Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 4

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 2. desember 1993. Austraspurning Ertu byrjaður/uð að kaupa jólagjafir? Unnið í nóvember af Helgu Svanlaug Garðarsdóttur sem er í starfskynningu hér á blaðinu Björn Pálsson. Nei, en ég þarf að fara að kaupa gjöf handa dóttur minni sem er úti að læra. Angelika Guðmundsdóttir. Já, ég er búin að kaupa eina. Heiða Sigrún Andrésdóttir. Nei. mér líst vel á að fresta jólunum um eitt ár. Guðjón Bragi Stefánsson. Ég er ekki búinn að kaupa neinar jólagjafir. Ásgrímur Þór Ásgrímsson. Nei, ég ætla að kaupa þær á Þorláksmessu. Þorbjörn Björnsson. Nei, nei, það er ennþá bara nóvember. t MINNING Björg Gunnarsdóttir Fædd 18. desember 1917 dáin 14. nóvember 1993 Stirðnuð er haga höndin þín gjörð til að laga allt úr öllu, eins létt og draga hvítt á völlu smámeyjar fagurspunnið lín. Jónas Hallgrímsson Hún Björg er dáin, hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu- daginn 14. nóvember. Björg var dóttir Bergljótar Stefánsdóttur og Gunnars Sigurðssonar, sem bjuggu á Egilsstöðum í Fljótsdal, þar fæddist hún og ólst upp í stómm systkinahópi. Handlagni og listfengi hefur ver- ið aðaleinkenni þessa fólks, og fékk Björg stóran skerf af þeim eiginleikum. Ung að árum fór hún að vinna við fatasaum, og vann í nokkur ár á saumastofum í Kefla- vík og á Reyðarfirði, en saumaskap stundaði hún alla sína æfi meðan stætt var. Á öllu sem hún gerði var snilld- arhandbragð sem fátítt er að sjá, og þess báru vott ótaldar flíkurnar sem hún saumaði fyrir okkur og börn okkar, en þau hændust að henni, og hún var óþreytandi við að segja þeim sögur eða skemmta þeim á annan hátt. Áratugum saman dvaldi hún hluta ársins að Dvergasteini á Reyðarfirði, og var oft kennd við þann stað til jafns við heimili sitt í Fljótsdal. Á Reyðarfirði vann hún lengst í sláturhúsinu og einnig við síldarsöltun á meðan heilsan leyfði. Síðustu árin voru Björgu erfið, þrekið minnkaði jafnt og þétt og hún dvaldi langdvölum á sjúkra- húsum, lengst á Egilsstöðum. Aldrei kvartaði hún og hugurinn var bundinn við að fá heilsuna aft- ur, hún fylgdist stöðugt með tísk- unni, og því nýjasta í fatagerð, en það var hennar helsta áhugamál. Að leiðarlokum hrannast minn- ingarnar upp, efst í huga hjá okkur er þakklæti til hennar og kveðju viljum við senda með ljóðinu “Heim” eftir Jörgen E. Kjerúlf. Landsmet eða “heimsmet” í 42 tbl. Austra var frétt frá Sig- urði Lárussyni sem fjallaði um ó- venju afurðamikla á frá Gilsá í Breiðdal. Ærin var þrflembd í vor og vógu lömbin samtals við slátrun í haust 54,9 kg. I lok fréttarinnar sló 64 kg. Samtals lífþungi 217 kg. Gimbrarnar voru látnar lifa en hrútn- um slátrað og vó skrokkurinn af honum 28 kg, sem þýðir að kjötpró- senta var 43,75. Nú er vitað að gimbrar hafa yfirleitt hærri kjötpró- “Heimsmethafinn” Maga með lömbin sínfjögur. Sigurður því fram að gaman væri að fá fréttir af, ef menn vissu um aðrar ær afurðarmeiri. Sigurði hefur held- ur betur orðið að ósk sinni, Því blað- inu hafa borist heimildir um 8 ær, allar í Skaftafellssýslu, sem skilað hafa meiri kjötþunga. Frá Benedikt Stefánssyni barst eftirfarandi bréf undir yfirskriftinni: “Er það landsmet, eða heimsmet’’? “ í 42. tbl. Austra segir Sigurður Lárusson frá Gilsá í Breiðdal frá ó- venju afurðamikilli á þar á bæ, skil- aði ærin á síðastliðnu hausti 54,9 kg af kjöti. Segir Sigurður, að gaman væri að frétta af, ef vitað væri um á sem skilað hefði meiri afurðum, em því þessar línur sendar. Dóttir mín Kristín hefur fáeinar ær sér til á- nægjuauka. Þann 1. maí vorið ‘92 átti Maga hennar sem þá var fjögra ára 4 lömb, 3 gimbrar og 1 hrút. Ærin gekk í túni um sumarið og lömbin fengu ekki mjólk nema úr móðurinni. I byrjun október voru lömbin vegin og vigtuðu gimbramar 50 kg, 50kg, og 53 kg og hrúturinn sentu en hrútar, en þar sem ekki er um aðra viðmiðun að ræða, þá nota ég prósentu hrútsins til að finna kjötþunga gimbranna og verður þá kjötið af þeim samtals 67 kg og þá samtals af öllum lömbunum 95 kg”. Benedikt sló síðan botninn í bréf sitt með sömu tilmælum og Sigurður og bað menn að láta frá sér heyra hefðu þeir fregnir af afurðarmeiri kind. Þá sendi Sverrir Aðalsteins- son blaðinu úrklippu af frétt sem birtist í Tímanum 8./10. 