Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 8

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 8
Ótrúlegt tilboð! Hótel Borg, gisting í eina nótt kr. 9.900.- miðað við tvo í herbergi. Innifalið er flug fram og til baka, gisting í eina nótt, morgunverður og farþegaskattur. jr Islandsflug Egilsstaðir, sími 12333 Skrifstofuhjálp Sími 97-41441 ¥ Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar * Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Egilsstaðir: Róbert sýnir í Café Brazil Dagana 3.-9. desember n.k. sýnir Róbert Jónsson verk sín í Café Brazil á Egilsstöðum. Þetta er fyrsta einkasýning hans en hann hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Róbert er fæddur 19. ágúst 1966 og búsettur á Egils- stöðum. Hann hefur teiknað og málað frá 18 ára aldri og er að mestu sjálflærður í listinni. Sýning- in á Café Brazil er sölusýning. Myndimar eru 14 að tölu, þar af eru 6 pennateikningar en aðrar myndir eru unnar á fjölbreyttan hátt s.s. með olíu, kolum, bleki og blandaðri tækni. AÞ Ein af pennateikningunum á sýningunni “Gamla tréð”. A innfeldu myndinni er Róbert Jónsson. Egilsstaðir: Jólaljós tendruð á alþjóðlegum degi fatlaðra Á alþjóðlegum degi fatlaðra þann 3. desember næstkomandi verða tendruð ljós á jólatré á plan- inu við Svæðisskrifstofu Austur- lands við Tjamarbraut. Athöfnin hefst klukkan 14:00 með því að Séra Arngrímur Jónsson flytur bæn. Þá mun Berit Johnsen flytja á- varp og nemendur Tónskólans leika. Við sama tækifæri ætlar Skógrækt ríkisins að veita viður- kenningu einum árgangi nemenda í Egilsstaðaskóla, þar sem samvinna hefur verið á milli fatlaðra og ófatl- aðra nemenda og fær hver nemandi eina íslenska greniplöntu sem tákn um samstöðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 3. desember ár hvert skuli vera alþjóðlegur dagur fatlaðra og er hann nú í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur. Með liðveislu sinni vill Skógræktin leggja fötluð- um lið og jafnframt hvetja fólk til að kaupa íslensk jóltré fyrir jólin og styrkja skógrækt á Islandi. AÞ jS|'?ífí(saS Úrval af skreytingarefni í aðventukransa. Jólastjörnur. Pottaplöntur. Afskorin blóm. Gæludýr og gæludýravörur. Miðvangi 31, Egilsstöðum 0pið: mánud>. iau„ard. iq-12 og 13-20. Sunnud. 13-20. Sími12230 Múlaþing komið út Út er komið 20. hefti Múlaþings sem gefið er út af Héraðsnefnd Múlasýslna. Efni í ritinu er fjöl- breitt að venju og margir höfundar koma við sögu. Á meðal efnis í rit- inu er grein um nöfn Sunn-Mýlinga 1703-1845 eftir Gísla Jónsson, Tveir þættir eftir Sigurð Magnús- son frá Þórarinsstöðum, Brot úr æfi Guðrúnar Helgu Björnsdóttur frá Höskuldstaðaseli eftir Guðjón Sveinsson, Um séra Guttorm Vig- fússon í Stöð eftir Þórhall Gutt- ormsson, Önnu Þorsteinsdóttur og Þórólf Friðgeirsson, Guðlaugur Valtýsson og Guðrún Brynjólfs- dóttir skrifa Æviágrip Guðlaugar Eiríksdóttur. Þá er að nefna þætt- ina: Páskabylurinn 8. -10. apríl 1917 eftir Ingimar Sveinsson, Sum- arferð eftir Ármann Halldórsson, Fyrr var í Fjarðarseli eftir Guðnýju Vigfúsdóttur, Fyrsti róðurinn eftir Hermann Vilhjálmsson, Eiríks þátt eftir Guðmund Eyjólfsson og Evanger greinagerð um hús eftir Hjálmar Vilhjálmsson. Hrafnkell A. Jónsson