Fréttablaðið - 13.10.2020, Page 2
TÓNLIST „Við eigum í góðum sam
skiptum við eigendurna. Það eru
engin leiðindi þó að það sé fúlt að
missa þakið ofan af starfseminni,“
segir Daníel Friðrik Böðvarsson,
upptökustjóri og einn fremsti gítar
leikari landsins – og þótt víðar væri
leitað.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
síðustu viku hefur Höfðatorg óskað
eftir því að rífa Katrínartún 12 og
12a, sem áður hýsti meðal annars
skrifstofur WOW air. Þar er einnig
upptökustúdíó Daníels sem Rabbi
heitinn byggði upp og starfaði það
lengi undir merkjum Hljóðhamars.
Það hafa margir komið með sinn
takt inn í stúdíóið, eins og Woofer,
hljómsveit Hildar Guðnadóttur
forðum daga, Ólafur Gaukur tók
upp tónlistina við Benjamín dúfu
þar á bæ og Leaves og Botnleðja
töldu í eftirminnilega tóna í stúdí
óinu sem brátt hverfur. „Hér hafa
verið tekin upp mörg lög sem lands
menn hafa sungið með þó ég þekki
ekki söguna alveg 100 prósent.
Í dag er fullt af tónlistarmönnum
við alls konar vinnu hérna og þetta
er eitt af örfáum atvinnustúdí
óum í miðbænum. Það var stúdíó
við Skúlagötu sem var rifið fyrir
nokkrum árum og stúdíóin eru öll
að færast út á borgarjaðarinn.“
Daníel segir að beiðni sé um að
öll starfsemi verði farin úr húsinu
sem fyrst en töluverður suðupottur
mannlífs er í Katrínartúninu af
skapandi fólki. „Hér er mikið mann
líf og ég veit alveg að fólk er óánægt
með að fá svona lítinn tíma til að
fara burt með sína starfsemi. Það
verður sjónarsviptir að þeirri starf
semi sem hefur verið hérna. Hér
hefur verið iðandi mannlíf í mörg ár
og stúdíóið okkar hefur haft mikla
starfsemi. En því miður erum við
komin í þá stöðu að fara að kíkja í
kringum okkur,“ segir hann.
Tónlistarmönnunum í Katrínar
túni hefur verið boðið húsnæði í
Árbæ en það er hrátt iðnaðarhús
næði og þá á eftir að byggja stúdíó
ið. „Því miður er það ekki alveg besti
kosturinn fyrir okkur sem búum í
miðbænum og kjósum bíllausan
lífsstíl. En vonandi finnst hentugra
húsnæði. Við vonum það besta.“
Hann segir að í miðbæinn vanti
húsnæði fyrir hljóðver og minni
tónleikastaði en ekki hótel eða
verslunarhúsnæði. Huga þurfi að
menningunni en ekki endilega
glerinu sem hýsir verslanir og skrif
stofur. Sérstaklega á þessum síðustu
og verstu tímum. „Hljóðverið á sér
langa og merkilega sögu. Hér erum
við 15 með aðstöðu og mikil gróska,
bæði hér og í húsunum í kringum
okkur. Það er svolítið fúlt að sjá
þetta allt fara.“
benediktboas@frettabladid.is
Hér hefur verið
iðandi mannlíf í
mörg ár og stúdíóið okkar
hefur haft mikla starfsemi.
Daníel Friðrik Böðvarsson
Veður
Vaxandi suðlæg átt vestan til í dag,
8-15 seinnipartinn, en öllu hvassari
á norðanverðu Snæfellsnesi.
Hægari suðlæg átt um austan-
vert landið. Bjartviðri norðan- og
austantil, annars skýjað með
köflum og fer að rigna vestast
seint í kvöld. Hiti 3 til 9 stig.
SJÁ SÍÐU 12
Tré fyrir fyrsta konuforsetann
Rán Flygenring af hendir Andra Snæ Magnasyni, stjórnarformanni Yrkju, ávísun fyrir 4.108 trjám. Það er eitt tré fyrir hverja selda bók um Vigdísi
fyrsta konuforsetann eftir Rán, sem kom út hjá forlaginu Angústúru fyrir síðustu jól. Af hendingin fór fram við heimili Vigdísar á Aragötu. María
Rán Guðjónsdóttir útgefandi og Vigdís Finnbogadóttir fylgjast með. Það var Rán sem teiknaði þessa veglegu ávísun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Miðbærinn snauður
af stöðum fyrir tónlist
Ef Katrínartún 12 verður rifið mun sögufrægt tónlistarstúdíó hverfa úr mið-
bænum. Þar hafa verið sungnir margir af þekktustu slögurum Íslandssögunn-
ar. Daníel Friðrik Böðvarsson upptökustjóri segir þetta leiðinlegan missi.
Daníel segir að það vanti húsnæði fyrir hljóðver og minni tónleikastaði í
miðbænum, huga þurfi betur að menningu á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Landsréttardómarinn
Arnfríður Einarsdóttir víkur ekki
sæti í meiðyrðamálum tengdum
Hlíðamálinu svokallaða. Stefn
endur málsins kröfðust þess að
hún viki sæti á grundvelli meintrar
neikvæðrar afstöðu Arnfríðar til
lögmanns þeirra, Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar. Vilhjálmur f lutti
Landsréttarmálið svokallaða fyrir
Mannréttindadómstól Evrópu.
Í munnleg um málf lutning i
um kröfuna í Landsrétti í síðasta
mánuði vísaði Vilhjálmur einkum
til athugasemda alþingismannsins
Brynjars Níelssonar á Facebook
og yfirlýsingar sem hann sendi
Mannréttindadómstól Evrópu.
Hélt Vilhjálmur því fram að eigin
maður Arnfríðar tengdi málið
persónu sinni sem ylli því að aðrir
umbjóðendur hans gætu ekki
treyst því að mál þeirra fengju
hlutlausa meðferð fyrir dómi sem
Arnfríður situr í.
Í úrskurði Landsréttar sem
kveðinn var upp á föstudag segir
að engin gögn hafi verið lögð fram
í málinu um neikvæða afstöðu
Arnfríðar til lögmannsins. Þá
verði vinátta eða fjandskapur við
maka dómara ekki lögð að jöfnu
við fjandskap eða vináttu við
dómarann sjálfan og var kröfu
um að Arnfríður viki sæti því
hafnað.
Vilhjálmur segir úrskurðinn
verða kærðan til Hæstaréttar. – aá
Kærir meint
vanhæfi til
Hæstaréttar
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
LÖGREGLUMÁL Lögreglan rann
sakar banaslys sem varð í Gríms
nesi á föstudagskvöld er maður á
fertugsaldri brann inni í húsbíl.
Lögreglu bárust ekki upplýsing
ar um brunann fyrr en á laugardag
þrátt fyrir að neyðarlínu hafi bor
ist tilkynning á föstudagskvöld.
Í tilkynningu frá ríkislögreglu
stjóra og 112 sem barst fjölmiðlum
í gær er harmað að tilkynning um
brunann til Neyðarlínu hafi ekki
skilað sér til slökkviliðs og lögreglu
á svæðinu. Tæknilegum annmarka
hafi verið um kenna sem valdið
hafi því að lögregla fékk ekki til
kynningu um atburðinn áður en
innhringjandi sleit símtali. Unnið
er að úrbótum á hugbúnaði til að
slíkt endurtaki sig ekki.
Fram kom í kvöldfréttum RÚV
í gær að lögregla hefði rætt við
fjölda vitna vegna rannsóknar
innar en líklegast sé um slys að
ræða. – kdi
Lögregla og 112
harma mistök
1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð