Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 3

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 2. desember 1993. AUSTRI 3 Aldnir Vopnfirðingar sóttir heim Þegar ég heimsótti Vopnafjörð í haust, leit ég við á dvalarheimili aldraðra Sundaborg og átti stutt spjall við tvo heimilismenn, þau Þorgrím Sigmar Einarsson fyrrum bónda á Bústöðum í Vesturárdal og Vilhelmínu Guðjónsdóttur fyrrurn húsfreyju á Rauðhólum og víðar. Um þær mundir var göngum og réttum nýlokið og sláturtíð og önn- ur hefðbundin haustverk stóðu sem hæst. Það lá því beinast við að spyrja þau hvað þeim væri efst í huga um haustannir frá fyrri tíð. Eg byrjaði á að spjalla við Þorgrím og talið barst fljótlega að smala- mennskum og göngum. Hvað kanntu að segja mér frá göngum frá því í gamla daga? Þorgrímur Sigmar Einarsson er ómyrkur í máli og liggur ekki á skoðunum sínum. Austramynd AÞ “Göngumar já, Þá áttu flestir menn hér hesta og fóru ríðandi í göngurnar og áttu almennilega smalahunda sem kunnu sitt fag. Nú til dags eru menn illa ríðandi og enginn maður á almennilegan smalahund vegna þess að þeim er ekkert sinnt eða kennt að snúast við fé. I þokkabót er svo annar hver hundur eða rúmlega það af ein- hverju útlensku kyni sem ómögu- legt er kenna nokkurn skapaðan hlut”. Fannst þér gaman að fara í göngur? “Vissulega. Eg var 11 ára þegar ég fór fyrst í göngur og það sem mér líkaði best, var að fólkið sem að manni stóð gat ekki heyrt hvern- ig rnaður notaði kjaftinn. Annars fóru göngurnar mikið eftir tíðarfari haustsins og ef veður voru vond var þetta ekkert grín. Það varð að ljúka þessu af þó illa viðraði, þó var ekki farið ef beinlínis var dimmvirði, því þá var vonlaust að smala að nokkiu gagni.” Hvernig búskap varstu með? “Eg var með sauðfé. Það var ekki um annað að ræða. Annars hef ég alltaf verið meira hneigður fyrir smíðar en búskap. I búskapnum var maður alltaf í skít. í virðingarskyni fyrir að vera bóndi og framleiða mat ofan í þjóðina var maður alltaf á kafi í skít. það var nú öll medalí- an sem maður fékk. En það er alltaf verið að gera eitthvað til fullkomn- unnar. Nú gengur allt út á það að fækka höndunum sem vinna verkin og fólk, ekki einu sinni kvenfólk fæst til að vinna óþrifalega vinnu”. Áttirðu gott fé?. “Sumir sögðu nú að það væri einskis virði eða svona ómerkilegt og lítið ræktað. Sumir þóttust nú líka af sjálfum sér og þóttust hafa meiri vitsmuni en aðrir, sem er nú alþekkt með þjóðinni. En svona þegar á allt er litið átti ég dágott fé, en hafði ekki mikinn tíma til að rækta það þar sem minn búskapur stóð svo stutt. Elst Vopnfirðinga og þar með heimilismanna í Sundabúð er Vil- helmína Guðjónsdóttir sem fyrir stuttu varð 95 ára. Þrátt fyrir aldur- inn er Vilhelmína vel ern og hefur frá mörgu að segja. Ertu borinn og barnfæddur Vopnfirðingur? “ Já, ég fæddist og ólst upp á Gnýstöðum í Vopnafirði, innsta bæ í Hraunfellsdal. Foreldrar mínir hétu Salína Ingibjörg Árnadóttir og Guðjón Ágúst Jónsson. þau voru bæði Vopnfirðingar. Mamma var frá Síreksstöðum en pabbi frá Dvalarheimilið Sundabúð. Hrappsstöðum. Ég var að mestu hjá foreldrum mínum þangað til ég giftist og fór að búa sjálf. Ég fór þó stundum í kaupavinnu á sumrin og var tíma og tíma í vistum. Maður- inn minn hét Karl Valdimar Péturs- son. Hann var alinn upp hér á Ingunn Vilhelmína Guðjónsdóttir. Elsti íbúi í Vopnafjarðarhreppi. Austramynd AÞ Guðmundarstöðum ásamt fleiri börnum. Það var nú ekkert sældar- líf að alast upp hjá vandalausum í þá daga. Við bjuggum alltaf í sveit fyrst í Haga þar sem við vorum í 17 ár. Síðan keyptum við Rauðhóla og vorum þar, ef ég man rétt í ein 20 ár. Hvaða verk þurfti húsmóðir í sveit að vinna á haustin? “Hún þurfti svo margt að gera, bæði úti og inni var í smalamennsk- um og öllu mögulegu. Svo þurfti að matbúa slátur og reykja og salta kjöt fyrir veturinn. Við höfðum nú aldrei margt fé, en ég held að ég hafi oft- ast tekið um 40 slátur”. Þetta var mikið verk en en krakkarnir fóru nú fljótt að hjálpa til”. Áttuð þið hjónin mörg börn? Austramynd AÞ “Við eignuðumst þrjú börn. Var ekki mikið verk að útbúa karlmennina í göngur á haustin? “Jú, það var töluvert verk. Það þurfti að sjóða bæði hangikjöt og nýtt kjöt og baka pönnukökur og flatbrauð. Svo þurfti að hugsa fyrir einhverju handa hundunum. Fórstu ung að vinna? Ég vann öll verk strax sem krakki heima hjá foreldrum mínum. Það var eini skólinn