1980. Þar segir frá þrílembdri á, sem skilaði 70,2 kg kjötþunga og vógu lömbin 21,6 kg, 25 kg og 23,6 kg. Ána átti Sigurjón Jónsson bóndi á Smyrla- björgum og fylgir það sögunni að hún hafi verið ófyrirleitin túnrolla að art og gengið sumarlangt á slægjulöndum graskögglaverksmiðj- unnar í Flatey. En það eru ekki bara túnrollur sem gefa af sér góðar af- urðir á Smyrlabjörgum. Snorri Jóns- son á Höfn hafði samband við blað- ið og sagði að samkvæmt ærbókum bænda þar yfir 9 ára tímabil hefðu 7 ær gefið af sér kjötþunga frá 55,2 kg upp í 70,2 kg. Hvar sem ég fer um fold, Fljótsdalinn kýs ég mér, sólvermd hin svarta mold, sumarsins skrautið ber. Þar leit ég bláust blóm bjartasta lilju skraut, þar á ég helgidóm hverri í skógarlaut. Sigrún og Vigfús. Þá hefur hún Björg frænka okk- ar fengið hvíldina. Eftir áralöng veikindi hefur guð tekið hana til sín og hjá honum mun hún dveljast um eilífð. Meinin eru burt og fjötrar líkamans hefta hana aldrei meir. Það er óhjákvæmilegt að upp í hugann komi minningabrot frá liðnum árum. Minningabrot um samvistir okkar við Björgu í þessu lífi. Við minnumst þess þegar hún kom ofan úr Fljótsdal, niður á Reyðarfjörð og dvaldi í Dverga- steini hjá afa og Mæju. Við sjáum í anda þegar við mættum henni á götu á leið til vinnu sinnar í slátur- húsinu, kvika í hreyfingum og hressa í bragði. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur alltaf gust- aði af henni og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Þó gat hún alltaf gefið sér tíma til að setjast niður og spjalla við okkur. Greið- lega leysti hún úr þeim spurningum sem komu upp í bamshugann og alltaf var hún tilbúin að spauga og taka þátt í sprelli með okkur. Þá var stutt í hláturinn, þennan dillandi hlátur sem fyllti hýbýlin og smitaði út frá sér. Hún Björg var hrein galdrakona við saumavélina. Það var sama hvað kom upp, hvort flíkur gáfu sig í hita leiksins eða sauma þurfti nýj- ar, alltaf var hún til taks. Einhvem veginn tókst henni að koma til móts við alla hugsanlega duttlunga okkar, aðeins þurfti að skýra laus- lega út hvernig hlutirnir ættu að vera og á örskotstundu hafði hún galdrað fram flíkur sem okkur fannst nálgast fullkomnun. Allt lék í höndunum á henni, ekkert virtist vera henni um megn við saumavél- ina. Þegar við uxum úr grasi og flutt- um að heiman urðu samverustund- irnar færri og styttri. Að austan fréttum við að Björg hefði veikst af Parkisonsveiki sem smám saman væri að lama þrótt hennar. Og vissulega var okkur brugðið í hvert sinn sem við hittum hana og sáum hversu henni hafði farið aftur. En veikindin höfðu ekki náð að hefta hug hennar. Greinilegt var að hún fylgdist vel með, hvort sem hún var að velta fyrir sér nýjustu tísku eða leita frétta af okkur og fjölskyldum okkar. Þó að hún ætti erfitt með mál síðustu mánuðina og gæti ekki gantast við okkur eins og áður, var það okkur mikils virði að heim- sækja hana og sjá glettnisblikið koma upp í augun þegar slegið var á létta strengi, því þannig verður hennar minnst. Vissulega nkir söknuður í brjóstum okkar að Björgu genginni, en efst í huga hlýtur þó að vera þakklæti fyrir fjölmargar ánægju- stundir í áranna rás. Ólafur Vigfússon og fjölskylda Vigfús Már Vigfússon og fjölskylda Þórhallur Vigfússon og fjölskylda Valgerður Vigfúsdóttir ,vá.etðarinenn' LInuveiðio, ^ Fiskin lína á lægra verði lofar góðu. Höfum fyrirliggjandi norska fiskilínu í öllum sverleikum frá 4 til 8 mm og sterka ábót á góðu verði. Okkar verð er ennþá betra. Netanaust sími 91-689030 Finnskt parket í hæsta gæðaflokki. .--------nérsrm h*klinfllirinn. Gott VGfÖ* ) bæklingurinn. ‘ ^ Ymiss froðleikur um parket. Liggur frammi í verslun okkar. Til á lager Eik rustik II. fl. staðgreitt 2.642 Eik Europe staðgreitt 2.875 Beyki country staðgreitt 2.934 Opið 13-18 virka daga. Laugardaga 10-16. Einnig eftir samkomulagi. EYÞÓR ÓLAFSSON Tjamarási 8 - Egilsstöðum VS. 97-11290 HS. 97-11116 Höfum hafið sölu fyrir Pfaff í Borgartúni á eftirfarandi vörumerkjum C~JtUUty//*7/&7/k7 BRfiun -Ariete starmíx Iðnaðarryksugur VARAHLUTAVERSLUNIN Lyngásii3 r 700 Egilsstaðir VIKINGUR l.Lv

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.