Austri


Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 5

Austri - 02.12.1993, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 2. desember 1993. AUSTRI 5 Enn um sameiningarmál Það er athyglisvert að fylgjast með umræðunni heima á Fróni um sameiningu sveitarfélaga. Þar kem- ur mér á óvart hversu margir taka til máls um þetta og lýsa jákvæðu viðhorfi við næsta róttækum breyt- ingum. Að óreyndu bjóst ég við litlum hljómgrunn við svo víðtæk- um hugmyndum eins og þeim að sameina t.d. alla Vestfirði í þrjú sveitarfélög. Hér í Noregi hefur farið fram nokkur umræða um mál sem þessi í kjölfar nefndarálits um skiptingu landsins í sveitarfélög. Hér er stærsta sveitarfélagið, Oslóborg, með um 460 þúsund íbúa, en smæstu sveitarfélögin hafa allt nið- ur undir 500 íbúa. Helstu niðurstöður þessa nefnd- arálits um sveitarfélögin eru þær í fyrsta lagi, að mörk þeirra beri að vera þannig að hvert sveitarfélag sé landfræðilega ein heild og eitt þjónustu- vinnu- og búsetusvæði. I öðru lagi, að sveitarfélögin skuli ekki vera fámennari en með 5 þús- und íbúa, og að stærð þeirra sé við- ráðanleg íbúunum með tilliti til þjónustu. Til viðbótar þessum viðmiðun- um leggur nefndin til að stefnt verði að einni höfuðmiðstöð í hverju sveitarfélagi, og að skipting- in í sveitarfélög falli einnig vel að þjónustu ríkisins á hverju svæði. Þetta álit hefur fengið nokkuð harða gagnrýni og hefur mætt póli- tískum mótvindi. Astæðan er íhaldssemi og tryggð við núverandi fyrirkomulag, en þó einkum sú að menn telja marklítið að ræða þessi mál án þess að taka fyrst fyrir æski- lega skiptingu verkefna ríkis, sveit- arfélaga og fylkja. Þess má geta hér að umsvif sveitarfélaganna í opin- berum rekstri hér eru mun meiri en heima á Islandi: Arið 1988 var hlutur sveitarfélaganna í brúttó þjóðarframleiðslu landanna 4,3% á íslandi en 13% hér í Noregi. Hlutur sveitarfélaganna í opinberum rekstri sama ár var 23% á Islandi en 61,9% í Noregi. Með öðrum orðum, þá eru íslensk sveitarfélög ekki hálfdrættingur á við norsk sé litið á framlag þeirra í þjónustu við íbúana. Islenska ríkið er þar alls- ráðandi, með miðstýrða og fag- skipta stjórnun sína. Andstæðingar sameiningará- forma beggja landa bera því sama við: Þeir óttast samsöfnun valds í stærri þéttbýliskjörnum og minnk- andi áhrif íbúa dreifbýlisins. Þetta er ofur skiljanlegt, og því fremur á Islandi, þar sem sveitarfélögin sum hver eru svo smá að segja má að allir íbúarnir séu meira og minna vanhæfir til að gegna opinberum trúnaðarstörfum vegna skyldleika- tengsla við þorra hinna íbúanna! Umræðuna á Islandi virðist einnig skorta skýrari tengsl við spurninguna um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er ekki heldur að finna neitt sérstaklega mikla umfjöllun um samstarfs- lausnir sem valkost til að takast á við verkefni. Þó hafa verið gerðar margar alvarlegar tilraunir í þá átt, en þær hafa tekist misjafnlega eins og dæmin sanna. Þó er ef til vill mikilvægast fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn að lyfta sér aðeins upp úr farinu sínu og reyna að sjá sveitir sínar í dálítið stærra samhengi. Landið er stórt og ákaflega strjálbýlt. Það er viðvar- andi flótti fólks úr dreifbýli til stærsta þéttbýliskjarnans og það er unga og best menntaða fólkið sem fer í stórum stíl og mest eftirsjá er að. Við uppstokkun sveitarfélag- anna þarf að horfa til framtíðarinn- ar og sjá einhver markmið sem keppa á að. Ef sveitarfélögin eiga fyrst og fremst að sjá um fjallskil, lausagöngu búfjár, og sérhags- munapot hinna dreifðustu byggða mun ríkið reka áfram allan megin- þorra samfélagsþjónustunnar. Þá verða útsvörin sjálfsagt lág, en þá er líka valdið samanþjappað fyrir sunnan. Og þangað streymir bæði fólkið og fjármagnið sem valdið býr. Á gormánuði 1993 Þórhallur Pálsson, Osló Jólin Lijrja í HaqUp! HAGKAUP P Ó S T V E MMá KENWOOD Það fer enginn í jólaköttinn sem verslar hjá okkur. Jólafötin á alla fjölskylduna. Raftæki á mjög góðu verði. PANTIÐ TÍMANLEGA! l( Grænt numer: 996688 MUNIÐ EFTIR JOLALISTANUM \ y MaEst á vetrardaqskrá ol<far er mrjndlistarsijninq Rótepts Jónssonap Sijninqin stendur ijfir frá oq með 3. desember fram aá 9. d esember. Komið oq njótitd listar meí kaffinu! I japnapbpaut 1 Eqilsstöðu SEIKO taktmælar fást hjá ■ «1BR-A Vjy* LAUGAVEGI168 REYKJAVIK SÍMI: 91-622710 FAX: 91-622706 Veljum íslenskt - verslum í heimabyggð Verkalýðsfélögin á Austurlandi Lífeyriss jóður Aus turland s Búnaðarsamband Austurlands <T> Eitt mesta úpval qeisladislca á landinu Starfandi tónlistar klúbE up me(5 ijmiss Enap tilboSum - Apqjald aðeins I<p. 800- ! IjómflutninqstœR, sjónvörp, mqndbandstaefi oq Tleira oq Tleira TONSPIL D£ < O > W 1. Vantage gítar frá Samspil. 2. Korg GT 2 gítartuner og SIT gítarstrengir, 5 sett frá „Hjá Steina“. 3. Korg GT 2 bassatuner og SIT bassastrengir, 4 sett frá „Hjá Steina“. 4. Skinn á trommusett frá „Hjá Steina“. 5.-14. Geisladiskar frá Tónspil. 2. Hvað heitir nýjasta plata hljómsveitarinnar Ný dönsk? 3. Hver samdi þjóðsönginn (textann)? 4. Hvað heitir söngvari Bogomil font réttu nafni? Svarið spurningunum, safnið seðlunum 7 saman og sendið til: Vikublaðsins Austra, Lyngási 12,700 Egilsstöðum fyrir 10. desember n.k. q Nafn: ___ Z < q Heimilisfang: Póstfang: STEIM HLJ0MTÆKI8 HLJOÐFÆRI ISKULAG0TU 61 £ 1 43 631 ÍTÓNSPIL ~ Hafnarbraut 17, Neskaupstað, sími 97-71580 - fax 97-71587 Vikublaðið LAUGAVEGI 168 105 REYKJAVIK SÍMI: 91-622710 FAX: 91-622706

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.