sem ég fékk og það var gott veganesti. Ég lærði líka mikið hjá góðum konum sem ég var í vist hjá. Þar minnist ég sér- staklega Snjólaugar Sigurðardóttur á Hofi, en hún var móðir Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Við voru miklir vinir við Siggi. Ég var mikið á Hofi hjá foreldrum hans. Hann var einstakur drengur. Ég lærði margt hjá Snjólaugu sem ég hef búið að alla ævi og ég held að lífið sjálft og samvistir við gott fólk sé sá besti skóli sem hægt er að fá. AÞ Alyktun Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi bæjarráðs Neskaup- staðar þriðjudaginn 23. nóvember 1993. “Bæjarráð Neskaupstaðar mót- mælir harðlega þeim tillögum vinnuhóps um skipan sjúkrahús- mála, sem gera ráð fyrri því að ekkert bráðasjúki'ahús verði á Austurlandi. Bæjarráð telur fráleitt að öll bráðaþjónusta verði flutt úr tjórð- ungnum þannig að heill landshluti verði án slíkrar þjónustu. Þá vill bæjan'áð minna á hið mikla hlut- verk sem Fjórðungssjúkrahúsið gegnir í almannavamakerfi lands- ins svo og hinu mikla öryggi sem sjúkrahúsið veitir þeim fjölmörgu sjómönnum sem atvinnu sína stunda undan ströndum Austur- lands. Bæjarráð skorar á yfirvöld heilbrigðismála að efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað með það fyrir augum að skapa því grundvöll til að veita víðtækari þjónustu en það gerir í dag. Að lokum skorar bæjarráð Neskaupstaðar á stjórnvöld að í kjölfar stórfelldra vegabóta á erf- iðustu fjallvegum Austurlands verði komið á daglegum snjó- ruðningi milli þéttbýlisstaða.” Fljótsdalshérað - Borgarfjörður: Hugmynd að nýrri skip- an sveitarstjórnarmála Sigurjón Bjamason, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum hefur lagt fram til- lögur að nýrri skipan sveitarstjórn- armála á Fljótsdalshéraði og Borg- arfirði - eystra og verða þær ræddar á næsta oddvitafundi. Hugmynd Sigurjóns er að kosin verði sameig- inleg sveitarstjórn fyrir allt svæðið og hafi hún með höndum sam- starfsverkefni sem hingað til hafa verið viðfangsefni oddvitafunda. Hins vegar verða þau verkefni sem hreppsnefndir hafa haft með hönd- um áfram á þeirra snærum. Sam- kvæmt tillögunum er m.a. lagt til að stjórn þéttbýlis á Mið-Héraði verði í höndum hinnar nýju sveitar- stjómar og að sveitarfélagið Egils- staðabær verði lagt niður. Jafnframt er kveðið á um að hreppar verði ekki aðilar að samtökum sveitarfé- laga eða sameiginlegum stofnun- um, heldur sveitarfélagið. Þá er kveðið á um, að ef af verkefna- flutningi verður frá ríki til sveitar- félaga, skuli fela þau hinni sameig- inlegu sveitarstjórn. Þá eiga útsvör og fasteignagjöld að renna áfram til hreppanna, en framlög jöfnunar- sjóðs að ganga til sveitarfélagsins. Sem rök fyrir tillögum sínum nefn- ir Sigurjón t.d. að við þessa skipan skapist sterk eining sem geti tekið við nýjum verkefnum úr höndum ríkisvalds án frekari skipulags- breytinga og einnig að hið nýja sveitarfélag verði sterkt á austfirsk- an mælikvarða og þar með í stakk búið til að gegna því forystu- og samræmingarhlutverki sem eðlilegt sé að Fljótsdalshérað gegni. Til þess að tryggja ákvörðunarvald hreppanna í innri málum svo sem skólamálum þarf að koma til breyt- ing á sveitarstjórnarlögum. AÞ Séð yfir hluta Fljótsdalshéraðs. Austramynd BB Ungur höfundur kveður sér hljóðs Kristleifur Björnsson, tvítugur nemi í ME, hefur sent frá sér ljóða- bókina Logn og hefur hann að öllu leyti unnið hana sjálfur þ.e. texta, umbrot, fjölritun og bókband. Ljóðin eru unnin upp úr ýmsum hugrenningum sem höfundurinn hefur fest á blað, en hann gengur að jafnaði með kompu á sér og skrifar niður eitt og annað sem í hugann kemur. Kristleifur segist hafa farið út í að gefa út ljóðabók eftir að hafa fengið til þess mikla hvatningu frá kennara sínum Gunn- ari Hersveini. En Kristleifur fæst ekki bara við ljóðgerð, heldur líka ljósmyndun og setti upp sýningu og kynnti um leið ljóð sín í Café Brazil fyrir nokkru. Næsta sunnu- Kristleifur Björnsson dag opnar hann ljósmyndasýningu og les úr bók sinni í Þórsmörk í Neskaupstað. AÞ FIN FOTI FLOTTIR KRAKKAR Góð BARNAFÖT n Jóíafötin eru komin .q Norskar peysur ^ Kr. 2.990.- I I I Pör ■ FÁLI Ungbarnapeysa Kr. 1,690.- Póstsendum samdægurs hvert á land sem er. Pöntunarsími 91-680510 Sokkar Kr. 190.- Rúllukragabolir Kr. 990.- Gammosíur Kr. 890.- LEGTOGrÖDÝRTÖT EINFÖLD INNKÁDP EITT SÍIW TAL J

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.