Austri - 02.12.1993, Side 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 2. desember 1993.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi.
Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir,
pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttír og Marinó Marinósson.
Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir.
Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum.
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efní þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga.
Efni skal skila á diskum eða vélrituðu.
Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
“Islenskt,
já takk”
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir herferð til þess að
vekja athygli neytenda á innlendri framleiðslu og þörf-
inni á því að taka hana fram yfir erlenda. Þessi herferð
er undir formerkjunum “Islenskt, já takk”.
Ekki verður nógsamlega brýnt fyrir íslenskum neyt-
endum mikilvægi innlendrar framleiðslu. Það getur
skipt sköpum um atvinnu fjölda manna hvort fólk velur
innlenda framleiðslu þegar farið er út í búð, hvort ís-
lenskt þvottaefni er tekið fram yfir erlent, hvort innlend
niðursuðuvara er valin, hvort kexpakkinn er íslensk eða
erlend framleiðsla, svo dæmi séu tekin af almennum
neysluvörum.
Þegar slíkar herferðir sem þessi standa yfir virðast
þær raddir ansi hjáróma sem eru að reyna að þvinga
fram innflutning á landbúnaðarvörum, og slá fram gíf-
urlegum upphæðum um verðmun á innfluttu vörunni og
innlendri framleiðslu. Þessir útreikningar eru ekki mikil
vísindi, enda hefur það komið fram í umræðunni um
þessi mál. Samspil útgjalda hins almenna neytenda er
flókið. Þó innfluttar landbúnaðarvörur kunni að vera á
lægra verði en innlend framleiðsla er ekki sopið kálið.
Landbúnaðarframleiðslan er enn ein af gildustu und-
irstöðum atvinnulífsins hér á landi. Atvinnuleysið veld-
ur gríðarlegum útgjöldum sem lenda á skattgreiðendum
í landinu. Nú hafa birst niðurstöður nýrra kannanna um
kostnað vegna þess. Niðurstaða er að kostnaðurinn fyrir
þjóðfélagið nemi 20 milljörðum króna á þremur árum.
Þetta kemur ekki á óvart. Þarna eru gríðarlegar fjárhæð-
ir í húfi.
Það er einfalt reikningsdæmi að ef að landbúnaðar-
framleiðslan drægist saman um helming vegna inn-
flutnings mundi atvinnuleysið aukast um nær helming í
landinu. Afleiðingar eru geigvænlegar og enginn slyppi
við áföll af þessum sökum hversu ódýrar sem mjólkur-
og kjötvörurnar væru.
Þetta ættu menn að hafa hugfast þegar hlé verður á
herferðinni, “Islenskt, já takk” og Kratarnir byrja aftur
að klifa á nauðsyn þess að flytja landbúnaðarvörur inn
án þess að heimildir til jöfnunartolla séu notaðar. Mál-
flutningurinn í þessum efnum er einhver sá glæfraleg-
asti sem heyrst hefur um langt skeið og er fólk þó ýmsu
vant í stjórnmálaumræðunni.
Nú er mikil kauptíð framundan að venju, og þess
vegna hefur það hugarfar að kaupa íslenskt gífurleg á-
hrif á afkomu íslenskra iðnfyrirtækja nú á síðustu vik-
um ársins, og getur áreiðanlega haft mikil áhrif á það
hvort forsvarsmenn iðnfyrirtækja mæta nýju ári með
hagnaði eða tapi, með bjartsýni og framfarahug, eða
samdrætti og nauðvörn.
Austfirðingar geta lagt sitt á lóð á vogarskálina í
þessu efni með því að líta til austfirskra framleiðslu og
þjónustufyrirtækja í sínum innkaupum. Það skiptir gríð-
arlega miklu máli fyrir atvinnulífið hér um slóðir. J.K.
Gerist áskrifendur!
Austri hefur gert samning við greiðslukortafyrirtækin og geta því áskrifendur sem óska eftir að greiða áskriftargjöldin með greiðslukorti sent þennan seðil útfylltan eða hringt í síma 11984. Sendið til: AUSTRI • Pósthólf 73 • 700 Egilsstaðir
Nafrr
Hpimili: □ Samkort □ Eurocard
PnQtmlimpr* □ Visa □ Mastercard
(Krossið þar sem við á) Sími: Númer kortsins:
Rithandarsýnishorn: Gildistími:
Störfin á Alþingi þessar vik-
urnar eru dálítið sérkennileg að því
leiti að lítið er um umræður urn mál
frá ríkisstjórninni, en meira um til-
lögur einstakra þingmanna. Það er
eins og þau málefni sem boðað hef-
ur verið að lögð verði fram sitji öll
föst í stjórnarflokkunum og nái
ekki afgreiðslu frá þeirn. Það dæmi
sem mest er sláandi eru frumvörp
sem varða sjávarútveginn fiskveiði-
stefnuna og þróunarsjóð. Hvorki
gengur né rekur í þeim málum.
