Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 7

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 2. desember 1993. AUSTRl 7 Sj ón verndarátak Lionshreyfingarinnar 1991-1994 Árið 1991 hófst alheimsátak Lionshreyfingarinnar gegn blindu undir kjörorðinu “Campaign Sight First”. A Islandi er slagorð- ið “Berjumst gegn blindu”. Nú er hafið lokaátak þessa mikla verk- efnis, en því líkur sumarið 1994. Nú þegar hefur vemlegur árangur náðst. M.a. hafa verið settar upp búðir á nokkrum stöðum á Ind- landi, þar er verið að meðhöndla 200.000 manns með ský á auga(cataract). Lionshreyfingin er stærsta þjónustuhreyfing í heirni, með 1,4 milljónir félagsmanna í 177 lönd- um og hefur því einstæða mögu- leika á að ná árangri í stórátaki sem þessu. I hreyfingunni er fjöldi lækna og annarra sérfræð- inga á hinum ýmsu sviðum sem vinna í sjálfboðavinnu til þess að þetta átak beri sem mestan árang- ur. Sérfræðingar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar telja, að ef ekkert verður að gert, verði 80 milljónir manna blindir eftir 25 ár, eða helmingi fleiri en nú. Islenskir Lionsklúbbar hafa ekki látið sitt eftir liggja við sjón- vernd og stuðning við augnlækn- ingar hér á landi. Söfnunarfé úr fyrstu söluherferð rauðu-fjaðrar- innar var varið til kaupa á augn- lækningatækjum. Með því fé var grundvöllur lagður að augndeild Landakotsspítala. Auk þess var augnþrýstingsmælum til varnar gláku dreift til héraðslækna um allt land. Eins og áður hefur komið fram stendur þetta alheimsverkefni fram á sumar 1994 og íslenskir Lionsmenn munu vinna að söfnun með margvísilegum hætti fram að þeim tíma. Dagana 3-5. desember n.k. munu Lionsklúbbar um land allt efna til söfnunarátaks. Héraðsbúar! Af þessu tilefni ganga börn úr öllum grunnskólum á Héraði, á vegum Lionsklúbbsins Múla, í hús. Þau munu selja merki, sem sérstaklega hefur verið hannað af þessu tilefni. Merkið kostar kr. 300, og þar af fá börnin kr. 50 í sölulaun. Um leið og þið styrkið sjónverndarátakið styrkið þið ferðasjóð barnanna. Nokkrar staðreyndir 40 milljónir manna eru blindir í heiminum í dag. 80% þeirra, eða 32 milljónir þyrftu ekki að vera blindir. Ef ekkert verður gert verða 80 milljónir blindir eftir 25 ár. 30 krónur geta bjargað einu barni í Indónesíu frá blindu vegna A-vítamínsskorts (augnhrímu). 60 krónur geta bjargað einni manneskju í Suður-Ameríku frá því að missa sjónina vegna fljóta- blindu (river-blindness). 500 krónur nægja til þess að borga augnaðgerð á Indverja, sem hefur misst sjónina vegna skýs á auga. 10.000 krónur til forvarnar- starfa, geta kennt heilu þorpi í Afríku, hvernig þeir koma í veg fyrir augnyrju (trakoma). Árlega missa 500.000 böm sjónina vegna skorts á A- vítamíni. Næstum því 70% þeirra deyja innan hálfs árs, fái þau ekki lækn- ishjálp. 1925 skoraði Helen Keller á Lionsmenn að verða riddarar blindra í herferð gegn myrkri. 1930 fann Lionsmaður upp hvíta stafinn, Lionsklúbbar hafa stuðlað að útbreiðslu hans. 1939 stofnuðu Lionsmenn fyrsta skólann í Bandaríkjunum þar sem kennd var notkun blindrahunda. 1945 var Lionshreyfingin i lykilhlutverki við stofnun augn- banka. í dag eru um 150 augn- bankar víða um heim og er meiri- hluti þeirra styrktur af Lions- hreyfingunni. Lionsklúbbar hafa frá upphafi unnið mikið fræðslu- og forvarn- arstarf vegna augnsjúkdóma og blindu, keypt tæki til augnlækn- inga og rekið augnspítala. Nú, þegar Lionshreyfingin beit- ir sér fyrir alþjóðlegu verkefni, þar sem klúbbar frá öllum þjóð- löndum stilla saman strengi sína, var sjónvernd nærtækt verkefni. Munið! Blinda er böl. Astr. Magnússon. Egilsstaðir: Ungliðar Leikfélagsins stíga á fjalirnar Ungliðar í Leikfélagi Fljóts- aldrinum 9-14 ára. Til skemmt- dalshéraðs efna til fjölbreyttrar unar verður m.a. óperusöngur, skemmtunar í Hótel Valaskjálf rapp, leiklesin ljóð og rnargt sunnudaginn 5. desember. I sýn- fleira. AÞ ingunni taka þátt 35 krakkar á Egilsstaðakirkj a Aðventukvöld verður 5. desember kl. 20:30. Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir. Sóknarnefnd BRIDDS Fellabridge Firmakeppni lauk 28. nóvember sl. og tóku 14 firma þátt í henni. Bikarinn hlaut Félagsbúið Hofi og voru spilarar Sigurlaug og Sveinn með 546 stig. I öðru sæti varð Fellahreppur, spilarar Heiðrún og Einar, með 540 stig. Þriðja og fjórða sæti hlutu kvenfélagið Dags- brún, spilarar Anna Sigr. og Aðal- steinn, og Búnaðarfélagið, spilarar Þórarinn S. og Sigurjón St., með 515 stig. Akurgull varð í fimmta sæti, spilarar Björg og Þórarinn, með 512 stig. Sjötta sætið hlaut Bókabúðin Hlöðum, spilarar Björn og Þorbjörn, með 488 stig. Og í sjöunda sæti varð Skólarútan, spii- arar Reynir, Oddur og Friðrik, með 480 stig. Frá Skáksambandi Austurlands Svæðismóti Austurlands lauk sunnudaginn 28. nóv. Það fór fram á Reyðarfirði að þessu sinni og voru þátttakendur átta. Þeir komu úr Breiðdal, frá Egilsstöðum, Eski- firði, Fellabæ, Reyðarfirði, Seyðis- firði og Stöðvarfirði. Tefldar voru 5 umferðir eftir Norræna kerfinu. Jafnir og efstir urðu þeir Viðar Jónsson, Stöðvarfirði og Sverrir Unnarsson, Breiðdal, báðir með 4 vinninga. Skera varð úr með stiga- útreikningi hvor hlyti titilinn Skák- meistari Austurlands. Sverrir hlaut 10,5 stig en Viðar 9,5 og varð því Sverrir Unnarsson Skákmeistari Austurlands. Hann hlaut því að þessu sinni hinn eftirsótta bikar. Silfurpeninginn fékk Viðar, en í þriðja sæti varð Jónas A. Jónsson, Seyðisfirði með 3 vinninga og fékk bronsverðlaun. I fjórða sæti varð Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði með 3 vinninga og í fimmta Gunn- ar Finnsson, Fellabæ, með 2 vinn- inga. G.I.J. Framleiðum áprentaða tau-burðarpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Húfugerð og tauprent Sími 91-677911 BSA Síðastliðinn laugardag fór fram í Golfskálanum á Ekkjufelli para- keppni BSA. 21 par mætti til keppni. Keppnisstjóri var Ólafur Jóhannsson. I 6 efstu sætum voru eftirtalin pör og fengu þau silfur. Anna S. Karlsdóttir - Pálmi Kristmannsson Guðný Kjartansdóttir 86 stig - Sigurður Stefánsson Guðrún Hjaltadóttir 84 “ - Sigurður Ágústsson Svala Vignisdóttir 59 “ - Kristján Kristjánsson Jónína Einarsdóttir 21 “ - Svavar Bjömsson Kristín Jónsdóttir 17 “ - Hallgrímur Bergsson 15 “ Fyrir skömmu var gerð verð- könnun á vegum Samkeppnis- stofnunar á Austurlandi. Athygli hefur verið vakin á því að versl- unin K-Bónus í Neskaupstað var ekki með í könnuninni. Þegar Samkeppnisstofnun stendur næst fyrir verðkönnun verður verðlag kannað í umræddri verslun. Gistiheimili! Austfirðingar bjóðum góð herbergi góða þjónustu góðan morgunverð gott verð Verið velkomin Hótei Mar Brautarholti 22 Reykjavík Sími 91-25599 Fax 91-625599 Tvær ferðir íviku! Brottför úr Reykjavík: þriðjudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. Sími 91-685400. Bílasímar: KT-232 sími 985-27231 U-236 sími 985-27236 U-2236 sími 985-21193 SVAVAR & K0LBRÚN sími 97-11953/sími 97-11193 700 Egilsstöðum Sími 11122 Bjóðum 50% afslátt á flugi til Hafnar á laugardögum og mánudögum. kr. 4.775.- (m/flugvallask.) Einnig er 20% afsláttur á öllu flugi innan fjórðungs til áramóta. Qkeypis smáauglýsingar Tapast hefur hjólkoppur af SAAB. Kopp- urinn er krómaður og nokkuð stór. Finnandi vinsamlega hafi samband við Reyni í Shell á Egilsstöðum. Vélsleði til sölu. Polaris Indy sport árg. ‘90. Lítið notaður og fallegur. Upplýsingar i síma 11253. Óska eftir ódýrum frystiskáp eða frystikistu. Upplýsingar í síma 11898. Munið jólaglögg Alþýðubandalagsins í golfskálanum Ekkjufelli, föstudagskvðld, 3.des. Til sölu Honda Civic ‘82 st. Polaris long track vélsleði ‘85. Uppl. í síma 97-12142 e.kl. 20.00 Til leigu herbergi m/aðgangi að eldhúsi, á Egilsstöð- um. Uppl. í síma 97-11568 Til sölu Til sölu vefstóll. Uppl. í síma 97-12277 (sskápur (notaður) til sölu. Uppl. í síma 11355 á kvöldin. Videoupptökuvél til sölu, Sony, Gott verð. Uppl. í síma 97-41117. FUNDARBOÐ Aðalfundur verður haldinn hjá Egilsstaðadeild Framsóknarflokksins mánudaginn 6. des. nk. kl. 20:30 að Selási 15 (Verkfræðist. Austurlands). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Framboðsmál Önnur mál Stjórnin /laqfabrauð S Kvenfélag Eiðaþinghár býður ykkur fyrsta flokks laufabrauð. Skorið og steikt. Tilbúið á jólaborðið. Sama verð og í fyrra! Föntunarsímar: Sigríður sími 13826 Anna sími 13836 Medic Alert GEFÐU LÍFINU GILDI Lionsklúbburinn Múli inqur Gefið Skaftfelling í jólagjöf. 9. árgangur nýkominn. Eldri árgangar fáanlegir á vægu verði. Sýslusafn Austur- Skaftafellssýslu 780 Höfn © 97-81850 J OISTINO í REYKJAVÍK Velbúnar íbúðir 2 og 3 herbergi. Aðstaða fyrir allt að ó manns. HJÁ GRÍMI OG ÖNNU ©91-32221 OG SIGURÐI OG MARÍU ©91-79170

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.