa í Heilsugæslu- stöðinni, rekur Helgi Hansson, tannlæknir, en hann er Norðfirð- ingur að ætt og uppruna og út- skrifaðist úr námi í vor. Tann- læknastofan er opin mánudaga til fimmtudaga og er henni ætlað að þjóna Fáskrúðsfirði og Stöðvar- firði. AÞ Reyðarfjörður og Eskifjörður: Tveir menn kærðir fyrir líkamsárásir

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.