Samskipti þings og ríkisstjórnar
Samskiptamál ríkisstjórnar og
þingsins komu til umræðu nú í vik-
unni vegna tveggja mála þar sem
alþingi telur að hafi verið fram hjá
sér gengið. I fyrsta lagi var það
vegna hinnar dæmalausu sjúkra-
hússkýrslu sem kynnt er um landið
um þessar mundir á vegum heil-
brigðisráðuneytisins. Harðar um-
ræður voru í þinginu um það hvers
vegna þessi embættismannaskýrsla
væri komin í kynningu um landið á
vegum ráðuneytisins áður en hún
var send þingmönum sem þó verða
að fjalla um málið að lokum, ef
ætlunin er að vinna eftir skýrslunni.
Heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á
birtingu þessarar skýrslu, enda kom
það fram í umræðunni urn hana.
Eg krafðist þess í umræðunni um
skýrsluna að hún yrði dregin til
baka, og ekki væri hægt að ræða
hana efnislega fyrr en ályktun
hennar um að leggja niður sjúki'a-
húsrekstur með sérfræðiþjónustu á
Austurlandi væri úr sögunni.
Hitt samskiptamálið sem kom
upp í vikunni var það að fjármála-
ráðherra kynnti Verslunarráði Is-
lands opinberlega á fundi tillögur í
skattamálum áður en þingmenn
stjórnarandstöðunnar fengu nokkuð
um málið að vita. Hér er einnig á
ferðinni lítilsvirðing við þingið og
bæði eru þessi mál dæmi um það
að ráðherrar reyna að taka sér
rneira vald en þeim ber.
Tillögur Jónasar um vegamál
Jónas Hallgrímsson situr á Al-
þingi nú urn tveggja vikna skeið
sem varamaður Halldórs Ásgríms-
sonar, en Halldór situr á Allsherjar-
þingi sameinuðu þjóðanna sem
einn af fulltrúum Alþingis og kom
heim um síðustu helgi. Jónas flutti
tvær tillögur urn vegamál á Austur-
landi og talaði fyrir þeim síðastlið-
inn fimmtudag. Önnur er um at-
hugun á varanlegri vegagerð yfir
Öxi, en hin um athugun á gerð
sumarvegar frá Seyðisfirði til Loð-
mundarfjarðar og áfram um Nes-
háls til Borgarfjarðar eystri. Þessar
tillögur fara nú báðar til samgöngu-
nefndar Alþingis til meðferðar og
verða sendar til umsagnar þeirra
aðila sem málið varðar helst þar á
rneðal hér eystra. Vegurinn um
Öxi er um 20 kílómetrar, og styttir
rnjög leiðina frá Héraði og í Beru-
fjörð.
I greinargerð með tillögunum er
lögð áhersla á þær hringleiðir sem
opnast með þessurn framkvæmd-
um, en það þykir ákjósanlegt fyrir
umferð og ferðaþjónustu að völ sé
á sem flestum kostum í þessu efni.
Þar kemur meðal annars fram að
með hringleið um Öxi opnast leið
frá Egilsstaðaflugvelli um Beru-
fjörð, Breiðdal, Stöðvarfjörð, Fá-
skrúðsfjörð, Reyðarfjörð og aftur
til Héraðs, og sumarvegur til Loð-
mundarfjarðar muni verða mjög
mikilvæg m.a. fyrir ferðaþjónustu á
Borgarfirði eystra sem er veruleg
nú þegar.
Umræður um kvótamál.
Sú sérkennilega staða kom upp í
Alþingi síðastliðinn fimmtudag að
Jóhann Ársælsson þingmaður Al-
þýðubandalagsins bað um utandag-
skrárumræðu um kvótamál, ótíma-
bundna rétt um það bil sem lands-
fundur flokksins átti að hefjast.
Lauk svo að Kristinn Gunnarsson
og Jóhann Ársælsson sátu í þessari
umræðu niður á Alþingi meðan
Ólafur Ragnar Grímsson formaður
flokksins flutti yfirlitsræðu sína á
landsfundinum. Þetta er því sér-
kennilegra þar sem það hefur verið
óskráð regla að hliðra til þingfund-
um fyrir landsfundum stjórnmála-
flokkanna og hefur pólitískum and-
stæðingum fundist þetta sjálfsagðir
og eðlilegir samskiptahættir.
Efni umræðunnar var að öðru
leyti eignarhald á kvótanum í kjöl-
far hæstaréttardóms um skattalega
meðferð keyptra aflaréttinda.
Flestir eru þeirrar skoðunar að hér
sé um skattamál að ræða en breyti
engu um eignarhald þjóðarinnar á
kvótanum, né það hvaða fiskveiði-
stefnu á að reka. Það er sérmál
sem enn hefur ekki komið til kasta
þingsins vegna ósamkomulags í
stjómarflokkunum.
Fellahreppur
Hreppsnefnd auglýsir hér með deiliskipulagstillögu
af íþróttasvæði, skólalóð og ráðhúslóð.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Fellahrepps
frá og með 25. nóvember 1993 til og með
24. desember 1993.
Athugasemdir við tillöguna þurfa að hafa borist eigi
síðar en þann 7. janúar 1994.
VELJUM
ÍSLENSKT!
SÓLÓ eldavélar
Ta-og
varahlutaþjónusta.
BLIKKSMIÐJAN FUN
Smiðjuvegi 28
200 Kópavogi
©91-78733
Sveitarstjórí Fellahrepps
SKÓGRÆKT
RÍKISINS
Jólatré
.ao sjaiisog
Ifsöqðu