skrifar hugleiðingar um Sturlungasögu sem hann nefnir “Þú átt eftir, en ek á ekki eftir”, Skúli S. Guðmundsson fjallar um tíðarfar og fénaðarhöld. Þá eiga þeir Sig- urður Kristinsson og Egill Guð- mundsson þátt í ritinu þar sem seg- ir frá Víðidalsfeðgum og birtur er þáttur Sigmundar M. Long: Frá Seyðisfirði til Ameríku. Þá er ótal- in ferðasaga skráð eftir Ragnari Péturssyni á Rannveigarstöðum af Guðmundi Björnssyni frá Múla. Múlaþing er prentað hjá Héraðs- prent s/f á Egilsstöðum. Það er rúmar 200 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Ritstjóri er Ármann Hall- dórsson, aðrir í ritnefnd eru: Hrafn- kell A. Jónsson, Eskifirði, Ingimar Sveinsson, Djúpavogi, Kristján Ró- bertsson, Seyðisfirði, Sigurður Ó. Pálsson, Egilsstöðum, Smári Geirs- son, Neskaupsstað. Afgreiðslu rits- ins hefur Guðlaug Ólafsdóttir á Eg- ilsstöðum með höndum. AÞ 0 I 1 1 1 i I 1 I I 1 1 I I I I 1 I I I I 1 I I I I I I I 1 1 1 I I I. á jólakortum og stækkunum til jóla. FRÍ filma Filma ársins iTB SupeiG fylgir hverri framköllun hjá okkur. Umboðsmenn um allt Austurland. MEIRIGÆÐI - BETRA VERÐ Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 11699 MÉlMMölMÉUölMÉUÉlMSMÉUSMÉiMigJ KURL Gísli Einarsson alþingismað- ur á Vesturlandi, flutti á Al- þingi fyrirspurn varðandi horm- óna í íslensku kjöti. Þetta var í svokölluðu óundirbúnum fyrir- spurnartíma og sagði Gísli og Landbúnaðarráðherra sömu- leiðis í svarinu að hann vissi ekki hvað væri rétt eða rangt í þessu máli. J.K. sagði þá: Svarið var ekki ýkja langt né efnismikið í þetta sinn vissi ekki hvað var rétt eða rangt rétt eins og fyrirspyrjandinn. Ágústa á Refstað var að taka til í pappadrasli og fann þetta: Gamansögur, sagðar á árshá- tíð K.V.V. 1984 Einar Pálsson, sem einu sinni var starfsmaður hjá KHB var frægur fyrir fyndin tilsvör. Eitt sinn var Einar að raða drullu- sokkum upp í hillu, þegar inn snarast bóndi ekki mjög óá- nægður með sig. Bóndi sér hvað Einar er að gera og gellur þá í honum: nei, Einar minn. ertu farinn að selja nafna þína. Einar leit út undan sér á bónda og svaraði: já. Björn rninn, alls staðar eruð þið frændur að þvælast. Gunnlaugur verslunarstjóri K.N.Þ. á Kópaskeri þótti mjög góður verslunarstjóri. og hafa ótrúlegt úrval í versluninni. Eitt sinn hringdi hann í raf- magnsdeild vélad. SIS og bað um tvö stk. af ódýru hollensku straujárnunum. Sölumaður benti Gunnlaugi á að þessi straujárn væru mjög léleg og bauð önnur betri og dýrari. Nei, bara þessi ódýru, þau selj- ast illa, hef átt eitt í heilt ár, það seldist í gær, en á meðan ég á svona járn í búðinni, geta frúrnar ekki kvartað um skort á straujárnum og ég þarf ekki alltaf að vera að panta, svaraði Gunnlaugur. Sendið jólakort með eigin mynd. Ljósrituð mynd, persónuleg jólagjöf. m. M Umboðsmenn á Austurlandi: Bókaverslun Brynjars, Neskaupstað, Shell-skálinn, Eskifirði, Kaupfélagið Djúpavogi, Lykill, Reyðarfirði, Kaupfélagið Breiðdalsvík, Söluskáli Stefáns Jónssonar, Fáskrúðsfirði, Kaupfélagið Stöðvarfirði, Bókaverslun AB og ES, Seyðisfirði, Hótel Tangi, Vopnafirði. Eigum myndaramma í miklu úrvali! Miðvangi 2-4, Egilsstöðum, sími 11777 Opið á laugardögum til kl. 14:00

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.